Spássían - 2011, Page 6

Spássían - 2011, Page 6
 6 Lespíurnar eru (f.v.): Inga Sólnes, Jóhanna Kristín Tómasdóttir, Kristín E. Guðjónsdóttir og Guðrún S. Jakobsdóttir Á myndina vantar Herdísi Þórisdóttur GUÐRÚN S. Jakobsdóttir átti upphaflega frumkvæðið að því að kalla saman nokkrar vinkonur sínar, en hún segir að ástæðan hafi verið eitthvert tómarúm eftir að skólagöngu lauk og vinna og barnauppeldi tók við. „Ég saknaði vinkvenna minna og var nánast hætt að lesa svo ég stakk upp á því við vinkonur úr ýmsum áttum að við settum af stað leshring. Ekki saumaklúbb; við myndum lesa okkur til skemmtunar og fundirnir yrðu ekki uppskriftasamkeppni, bara boðið upp á popp og kók, sem breyttist svo í popp og vatn. Síðan þá höfum við hist mánaðarlega og það reyndist mjög skemmtilegt. Reyndar hefur þetta gengið alveg ótrúlega vel og við finnum alltaf fyrir tilhlökkun fyrir hvern fund. Inn á milli förum við líka í sumarbústaði, ferðalög til útlanda, berjaferðir og annað.“ ALLTAF BUNKI Á NÁTTBORÐINU Hópurinn virðist hafa farið létt með að halda dampi í öll þessi ár en Guðrún segir þær fljótt hafa komist að því að það væri mun skemmtilegra á fundum ef allar mættu vel lesnar; umræðurnar yrðu líflegri. „Annars er ekki hægt að tala almennilega um bókina því maður vill ekki eyðileggja áhrifin fyrir þeirri sem ekki er búin að lesa. Þetta gerir það að verkum að maður fer að lesa og les mikið. Með æfingunni eykst hraðinn og svo fylgir því bara virkileg ánægja að hafa alltaf bunka af bókum á náttborðinu. Stundum höfum við meira að segja ákveðið að lesa bækur tvisvar til að fá betri innsýn í þær og skilning á þeim.“ Hún nefnir sem dæmi Z eftir Vigdísi Grímsdóttur. Þar hafi þeim fundist síðasti kaflinn opna svo mikinn skilning á því sem á undan kom að þær ákváðu allar að lesa bókina aftur. Guðrún hefur frá upphafi haldið dagbók yfir fundi leshringsins og það sem tekið er fyrir hverju sinni. „Ég hef reynt að gera þetta með skilmerkilegum hætti og hún er mjög mikill dýrgripur, þessi fundargerðabók.“ Valið á bókunum segir hún nokkuð handahófskennt. „Stundum tökum við fyrir ákveðið þema en það getur líka breyst á miðri leið. Við byrjuðum til dæmis í haust á Sögu sonar míns eftir Nadime Gordimer og ætluðum að taka fyrir afrískar bókmenntir. Það breyttist þegar ein okkar, bókasafnsfræðingur, benti okkur hinum á Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson, þar sem fjallað er um morðin á Sjöundá. Okkur leist vel á og ákváðum að lesa hana. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Bókin er nokkuð átakanleg og kannski fyrsti krimminn á Íslandi. Við lesturinn fannst okkur við upplifa hvað íslenskan er orðin fátækleg miðað við þennan orðaforða sem í bókinni er.“ Að auki vildi svo til að í sömu viku komu fréttir af rannsókn Más Jónssonar, sagnfræðings við Háskóla Íslands, tengdri atburðunum sem fjallað er um í bókinni. Hún leiddi í ljós að eignir morðingjanna á Sjöundá hefðu verið boðnar upp fjórum vikum eftir að dómur hafði fallið. „Þá fundum við fyrir óvæntri tengingu“. GUÐRÚN FRÁ LUNDI ÓGLEYMANLEG Lespíurnar reynast algjörar alætur á bækur en þegar viðtalið var tekið voru þær að lesa Gamlingjann sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Jonas Jonasson. Guðrún segir að stundum séu skiptar skoðanir á verkunum og nefnir Hreinsun eftir Sofi Oksanen sem dæmi. „Sumum fannst hún æðisleg en einni fannst hún ógeðsleg og hryllingur; versta bók sem hún hafði lesið.“ Þegar hún er spurð hvort einhverjar bækur Ein bók á mánuði í tuttugu ár Leshringurinn Lespíur hefur komið saman mánaðarlega í heil tuttugu ár og hefur vináttan og bókaástríðan styrkst með hverjum fundi. Tímamótunum ætla þær að fagna á Spáni, þar sem þær stefna á að endurnæra líkama og sál með sjósundi, jóga, heilsufæði – og auðvitað bókum. Eftir Auði Aðalsteinsdóttur

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.