Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 18
 - Fréttir úr bæjarlífinu18 Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Tillögur að tveimur deiliskipulagsbreytingum Mosfellsbær auglýsir hér með tvær breytingartillögur á samþykktum deiliskipulögum, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. LEIRVOGSTUNGUMELAR - ENDURSKOÐUN STÍGAKERFIS athafnarsvæðis að Leirvogstungumelum. Gangstéttum við þrjár götur er þannig breytt úr því að vera beggja vegna götu í að vera aðeins öðru megin götunnar. Einnig felldur út. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi skv. aðalskipulagi Mosfellsbæjar. UGLUGATA 14-20 - BREYTT AÐKOMA Breytingin felur í sér að aðkoma að Uglugötu verði um lengist um 25 m í átt að innkeyrslu raðhúsanna, gatan frá Vefarastræti er í landi Mosfellsbæjar. Breyting deiliskipulagsins er vegna mishæðar í landi og lélegs þessi felur í sér breytingu á tveimur samþykktum Um er að ræða skipulagsbreytingar innan íbúðarsvæðis Tillögurnar verða til sýnis á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar, athugasemdir. mos.is/skipulagsauglysingar. 14. maí 2020 Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar kristinnp@mos.is Mosfellsbær hefur ákveðið í ljósi þess ástands sem skapast hefur í atvinnumál- um vegna COVID-19 faraldursins að efna til sérstaks átaks um sumarstörf fyrir ung- menni og námsmenn. Í ár var gert ráð fyrir 70 sumarstörfum við stofnanir Mosfellsbæjar. Nú þegar hefur verið ráðið í þessi störf en í heildina bárust 145 umsóknir. Í ljósi atvinnuástands í samfélaginu er líklegt að erfitt geti verið fyrir aðra umsækjendur að fá vinnu ann- arsstaðar. Mæta hópi ungs fólks Síðustu daga hefur fyrirspurnum um sumarstörf fjölgað frá ungu fólki sem var búið að ráða sig í sumarvinnu en hefur nýlega fengið upplýsingar um að starfið standi þeim ekki lengur til boða. Viðbúið er að þessi hópur stækki frekar á næstu vikum. Til að mæta þeim hópi sem er án at- vinnu í sumar hefur Mosfellsbær skipulagt tímabundin átaksstörf með sambærilegum hætti og boðið var upp á árunum 2009- 2015. Í samvinnu við Vinnumálastofnun Annars vegar verður einstaklingum á aldrinum 16 og 17 ára boðin störf á þriggja til fimm vikna tímabili líkt og árið 2009. Hins vegar verður boðið upp á störf fyrir námsmenn sem eru 18 ára og eldri sem eiga engan eða takmarkaðan rétt á atvinnu- leysisbótum. Þessi átaksstörf eru útfærð í samvinnu við Vinnumálastofnun og það átak sem sem ríkisstjórnin hefur boðað í tengslum við að- gerðir vegna COVID-19. Vinnutímabil fyrir þennan aldurshóp verður tveir mánuðir. Gert er ráð fyrir að kostnaður Mosfells- bæjar vegna átaksstarfa í sumar nemi um 40 milljónum og verður gerður sérstakur viðauki við fjárhagsáætlun vegna þessa. 145 umsóknir bárust Mosfellsbæ • Fyrirspurnum fjölgar Efnt til átaks í sumarstörfum Ungt fólk fær vinnU hjá mosfellsbæ RÖSK vinnustofa Sérhæfum okkur í prentun á persónulegum gjöfum - púdar - veggplattar - ísskápsseglar - Kíkid á okkur á Facebook - roskvinnustofa@gmail.com RÖSK vinnustofa Sérhæfum okkur í prentun á persónulegum gjöfum - púdar - veggplattar - ísskápsseglar - Kíkid á okkur á Facebook - roskvinnustofa@gmail.com RÖSK vi n stofa Sérhæfum okkur í prentun á persónulegum gjöfum - púdar - veggplattar - ísskápsseglar - Kíkid á okkur á Facebook - roskvinnustofa@gmail.com RÖSK vinnustofa Sérhæfum okkur í prentun á persónulegum gjöfum - púdar - veggplattar - ísskápsseglar - Kíkid á okkur á Facebook - roskvinnustofa@gmail.com

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.