Spássían - 2011, Síða 7

Spássían - 2011, Síða 7
7 standi upp úr nefnir hún eftir smá umhugsun Ljósu eftir Kristínu Steinsdóttur. „Við lásum hana áður en við heimsóttum annan leshring á Akureyri í vor. Við vorum allar svo vel lesnar að fundurinn varð sérlega skemmtilegur. Það var líka ógleymanlegt þegar við tókum eitt sumarið fyrir Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi. Við vorum frekar tregar til að lesa hana en það var svo alveg yndisleg upplifun og Guðrún frá Lundi reyndist algjör snillingur. Við féllum kylliflatar fyrir henni og elskum allar þessa sögu. Þegar einni bókinni lauk urðum við að fá næstu bók strax, það var ekki hægt að hætta. Í kjölfarið höfum við gefið mörgum Dalalíf og auglýst bækurnar grimmt, enda vonum við að þær fari að koma út aftur.“ SKYLDA AÐ VERA Í NÁTTFÖTUNUM Þegar hópur kvenna hittist svo oft og reglulega um margra ára skeið er óhjákvæmilegt að það myndist sérstök tegund vináttu. „Við höfum náð svo góðum tengslum að það er alveg ómetanlegt. Við höfum fylgst að í gegnum barneignir, brúðkaup og allt sem getur gerst í lífinu á tuttugu árum. Við vorum í upphafi sex en ein er dáin. Þegar hún fékk krabbamein breyttust fundirnir um nokkurra mánaða skeið og þetta varð hálfgerður vídeóklúbbur. Hún gat ekki lesið lengur svo við horfðum bara allar saman á kvikmyndir. Við tengdumst enn sterkari böndum við þetta. Leshringurinn er því orðinn mjög lokaður og náinn hópur og við hleypum ekki nýjum að.“ Svo langri vináttu fylgja líka margar hefðir og ýmis sérviska. Guðrún nefnir sem dæmi að á afmælisdögum leggist þær í að semja brag. Þá sé komið víða við og jafnvel vitnað í bækur sem hafa verið lesnar. „Svo syngjum við í kór, allar klæddar í eins náttföt frá Victoria‘s Secret. Í sumarbústaðaferðum, berjaferðum og öðru slíku er líka alveg skylda að vera í þessum náttfötum. Yfir höfuð er þessi félagsskapur alltaf gefandi og umræðuefnið margvíslegt, uppörvandi og skemmtilegt.“ Handhafi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2011 Gyrðir Elíasson, sem veitti Bókmenntaverðlaun um Norður landaráðs viðtöku 2. nóvember síðast liðinn, sendir frá sér tvær þýddar gersemar á árinu: Ljóða­ safnið Tunglið braust inn í húsið og sagnasafnið Hvernig ég kynntist fiskunum eftir Tékk ann Ota Pavel. Gagnrýnendur eru á einu máli, báðar bæk­ urn ar fá hvar vetna verðskuldað lof og bestu með­ mæli. Til hamingju Gyrðir! Gyrðir Elíasson www.uppheimar.is Ljósmynd © Einar Falur Ingólfsson. Einar Kárason / Morgunblaðið Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn Árni Matthíasson / Morgunblaðið Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Fréttablaðið Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn Lespíurnar syngja í kór klæddar náttfötum frá Victoria’s Secret

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.