Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 26

Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 26
N a m o e h f. - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g ata ) - 2 0 0 K ó pavo g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi - Íþróttir26 Knattspyrnudeild Aftureldingar og verk- takafyrirtækið Fagverk hafa gert með sér samkomulag um að Fagverk kaupi nafna- rétt knattspyrnuvallarins að Varmá. Völl- urinn mun því kallast Fagverksvöllurinn að Varmá næstu tvö árin. Fagverk hefur verið styrktaraðili knatt- spyrnudeildar Aftureldingar undanfarin ár en eykur nú samstarf sitt við félagið. Þetta er í fyrsta sinn sem Afturelding selur nafnaréttinn að Varmá og er það gleðiefni að öflugt fyrirtæki úr heimbyggð standi að baki félaginu. Bæði lið í næstefstu deild „Það hefur verið mikill uppgangur hjá Aftureldingu í knattspyrnu á undanförn- um árum. Bæði okkar lið leika í næstefstu deild og við erum með yfir 600 iðkendur í barna- og unglingastarfi félagsins. Það eru bjartir tímar framundan í Mosfellsbæ,“ seg- ir Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, formaður knattspyrnudeildar. Afturelding er mitt félag Fagverk er verktakafyrirtæki úr Mos- fellsbæ sem sérhæfir sig einkum á þremur sviðum verktakavinnu; malbikun, malbiks- fræsun og jarðvinnu fyrir malbikunarfram- kvæmdir. Systurfyrirtæki Fagverks er Malbikstöðin sem framleiðir hráefni til malbiksfram- kvæmda með áherslu á gæði, þjónustu og umhverfissjónarmið. „Afturelding er félagið mitt og það er frábært að geta stutt við bakið á því með þessum hætti,“ segir Vilhjálmur Þór Matthí- asson, framkvæmdastjóri Fagverks. Knattspyrnudeild Aftureldingar gerir tveggja ára samning Varmárvöllur verður Fagverksvöllurinn guðbjörg og vilhjálmur skrifa undir á vellinum Kristrún Kristjánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Aftureldingar í stað Jóns Júlíusar Karlssonar sem hverfur til sambærilegra starfa fyrir Grindavík. Kristrún kemur til starfa frá Deloitte þar sem hún var verkefnastjóri í fjármálaráð- gjöf en áður starfaði hún sem sérfræðingur hjá Kauphöll Íslands. Hún hefur lokið MBA gráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum og BSc prófi í hagfræði auk prófs í verðbréfa- viðskiptum. Á þrjú börn sem æfa öll hjá félaginu Kristrún þekkir vel til hjá Aftureldingu en hún hefur síðustu ár verið virk í starfi félags- ins og hinna ýmsu sjálfboðaliðastarfa þeim tengdum. Síðustu fjögur ár hefur Kristrún setið í aðalstjórn félagsins og verið vara- formaður þess síðastliðin tvö ár. Hún hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ frá árinu 2004. Eiginmaður Kristrúnar er Gunnar Fjalar Helgason og eiga þau þrjú börn sem öll æfa hjá Aftureldingu. Kristrún Kristjánsdóttir tekin við af Jóni Júlíusi Karlssyni Nýr framkvæmda- stjóri Aftureldingar kristrún kristjánsdóttir Íslands- meistari í bogfimi Mosfellingurinn Dagur Örn Fannarsson sigraði á dögunum í opnum flokki á Íslandsmótinu í bogfimi. Er þetta í fyrsta skiptið sem bogfimikappi undir 21 árs vinnur Íslandsmótið í bogfimi og setti hann einnig nýtt Íslandsmet í undir 21, á sínu fyrsta Íslandsmóti. Dagur Örn er 18 ára gamall og æfir með BF Boganum. Mótið fór fram um miðjan mars og vann Dagur margfaldan Íslands- meistara í í úrslitarimmunni. Frábær árangur hjá þessum efnilega íþróttamanni sem jafnframt setti Íslandsmet á mótinu. Strákarnir á yngra ári í 6. flokki karla í handknattleik urðu Íslandsmeistarar á tímabilinu. Þeir höfðu unnið þrjú mót áður en kórónuveiran mætti til leiks og þar með féll niður rest. Þeir höfðu góða forystu og eru vel að titlinum komnir. Á myndinni má sjá þá að loknu móti fyrr í vetur. Efri röð: Ingimundur Helgason þjálfari, Dagur, Jökull, Lúkas, Sölvi Geir. Neðri röð: Stormur, Eyþór og Kristján Andri. Afturelding með öflugt lið í 6. flokki • Tímabilinu lokið ÍslANdsmeistArAr einn af nokkrum bikurum á loft dagur örn fannarsson

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.