Spássían - 2011, Qupperneq 2
2
Þetta tölublað hefur hlotið útgáfustyrk
úr Bókmenntasjóði
Hvert erum við að fara?
Hvar erum við?
Hvar vorum við?
Er einhver með kort?
Í jólabókunum í ár má víða finna fólk sem virðist ekki
vita hvaðan það er að koma og hvert það er að fara.
Eins og endranær líta margir yfir farinn veg og reyna
að finna fótfestu í fortíðinni og náttúrunni en í okkar
eftirhrunsheimi er allt í lausu lofti. Í þessari ótryggu
veröld fara skrímslin á kreik. Grótesku og óhugnað,
limlestingar og flæðandi blóð er að finna í hverju verkinu
á fætur öðru – jafnvel í barna- og unglingabókum, eins
og nýr íslenskur hryllingsbókaflokkur ber merki. Persónur
Steinars Braga stíma beina leið upp á hálendið en
finna þar aðeins eyðimörk, drauga fortíðar og skrímslið
í sjálfum sér. Í bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Allt
með kossi vekur, má líka finna skrímsli og eyðilönd en
persónurnar þar virðast eiga sér einhvers konar útleið í
fantasískum hliðarveruleika. Á svipaðan hátt er sköpunin
útgönguleið úr fasísku framtíðarsamfélagi í Trúir þú á
töfra? eftir Vigdísi Grímsdóttur. Oddný Eir Ævarsdóttir
leitar á hinn bóginn að jarðsambandi, virðist telja tíma
til kominn að láta nú hendur standa fram úr ermum og er
tilbúin að taka þátt í að teikna upp kort til að vísa veginn:
„Ég er búin að vera að teikna mér til skemmtunar. Reyni
að teikna hús. Gerði líka eina tilraun til að teikna upp
samfélagsskipan, lífræn tengsl sjálfstæðra klasa. Veit
nú ekki hversu skýrandi sú mynd er enda metnaðarfullt
verkefni“, segir hún í bókinni Jarðnæði. Því verki verður
væntanlega ekki lokið í bráð.
Af þessu mætti ráða að við stefnum þungbúin og
kvíðin inn í dimmasta tíma ársins, með fortíðina hangandi
eins og möru yfir okkur – og að einhverju leyti er það
eflaust rétt. En höfundar eru einnig duglegir að minna
okkur á hvaða vopnum má beita til að lifa ferð okkar
inn í framtíðina af. Hæfilegt kæruleysi, húmor og
hugrekki, segir sögumaðurinn í verki Guðrúnar Evu. Að
víkka sjóndeildarhringinn getur líka komið í veg fyrir að
við týnum okkur í eigin nafla, eins og kemur fram í bók
Sigrúnar Davíðsdóttur, Samhengi hlutanna. Þar eru bækur
á borð við Ríkisfang: Ekkert eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur
ómetanlegar, en hún gefur ekki aðeins innsýn í tilveru sem
okkur þykir yfirleitt framandi, heldur nýja sýn á okkar
stöðu í heiminum. Og þótt bók Rögnu Sigurðardóttur,
Bónusstelpan, minni okkur á að leitin að skyndilausnum
geti afvegaleitt okkur sýnir hún líka að af og til má með
opnum huga finna nýja von á ólíklegustu stöðum.
Undarlegt ferðalag
norra na husid e --
lifandi
menning
FJÖLBREYTT
UMRÆÐA