Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 14.05.2020, Blaðsíða 12
 - Samtaka í samkomubanni12 @ b la c b o x p iz z e r ia Blackbox Borgartúni 26 / Blackbox Mosó háholt 13-15 blackboxpizzeria.is við internetið pantaðu á netinu blackboxpizzeria.is nýr matseðill - lækkuð verð 11-16 alla daga tilboð eitt take away tilboð Þrjú take away tilboð fimm take away tilboð tvö take away tilboð fjögur 11-14 alla daga tilboð sex pizza með tveimur áleggjum & gos 2.000 kr. 3 pizzur af matseðli ódýrasta pizzzan frí 2 pizzur af matseðli, 2 barnapizzur, 2 safar og 2l gos - 6.500 kr. pizza af matseðli, meðlæti & 2l gos 3.600 kr. 2 pizzur af matseðli, 1 meðlæti og 2l gos 5.500 kr. allar pizzur á matseðli 2.000 kr. Lísa Greipsson tók við sem skólastjóri Lágafellsskóla 1. ágúst síðastliðinn. Lísa hefur starfað sem kennari við skólann síðan 2001 og síðustu þrjú árin sem deildastjóri 3.-6. bekkjar. Fyrsti vetur Lísu í starfi skólastjóra hefur verið óvenjulegur og krefjandi fyrir margar sakir. „Það er alltaf áskorun að taka við nýju starfi en það vinnur með mér að ég þekki bæði vel til innan skólans og samstarfsfólk mitt. Það hefur klárlega hjálpað mér mikið við að takast á við þetta nýja starf svo ég tali nú ekki um þær óvenjulegu áskoranir sem við höfum staðið frammi fyrir í vetur,“ segir Lísa. Óvenju margar veðurviðvaranir Veðrið í vetur hefur haft óvenju mikil áhrif á skólastarf. Mikið hefur verið um bæði gular og rauðar veðurviðvaranir sem skólinn þarf að bregðast við með upplýsandi tilkynn- ingum til allra foreldra. Skólastarf hefur verið fellt niður og foreldra hafa oft þurft að sækja börnin sín í skólann vegna veðurs. „Já, veðrið hef- ur verið ákveðið verkefni á þessu skólaári auk þess að það voru yfirvofandi verkföll eftir áramót með tilheyrandi álagi og skipulagsvinnu. En sem betur fer kom nú ekki til þess að reyna þurfti á það skipulag því það var samið á síðustu stundu.“ Takmarkanir vegna COVID-19 Lágafellsskóli sem og aðrir skólar hafa þurft að aðlaga allt skólastarf að þeim takmökunum sem gefnar hafa verið út vegna COVID-19. „Miðað við þær forsendur sem hafa verið í heiminum að undan förnu hefur skólahald hjá okk- ur gengið mjög vel. Strax og tilkynnt var að um þessar tak- markanir þá hafa fræðslusvið Mosfellbæjar og allir skóla- stjórnendur leik- og grunnskólum bæjarins fundað daglega og tekist á við þessar aðstæður með mikilli samvinnu en hver með sínu fyrirkomulagi. Hver skóli hefur haldið úti starfi sem hæfir húsnæði skólans og öðrum þáttum sem skipta máli.“ Sprittað og sótthreinsað oft á dag „Okkar útfærsla var sú að við tókum á móti öllum bekkj- unum í þrjár kennslustundir á dag í fjórum hópum. Við náðum að gera þetta svona vegna þess okkar aðstæður buðu upp á það. Það var mikið álag á ræstingafólkinu okkar því að það þurfti að þrífa vel og sótthreinsa og spritta alla snertifleti á milli hópa. Einnig náðum við að halda úti frístundastarfi fyrir fyrsta og annan bekk. Við dreifðum starfsfólkinu þannig að við náðum að halda úti faglegri kennslu í öllum árgöngum skólans.“ Þakklát fyrir að allt gekk vel „Það sem stendur uppúr er að þetta gekk ótrúlega vel, við tókumst öll á við það skemmtilega verkefni að halda úti faglegri kennslu í svona mikilli fjarvinnu og ég held að bæði starfsmannahópurinn og nemendurnir hafi tileinkað sér nýja tækni sem við munum öll búa að um ókomna tíð. Við tókumst á við ný verkefni á hverjum degi og lánaðist að leysa farsællega út þeim öllum. Það voru einhverjir starfsmenn og nemendur sem þurftu að fara í sóttkví en engin virk smit voru í okkar hópi,“ segir Lísa og tekur fram að samvinna allra leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ á þess- um fordæmalausum tímum hafi verið til fyrirmyndar. Óvenjulegar áskoranir á fyrsta starfsári sem skólastjóri • Stjórnendur leik- og grunnskólanna funduðu daglega Faglegt skólastarf þrátt fyrir takmarkanir Lísa Greipsson skóLastjóri LáGafeLLsskóLa Helgi Björns sló í gegn í Hlégarði Helgi Björns og Reiðmenn vind- anna héldu sjö tónleika í Hlégarði í samkomubanninu. Heima með Helga var yfirskrift tónleikaraðar sem send var út í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans, á K100 og mbl. is. Góðir gestir mættu á svæðið og landsmenn sátu límdir við viðtækin á þessum síðustu og verstu. Meðal gesta voru Salka Sól, Diddú, Björvin Halldórs, Stefán Hilmars, Jón Jóns- son, Friðrik Dór, Sigríður Thorlacius og Egill Ólafsson. Þá fór Vilborg Halldórsdóttir eiginkona Helga með eftirminnilegan ljóðalestur. „Ég hef fengið afskaplega góð viðbrögð við tónleikunum og ég er innilega þakklátur fyrir það,” segir Helgi Björnsson. Æfingasvæðinu á Bakkakoti lokað Æfingaaðstöðu á Bakkakoti í Mos- fellsdal hefur verið lokað í samráði við gróðrastöð Lambhaga sem risið hefur hratt sunnan við æfingasvæði golfklúbbsins. Það er Hafberg Þórisson í Lambhaga sem reisir þar stærstu gróðrastöð landsins en alls verður stöðin 22.000 fm. að stærð. Síðan 2007 hefur Skátafélagið Mosverjar haldið hátíð á sumardaginn fyrsta með mikilli þátttöku bæjarbúa. En vegna sam- komubanns var þetta ekki hægt þetta árið. Í staðinn stóðu Mosverjar fyrir skemmti- legum fjölskylduratleik, „Leitin að sumr- inu“, sem stóð frá sumardeginum fyrsta og fram á sunnudagskvöld. Í leiknum voru 10 póstar þar sem fjölskyldan leysti verkefni og sendi inn myndir af afrakstrinum merkt- ar #mosverjar. Ýmis verkefni sem þurfti að leysa Þetta voru ýmis verkefni, t.d. taka grettu- mynd af fjölskyldunni, mynda mannlegan píramída, skrifa orð sem einkenna fjöl- skylduna o.s.frv. Leikurinn var settur upp í fimm hverfum í bænum þannig að hver og einn gat farið gangandi á pósta frá sínu heimili. Leysa þurfti fimm verkefni til að eiga möguleika á verðlaunum. Verðlaunin voru stórglæsileg og fjöldi fyrirtækja styrkti verkefnið. Þar á meðal Reykjabúið, Barion, Krónan, tjaldsvæðið á Úlfljótsvatni, Rúm- fatalagerinn, Bauhaus og miklu fleiri. Þeir sem unnu til verðlauna eru minntir á að hafa senda upplýsingar um sig á netfangið dagga@mosverjar.is svo hægt sé að koma vinningunum til skila. Sumardagurinn fyrsti í miðju samkomubanni • „Leitin að sumrinu“ með Mosverjum Ratleikur í stað hátíðarhalda Grettumynd

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.