Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 28
S a m k v æ m t n ý r r i l e s t r a r m æ l i n g u G a l l u p Lestrarmæling í Mosfellsbæ í desember 2019. Spurt var: Mosfellingur er bæjarblað sem dreift er í hús í Mosfellsbæ. Hefur þú lesið eða flett Mosfellingi á síðastliðnum 3 vikum? Bæjarblaðið Mosfellingur kemur út á þriggja vikna fresti. Dreift frítt í öll hús í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós. Netfang: mosfellingur@mosfellingur.is Frítt, frjálst og óháð bæjarblað lesa Mosfelling bæjarbúa Þann 19. maí verður öld liðin frá fæðingu föður míns, séra Bjarna Sigurðssonar frá Mosfelli sem var sóknarprestur Mosfellinga í 22 ár. Hann setti sterkan svip á mannlíf sveitarinnar í sinni embættistíð og hyggst ég minnast hans í fáum orðum. Menntavegurinn Bjarni var Árnesingur að ætt, foreldrar hans voru bændur en móðir hans lést úr berklum árið 1930. Á þeim árum var ekki sjálfgefið að börn bænda gengju mennta- veginn en honum tókst að afla fjár fyrir námskostnaði af miklum dugnaði, meðal annars stundaði hann blaðamennsku og vann við að leggja hitaveitulögnina frá Reykjum í Mosfellssveit til ört vaxandi höfuðborgar. Bjarni lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1942, lögfræðiprófi sjö árum síðar og embættisprófi í guðfræði árið 1954. Þá hafði hann stofnað fjölskyldu. Móðir mín hét Aðalbjörg Guðmundsdóttir, ættuð frá Norðfirði. Þau hófu búskap í bragga í Háteigskampinum í Reykjavík og eignuðust fimm börn. Faðir minn tók vígslu sumarið 1954 þegar hann var kosinn sóknarprestur á Mosfelli, þangað flutti fjölskyldan og fyrsta prests- verk hans var að ausa undirritaðan vatni. Auk þess að þjóna í Lágafellssókn var hann prestur í Árbæjarsókn og Brautarholtssókn á Kjalarnesi um langt skeið og í nokkur ár í Þingvallasveit. Nætursöngur að sumri Árið 1954 var flest með öðrum brag í Mosfellshreppi en nú á dögum. Íbúar voru einungis um eitt þúsund, margir voru bændur og það var frekar fátítt að fólk sækti vinnu til Reykjavíkur. Á þessum árum voru kýr á um tíu bæjum í Mosfellsdal og brúsa- pallar við sérhvern afleggjara. For- eldrar mínir ráku kúabú á Mosfelli og voru einnig með nokkrar kindur og hesta. Faðir minn sló túnin æv- inlega að næturlagi og söng þá við raust til að yfirgnæfa drunurnar í ferguson-dráttarvélinni. Enn muna eldri Dalbúar söng hans sem bergmálaði í fell- unum á björtum sumarnóttum. Mosfellskirkja rís Árið 1959 tóku safnaðarmálin í Mos- fellssveit óvænta stefnu. Þá lést Stefán Þorláksson hreppstjóri í Reykjadal og samkvæmt erfðaskrá hans skyldi nota fé og fasteignir hans til að reisa kirkju á Mosfelli. Eldri kirkjan hafði verið rifin árið 1888 en kirkjuklukkan var varðveitt á Hrísbrú þar sem Stefán ólst upp. Séra Bjarni hélt um alla þræði kirkju- byggingarinnar allt til vígsludags sem var 4. apríl 1965. Þessi einstaka saga varð kveikjan að Innansveitarkroniku eftir Halldór Lax- ness sem kom út fimm árum síðar. Væntumþykja og hlýja Séra Bjarni og Aðalbjörg voru gestrisin, glaðsinna og vinamörg, þau elskuðu lífið í öllum sínum margbreytileika og tóku þátt í gleði og sorgum sveitunga sinna af vænt- umþykju og hlýju. Faðir minn var mikill íslenskumaður og afar snjall ræðumaður, vel á 3. hundrað útfararræður eftir hann frá árabilinu 1954-1991 eru varðveitt í Hér- aðsskjalasafni Mosfellsbæjar. Árið 1976 brugðu foreldrar mínir búi og fluttu í Kópavog. Bjarni hóf kennslustörf við guðfræðideild Háskóla Íslands, auk þess sem hann vann að doktorsritgerð um íslenskan kirkjurétt sem hann varði við háskólann í Köln árið 1985. Hann lést haustið 1991. Sóleyjar í skurði Þegar við systkinin vorum að alast upp á Mosfelli var það keppikefli okkar að færa pabba blóm á afmælisdegi hans. Oftast voru það fagurgular hófsóleyjar sem við fundum í einhverjum skurðinum. Upp í huga minn koma orð úr Atómstöð- inni; þegar Ugla heimsækir organistann í síðasta sinn segir hann: „Ég flyt í dag. Ég seldi húsið í gær. Hvertu ferðu, sagði ég. Sömu leið og blómin, sagði hann. Og blómin, sagði ég. Hver hugsar um þau? Blóm eru ódauðleg, sagði hann og hló. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, – einhversstaðar.“ Enn kemur vor og enn verða tínd blóm handa ástvininum sem hvílir í kirkjugarði Dalsins. Það verður engum vandkvæðum bundið að finna þau blóm, hann skildi þau sjálfur eftir í hugskoti samferðarfólks síns. Bjarki Bjarnason Aldarminning Séra Bjarni á Mosfelli Séra Bjarni SigurðSSon predikar í LágafeLLSkirkju - Aldarminning28

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.