Spássían - 2011, Síða 10

Spássían - 2011, Síða 10
 10 EFTIR HRUNIÐ Glæpasögur hafa um nokkurt skeið verið einn helsti vettvangur samfélagsádeilu, enda voru glæpasagnahöfundar með þeim fyrstu til að gera góðærið og hrunið að viðfangsefni og þá með áherslu á að afhjúpa skuggahliðar á raunsæjan hátt. Bók Sigrúnar Davíðsdóttur, Samhengi hlutanna, sver sig í þá hefð og mætti kalla raunsæislega hrunbók með glæpasögufléttu. Eins og nafnið gefur til kynna gerir hún tilraun til að setja glæpina sem framdir voru á góðærisárunum í stærra samhengi; fara í saumana á orsökum og afleiðingum. Sigrún nýtur hér góðs af því að hafa um árabil flutt pistla í útvarpið, ekki síst um spillingarmál tengd hruninu. Hún hefur meiri yfirsýn og þekkingu en margur annar á þeim flækjum sem sérstakur saksóknari er enn að reyna að leysa úr. Hún notar nokkuð hefðbundna fléttu þar sem glæpur er upplýstur og þótt niðurstaðan verði fljótt fyrirsjáanleg heldur sá þráður sögunni saman. Inn í þetta vefur hún svo stóru glæpasögunni af því hvernig óprúttnum aðilum tókst að notfæra sér sérstakt og jafnvel nokkuð sjúkt samfélagsástand á Íslandi til að ota eigin tota. Frásagnir af svikamyllum og lýsingar á ýmsum aðilum sem koma þar við sögu eru fyrirferðarmiklar og hægja töluvert á frásögninni. Minnir þessi frásagnaraðferð að einhverju leyti á sögur Yrsu Sigurðardóttur, þar sem mikið pláss er notað í að undirbyggja fléttuna. Sigrúnu tekst yfirleitt nokkuð vel að halda upplýsingaflæðinu innan marka sögunnar og á nógu almennum nótum til að lesandinn fylgi viljugur eftir, en hefði hún skorið aðeins meira niður hefði það skilað sér í hraðari framvindu og meiri spennu. Því það er greinilegt inn á milli að Sigrún kann að skapa spennu í frásögn. Sem dæmi um helst til langar senur má nefna glærusýningu um orsakir hrunsins og lýsingar á aðstæðum á vettvangi glæps. Þá er löng sena þar sem aðalsöguhetjurnar lenda á næturbrölti með ógeðfelldum áhanganda útrásarvíkinga fremur þreytandi; persónan er samsafn af neikvæðum klisjum um góðærið og útrásina og bætir engu við þær. Nokkrar persónur sögunnar eru einmitt því marki brenndar að ögra ekki að neinu ráði stöðluðum ímyndum, til dæmis svipljóti bófinn og ofurkynþokkafullur og ofurgáfaður kvennjósnari sem af óskýrðum ástæðum fellur fyrir mun minna spennandi, reykvískum blaðamanni (þessum dæmigerða drykkfellda Eftirhrunssamfélagið er áleitið efni í jólabókum ársins 2011, en það er þó engin ástæða til að kvíða því að þar bíði manns gamlar tuggur, eintómur barlómur eða þröngur sjóndeildarhringur. Margir höfundar virðast einmitt ná að nýta sér hrunið til að líta upp úr feninu. Leitin að nýjum möguleikum finnur sér margvíslegan farveg og leiðir okkur oftar en ekki á slóðir fantasíunnar. „Voru ekki tímamót ? Átti ekki allt að breytast? Maðu r er orðinn svo óþolinmóður og jök ullinn bráðnar hratt.“ (Jarðnæði, 49) HRUNIÐ ER „INNI“ Í DAG. Bankahrunið á Íslandi haustið 2008 hefur verið efniviður í skáldsögur og krimma og kvikmyndir. Heimildamyndir hafa verið samdar og sjónvarpsþættir sömuleiðis. Og svo eru það fræðiritin og greinarnar, hvers kyns úttektir á því sem gerðist og hvers vegna svo fór sem fór. Bók Jóhanns Haukssonar fellur í þann flokk, fróðleg, efnisrík, vel unnin og umdeilanleg. Í verkinu leitast Jóhann við að rekja aðdraganda þess að efnahagskerfi landsins tók kollsteypu sem vart sér fyrir endann á. Hann er þaulreyndur fjölmiðlamaður þótt kannski væri réttara að kalla hann þrautreyndan. Trúr sinni sannfæringu hefur hann staðið í ströngu á starfsvettvangi, sagt upp hér, staðið í deilum þar. Sjálfur kynntist ég Jóhanni fyrst á fréttastofu útvarpsins forðum daga. Fréttahaukurinn reyndist okkur nýgræðingunum þá vel, alltaf reiðubúinn að liðsinna og leiðrétta. Með öðrum orðum: Jóhann Hauksson er ljúfmenni. Lesendum Þráða valdsins kemur það kannski á óvart því þar hlífir Jóhann fáum. Í bókinni er „hrun Íslands“ rakið til „kunningjaveldis“ og „aðstöðubrasks“, svo vitnað sé í undirtitil verksins. Jóhann rekur mörg dæmi um frændhygli, vinargreiða og aðra misbresti. Kynnir hann til sögunnar hugtakið sveigmenn (á ensku „the flexians“) sem hann hefur frá bandaríska mannfræðingnum Janine Wedel. Það er fólk sem þræðir saman almanna- og einkahagsmuni sjálfu sér til góða. Annað hugtak nefnir Jóhann, sannlíki, og er það þýðing hans á enska orðinu „truthiness“ sem er notað yfir áróður, hálfsannleik eða ósannindi sem er reynt að halda fram undir yfirskini sannleikans. Nýyrðin eru til dæmis um lipran texta og góð tök Jóhanns á íslensku máli. Eina hugtakið sem ég hnaut um var „útkantur þjóðfélagsumræðunnar“. Hér hefði mátt komast betur að orði. Og vissulega má deila um efnistökin að ýmsu leyti. Stundum þykir mér Jóhann til dæmis kveða hálfkveðnar vísur og ætlar lesandanum líklega að hneykslast, enda þurfi ekki Jóhann Hauksson. Þræðir valdsins. Veröld. 2011. Eftir Guðna Th. Jóhannesson Efnisrík og umdeilanleg Sigrún Davíðsdóttir. Samhengi hlutanna. Uppheimar. 2011. GAGNRÝNI

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.