Spássían - 2011, Blaðsíða 8

Spássían - 2011, Blaðsíða 8
 8 ÞEIR SEM RITA um og rýna í myndabækur fjalla gjarnan um stöðu myndarinnar gagnvart hinu ritaða orði. Þetta gerir t.d. Úlfhildur Dagsdóttir í greininni „Af myndum og sögum“ þar sem hún fjallar um það (þreytandi) viðhorf að myndin sé ávallt undirskipuð orðinu eða viðbót við það og því sé ekki hægt að tala um „sköpun“ þegar rætt er um myndskreytingar. Sem betur fer er þetta að breytast og viðurkenning á mikilvægi mynda að aukast, en Úlfhildur bendir einmitt á að það að lesa felst ekki aðeins í því að ráða merkingu úr bókstöfum heldur „býr í orðinu læsi mun víðari heimur skynjunar og túlkunar á allt frá bókstöfum til lita, borgarkorta og fatastíls“. 1 Með nokkurri einföldun má segja að stöðu myndar og texta sé snúið á haus í Hávamálum Þórarins Eldjárns og Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur, að minnsta kosti svona við fyrstu sýn. Á titilsíðu segir á hógværan hátt að Þórarinn hafi „endurort“ hina fornu speki en Kristín Ragna hafi myndlýst. Þegar flett er áfram kemur í ljós sannkölluð myndasprengja. Vísurnar sjálfar eru ekki það fyrsta sem fangar augað enda eru stafirnir fremur smáir og letrið mjög hlutlaust. Sumar opnur eru fremur einfaldar að gerð en aðrar flóknar. Á fyrstu opnu á eftir titilsíðu (bls. 4-5) hefst Gestaþáttur og ljóðmælandi brýnir fyrir hlustendum að vera vel vakandi þegar þeir koma á nýjan stað því það sé „aldrei að vita / hvar óvinir / sitja og bíða á bekkjum“. Bakgrunnur opnunnar er djúpfjólublár og að öðru leyti eru litirnir hvítur, svartur og gulur ráðandi. Hálfopnar dyr eru í vinstra horni og inn um þær gægist Óðinn. Frá dyrunum liggur köflóttur gönguslóði (eða gólfteppi?) og svört og hvít augu, sem ekki eru of vinaleg, svífa um opnuna. Öllu flóknari eða kaotískari er til dæmis sú opna sem kennir lesendum að „[v]ini sínum / skal maður vinur vera“ (32). Bakgrunnurinn er gulur og inn á síðurnar teygja sig fjórar hendur sem allar halda á gjöfum. Alls kyns hlutum ægir saman á síðunum: Þarna eru kóróna, blóm, hjól, frímerki, fugl í fuglabúri og svo mætti lengi telja. Það er ekki aðeins myndastíllinn sem er nútímalegur, efnistök Kristínar Rögnu eru það líka. Nútímalegir hlutir eins og peningaseðlar, umferðarskilti og frímerki sjást á síðum Hávamála sem sýna svo ekki sé um villst að vísurnar hafa enn í dag gildi. Á einni síðunni er fartölva og glottandi vera rýnir þar í Fésbók. Ein opnan er sett upp eins og Packman- tölvuleikurinn. Háhýsi og byggingarkranar fylla aðra opnu og þar sést líka skilti sem á stendur „Kaupum gull“ (29) sem minnir mann, á grátbroslegan hátt, á alla Íslendingana sem flykkjast til gullsmiðsins að selja gullin sín í kreppunni. Sem betur fer erum við þó minnt á að bú sé betra „þótt lítið sé“ (28). Byggingarkranar fylla líka út í aðra opnu og þá á dimmrauðum bakgrunni. Hrafnar Óðins eru að fljúga út af opnunni og í burtu en mennirnir vega salt á krönunum, sumir eru að detta og peningaseðlar svífa til jarðar, og við erum minnt á að „margur verður af aurum api“ (55). Bókinni lýkur á hinum frægu vísum um orðstír sem aldrei deyr og kallast sú opna á við þá fyrstu. Köflótti slóðinn heldur hér áfram og bakgrunnurinn er einnig fjólublár þótt tónninn sé annar. Slóðinn leiðir okkur að tré eða runna og við rætur hans er hvít hauskúpa. Af þessari umfjöllun ætti að vera ljóst að það að lesa bók Þórarins og Kristínar Rögnu byggist ekki eingöngu á því að lesa orð. Þegar við lesum myndirnar og textann saman opnast „víðari heimur skynjunar og túlkunar“. En það hversu vel lukkuð bókin er byggist jafn mikið á afbragðsgóðri myndlýsingu og því hvernig vísurnar eru endurortar. Ég ætla ekki að hætta mér út í samanburð á vísum Þórarins og hinni „upprunalegu“ útgáfu heldur láta nægja að benda á að þessi Hávamál eru ætluð börnum. Börnin þurfa því að skilja ljóðin – þótt auðvitað megi þau spreyta sig á því að giska á merkingu einstakra orða eða spyrja eldra fólk hvað þau þýði. Ljóðin mega heldur ekki vera of barnaleg eða tala niður til barna, auk þess sem merkingin má ekki glatast. Hvað öll þessi atriði varðar hefur Þórarni tekist prýðilega upp. Góð vísa er aldrei of oft kveðin en hana þarf að kveða vel – og það er vissulega gert í Hávamálum Þórarins Eldjárns og Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur. 1 Úlfhildur Dagsdóttir, „Af myndum og sögum“, Tímarit Máls og menningar 2008(2), 20. Góð vísa er sjaldan of oft kveðin Hávamál. Þórarinn Eldjárn endurorti. Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlýsti. Mál og menning. 2011. Eftir Helgu Birgisdóttur GAGNRÝNI Fást í miðasölu hörpu Opið alla daga kl. 10-18 sími 528 5050 VOr 2012 la BOhème eFtir puccini gjafakort á sýningar íslensku óperunnar VERIÐ VELKOMIN Á SÝNINGAR ÍSLENSKU ÓPERUNNAR Í HÖRPU ÍSLENSKA ÓPERAN Í HÖRPU ÁSTARDRYKKURINN 2009 RIGOLETTO 2010 LA TRAVIATA 2008 LA TRAVIATA 2008 www.opera.is PAGLIACCI 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.