Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 14
 - Listasalur Mosfellsbæjar 15 ára14 Grillyktin berst milli húsa í Mosfellsbæ • Eftir að hafa ferðast innanhúss er kominn tími á svalirnar Grillsumarið er hafið eftir kóvið Grilltímabilið stendur hefur farið vel af stað eftir nokkra góða sólardaga eftir sumardaginn fyrsta. Íslendingar eru búnir að taka út grillið eftir erfiðarn vetur bæði hvað varðar veður og veikindi. Nú er tilvalið að finn svuntuna og fíra upp í grillinu. Við mælum með: Masi CaMpofiorin Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Passar með flestum mat. Bragðmikið og gott með rauðu kjöti og ostum. Verð: 2.499 kr. Það er fátt betra en heimatilbúin pizza í faðmi fjölskyldunnar. Piazzadeigið sjálft er einfalt að búa til. Svo er það í höndum matgæðinga fjölskyldunnar hvaða álegg er sett ofan á. Pizzadeigið er eitt af aðalat- riðunum. Hér kemur uppskrift af því: • 335 gr hveiti • 1 tsk sykur • 8 gr þurrger • 6 gr salt • 2 msk ólífuolía • 200 ml volgt vatn Hefur þú prófað að grilla pizzu? Matarhorn Mosfellings Heimatilbúin pizza • Forhitið grillið eða ofninn í 220°C, penslið lundina með eggjarauðum. • Setjið lundina í 220°C, ekki fyrr. Eftir 10-12 mín lækkið þá hitann í 120°C og bíðið eftir að kjarnhitinn nái 52-55°C fyrir medium rare eða 58°C fyrir medium eldun. • Látið steikina standa í ca. 8-12 mín eftir eldun áður en hún er borin fram. Meðal- steik tekur um 35-40 mín. Nautalund Við mælum með: raMon BilBao Crianza Rúbínrautt. Þétt meðal- fylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, brómber, vanilla, kókos, eik. Vínið er best borið fram við 16-18°C. Verð: 2.399 kr. Listasalur Mosfellsbæjar er 15 ára í ár. Sal- urinn er inn af Bókasafni Mosfellsbæjar og opinn á afgreiðslutíma þess. Settar eru upp um tíu sýningar á ári og er umsjónarmaður Listasalarins Steinunn Lilja Emilsdóttir. Við spurðum hana nokk- urra spurninga um starfsemi salarins. Hvernig sýningar er boðið upp á? Sýningar í Listasalnum eru mjög fjöl- breyttar. Hér hafa verið sýnd málverk, vídeóverk, ljósmyndir, skúlptúrar, innsetn- ingar, textíll og handverk. Sumar sýning- arnar eru sögulegar, sumar þemakenndar og aðrar persónulegar. Markmiðið er að sýna alls konar myndlist. Eru listasýningar vel sóttar? Já, þær eru það og undanfarin ár hefur gestum fjölgað. Listasalur Mosfellsbæjar er skemmtilegur að því leyti að fólk sem alla jafna sækir ekki myndlistarsýningar rambar inn þegar það á leið um bæinn eða í bóka- safnið. Það hefur einnig færst í vöxt að fólk geri sér ferð úr nágrannasveitarfélögum til að kíkja á sýningar, enda Mosfellsbær minna úr leið en margir halda. Skólabörn eru líka dugleg að kíkja á sýningar með kennurunum sínum. Það er sérstaklega gaman að yngri gestunum því þeir koma oft með skemmtilegar at- hugasemdir um listina og hafa aðra sýn en við sem erum fullorðin. Um daginn var t.d. sýning eftir Hjördísi Henrysdóttur þar sem þemað var sjómenn í sjávarháska og þá vildu börnin helst fá að vita hvort fólkið á myndunum hefði ekki örugglega komist heilt á húfi aftur heim til sín. Hefur svona listasalur mikla þýðingu fyrir bæinn? Alveg klárlega, bæir þurfa meira en heimili og fyrirtæki. Þar þurfa líka að vera samkomustaðir sem bæjarbúar nýta saman. Listasalur Mosfellsbæjar er kjörið afdrep til að taka smá pásu, taka inn menn- ingu, horfa á fallega og áhugaverða hluti og velta þeim fyrir sér. Í fyrra var t.d. sýnt verk eftir Pál Hauk Björnsson þar sem kúrbít var haldið uppi með spýtu. Mörgum eldri gestum fannst þetta heldur skrýtin list en þegar þeir fuss- uðu yfir þessu spurði ég hvort þeir hefðu nokkurn tíma séð svona áður. Allir svöruðu því neitandi. „Er ekki orðið langt síðan að þú sást eitthvað sem þú hefur aldrei séð áður?˝ Þá virtist fólk átta sig og brosti út í annað. Hvað er fram undan hjá ykkur? Við þurftum að fresta nokkrum sýning- um út af hertu samkomubanni en næst á dagskrá er sýning Ásgerðar Arnardóttur. Hún er ung listakona sem vinnur með sam- spil tvívíddar og þrívíddar. Sýning hennar verður opnuð 29. maí kl. 16. Svo erum við núna að taka á móti umsóknum fyrir sýn- ingarárið 2021. Getur hver sem er sótt um? Já, allir geta sótt um sem vilja. Við hvetj- um Mosfellinga sérstaklega til að sækja um því mikil gróska er í listalífinu hér, sem Listasalur Mosfellsbæjar vill gjarnan taka þátt í að miðla. Ekki er skilyrði að fólk sé menntað í listum. Aðalmálið er að umsókn- in sé vel unnin. Að mínu mati er myndlist best þegar hún talar til áhorfandans og býður upp á tengingu við hann. Svo þarf líka að hafa í huga að það er enginn skaði skeður þótt maður fái neitun um sýningarpláss. Margar ástæður geta legið þar að baki og sjaldnast beinast þær að gæðum myndlistarinnar eða verkanna. Í fyrra fengum við metfjölda umsókna en markmiðið er að slá það met í ár. Listasalurinn auglýsir nú eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2021. Sótt er um rafrænt á bokmos.is/listasalur. Fjölbreyttar sýningar í Listasal Mosfellsbæjar • Í hjarta bæjarins • Mikil gróska í listalífinu • Metfjöldi umsókna í fyrra Listasalurinn starfræktur í 15 ár Steinunn LiLja við LiStaSaL moSfeLLSbæjar

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.