Spássían - 2011, Blaðsíða 11
11
sem mæta má í ótal glæpasögum). Aðrar persónur fá þó
meiri dýpt og má þá helst nefna bræðurna Arnar og Rafn.
Bræðrasamband þeirra er sannfærandi en um leið táknrænt
fyrir þann vanda sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð
þegar fara á fram uppgjör í íslensku kunningjasamfélagi. Allir
þekkja alla og eru margflæktir hver í annars mál. Togstreitan
sem skapast er kunnugleg en „lausnin“ í tilviki bræðranna helst
til einföld.
Í heildina má segja að miðað við risavaxið verkefnið
sem Sigrún Davíðsdóttir tekst á hendur, að leitast við að
sýna samhengi hlutanna í íslenska efnahagshruninu í formi
hefðbundinnar spennusögu, takist henni nokkuð vel upp. Hún
heldur sig algjörlega á jörðinni í raunsærri samfélagsgreiningu
og –ádeilu. Það sama á hins vegar ekki við um aðrar bækur
sem hér eru til umfjöllunar. Þar er hrunið oft kveikjan að
fantasíu sem lifir algjörlega á eigin forsendum.
SAGA ÞESS SEM HVERFUR
Eftir rúmlega þriggja ára stanslausa
umræðu um hrunið, þar sem sömu
tuggurnar hljóma í eyrum okkar oft
á dag, gætir nokkurrar þreytu hjá
lesendum. Höfundar sem ákveða
að takast á við þetta efni verða því
ekki hvað síst að sigrast á tortryggni
þeirra og fordómum. Káputexti
Mannorðs um örlög lykilmanns
í „íslenska efnahagsundrinu“ er
ekki beint hvetjandi. Eftir aðeins
nokkurra blaðsíðna lestur verður
þó ljóst að höfundinum, Bjarna
Bjarnasyni, tekst að nálgast
viðfangsefnið á áhugaverðan hátt,
með heimspekilegum og stundum
persónulegum undirtóni - og smá daðri við vísindaskáldskap.
Önnur aðalpersónan freistar þess að kaupa sér nýtt mannorð
í kjölfar efnahagshrunsins, en fljótlega kemur í ljós að orðstír
er svo órjúfanlegur hluti af lífi og persónu hvers manns að
eina leiðin til að öðlast nýtt er að verða einhver annar. Og
hér reynist þeim sem peningavaldið hafa ekkert ómögulegt,
fremur en á öðrum sviðum. Milligöngumenn, hér í líki brjálaðs
vísindamanns, eru ávallt tilbúnir á hliðarlínunni þegar nógir
eru aurarnir. Aðgerðin sem er í boði reynist nokkuð einföld
og auðskiljanleg bisnessmanni. Hún er einfaldlega vinsamleg
yfirtaka á lífi manns sem langar til að hverfa.
Helsti kostur Mannorðs og áhugaverðasti flöturinn er sú
staðreynd að það eru ekki endilega örlög útrásarvíkingsins
sem eru í brennidepli, heldur persónunnar sem hann
„yfirtekur“; rithöfundar sem missir lífsviljann. Spurningin „hvers
virði er mannorð?“ hefur í raun tvöfalda merkingu. Auðjöfurinn
Bjarni Bjarnason.
Mannorð. Uppheimar.
2011.
frekari vitna við. Þannig rekur Jóhann að sumarið 2006 veittu
handhafar forsetavalds Árna Johnsen uppreist æru eftir að
hann hafði afplánað fangelsisdóm fyrir fjárdrátt, mútuþægni
og önnur afbrot. Ári síðar náði Árni á ný kjöri til Alþingis.
Þarna sýnist mér að höfundurinn ætli okkur að lesa milli línanna
að handhafar forsetavalds hafi gert klíkubróður greiða. En
var það í raun óeðlilegt að brotamaður sem hafði setið inni
fengi uppreist æru og mætti vera í framboði til Alþingis? Ætti
það sem sagt að vera þannig að dæmdir menn megi ekki
bjóða sig fram? Eða var „skandallinn“ kannski frekar sá að
Sunnlendingar skyldu kjósa sinn gamla vildarvin í stórum stíl?
Einnig þykir mér umfjöllun Jóhanns um Eimreiðarhópinn
svokallaða innan Sjálfstæðisflokksins ekki sanngjörn.
Fordæmingin verður of sterk, höggvið í of margar áttir.
Jóhann Hauksson segir: „Sá jafningjahópur skoðanabræðra
og skólafélaga varð að einstæðri valdaelítu og gat af
sér þrjá forsætisráðherra, þrjá prófessora, tvo dómara,
borgarstjóra og leiðandi menn í viðskiptalífi og jafnvel á sviði
lista og mennta. Tengslanetið greiddi þeim leið til metorða
og áhrifa. [...] Þeir urðu að sjálfum valdavef samfélagsins“
(167). Standist þetta verður Jóhann að halda því til streitu
að fræðimennirnir Þór Whitehead og Þráinn Eggertsson,
annar í fremstu röð sagnfræðinga á Íslandi og hinn með helstu
hagfræðingum í heimi á sínu sviði, hafi á framabraut sinni notið
góðs af kunningsskap við Hannes Hólmstein Gissurarson, Hrafn
Gunnlaugsson, Davíð Oddsson og fleiri. Það fær ekki staðist.
Einhliða finnst mér líka lýsing Jóhanns á „kosningamaskínu“
Sjálfstæðisflokksins fyrstu áratugina eftir seinni heimsstyrjöld
(73-74). Þar er vitnað til lýsinga í bók minni um Gunnar
Thoroddsen, á trúnaðarmannakerfi á vinnustöðum, eftirliti
á kjördag og öðrum leiðum til að komast að því hver
kysi hvað. Jafnframt vitnar Jóhann til þeirra orða Þráins
Bertelssonar alþingismanns að þetta hafi verið „stórfelldasta
njósnaprógramm“ sögunnar, verra en STASI og Gestapo. Aftur
er hér tekið of djúpt í árinni. Sanngjarnara hefði verið að
segja þá sögu alla, að kosningasmalar allra flokka reyndu
eins og þeir gátu að skipa kjósendum í bása, skráðu skoðanir
fólks hjá sér eftir bestu getu og höguðu sér eftir því á kjördegi.
Þetta var hægt í fámenninu, einkum á landsbyggðinni, en varð
sífellt erfiðara í Reykjavík.
Þótt Jóhann finni rót þess sem aflaga hefur farið helst innan
Sjálfstæðisflokksins (oftast allra er Davíð Oddsson nefndur á
nafn, næstur honum kemur Geir H. Haarde), minnist hann líka á
helmingaskiptakerfið svonefnda þar sem sjálfstæðismenn og
framsóknarmenn nutu góðs af landsins gæðum á kostnað
annarra. Ekki væri þó rétt að gleyma alþýðuflokksmönnum
alveg; í þeim bæjum þar sem þeir réðu ríkjum gátu menn
vart orðið sturtuverðir, hvað þá meira, nema flagga réttu
flokksskírteini. Og Jóhann minnist á Árbótarmálið svokallaða
þar sem Steingrímur J. Sigfússon sætti ámæli ásamt öðrum
(75-76).
Að lestri loknum er kannski helst hætt við að fólk fyllist
svartsýni. Víða vitnar Jóhann í erlenda fræðimenn til stuðnings
þeirri skoðun sinni að vestræn valdakerfi séu spillt og hljóti
nánast að vera það. Kannski fær hann líka einhverja lesendur
til að líta í eigin barm. Skyldi ekki einhver gera það við þessi
orð: „„Því skyldi ég reiða til höggs gegn óréttlæti eða spillingu
þegar vænlegra er að hlýða og eiga von um umbun?“ gæti
ungur Íslendingur með framavonir sagt við sjálfan sig“ (166).
Þrátt fyrir allt sést þó líka vonarglæta. Hana er að finna í
lokaorðunum - en hún er skilyrðum háð: „Eina leiðin til að breyta
þessu er að upplýstir og hófstilltir borgarar safni kjarki til að
varpa af sér áratuga oki þöggunar og fylgi eftir fyrirheitum
um lýðræðisumbætur og opnara og gagnsærra þjóðfélag.
Þar getur annarleg og spillt leyndarhyggja fortíðarinnar
ekki ráðið ferðinni, heldur aðeins grundvallarreglur þroskaðs
réttarríkis, ekki síður í viðskiptum en stjórnmálum“ (180).