Spássían - 2011, Blaðsíða 12

Spássían - 2011, Blaðsíða 12
 12 horfir á það út frá peningalegu gildi en rithöfundurinn mælir gildi þess í þeim áhrifum sem hann nær að hafa á heiminn. Efnahagshrunið og allt sem því fylgdi virðist hafa sannfært hann um að áhrif hans séu í raun engin. Rithöfundurinn er fulltrúi frjálslegra bóhemlegra manna sem rökræða vandamál samtímans, „órakaðir, stíllausir og elskaðir af öllum“ (9). Hrunið hefur því engin úrslitaáhrif á útrásarvíkingana heldur á listamennina og hugsjónafólkið sem taldi sig hafa eitthvað að segja í þágu betri heims; að verk þeirra hefðu eitthvert gildi. Rithöfundurinn staðhæfir að á Íslandi sé „ekki til fólk sem getur lesið tilvistarlega merkingu bókmenntaverks og sett það í menningarlegt samhengi“ og því hafi ekki neina þýðingu að skrifa sögur (88). Hugsun á íslensku sé einskis virði, og sem „afsprengi einskis“ (93) vill hann verða eitt með samfélagi sínu, hverfa inn í tómið (89). RÁÐANDI KARLMENNSKA Hrunbækur einkennast meðal annars af því að söguhetjurnar eru í miklum meirihluta karlar en konurnar í aukahlutverkum, eins og í þeirri glæpasögu sem einkavæðing íslensku bankanna varð. Samhengi hlutanna sker sig ekki úr að þessu leyti. Hún er sögð frá sjónarhorni Arnars, sem missir sambýliskonu sína, samfélagsgagnrýninn Huldu, í upphafi bókar. Fyrir utan kynþokkafulla njósnarann og mágkonu Arnars, sem enn er að mörgu leyti föst í hugsunarhætti góðærisins, er kvenfólk ekki miklir gerendur í þessari sögu um spillingu og hrun. Aðrar konur sem sjást eru nær allar í hlutverki vöru sem keypt er; skrautfjaðrir eða fórnarlömb. Og þótt Mannorð Bjarna Bjarnasonar bjóði upp á fremur frumlega nálgun og áhugaverða sýn á hrunið breytir það því ekki að líkt og í hefðbundnum útrásarfrásögnum hverfist sagan að miklu leyti um karlmennsku og kyngetu, en rithöfundurinn tekur fram að eftir að hann nauðlenti og hætti að dreyma sé hann ekki lengur „nógu mikill maður til að sofa hjá konunni“ sinni (18). Vangeta rithöfundarins til að uppfylla skyldur sínar sem eiginmaður og faðir er einmitt ástæðan fyrir því að hann samþykkir að kraftmikli auðkýfingurinn láti breyta útliti sínu, gangi í hlutverk hans og taki yfir allar skyldur hans svo hann geti látið sig hverfa án þess að svíkja fólkið sitt frekar. Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir hafa fjallað um svokallaða „ráðandi karlmennsku“ útrásarvíkinganna1 og í því samhengi er athyglisvert að auðjöfurinn fer strax í upphafi bókar að „skrifa yfir líf“ rithöfundarins (19). Hans karlmennska tekur smám saman yfir og ferlið er fullkomnað með líkamlegri yfirtöku á eiginkonu rithöfundarins. Hún er ekki aðeins hin fullkomna kona, „fyrsta flokks eiginkona, móðir, starfskraftur og manneskja“ (201), og því ásamt syni þeirra hjóna hluti af orðsporinu, verðmætinu sem gengur kaupum og sölum, heldur vinnur hún við það að „afla gagna fyrir lögsókn á hendur nokkrum af íslensku bankamönnunum sem settu landið á hausinn“. Þeirra á meðal er maðurinn sem mun „eignast“ hana, án þess að hún geri sér grein fyrir því. Yfirtakan er innsigluð þegar auðjöfrinum, í líki rithöfundarins, tekst að veita eiginkonunni fullnægingu í votta viðurvist – vinna fullnaðarsigur í verkefni sínu. Þessi sena er svo ógeðfelld að hún nær að grafa undan þeim málalokum sem bókin virðist bjóða upp á: Að mögulega hafi rithöfundurinn raunverulega fundið hérna „vandasömu, umhyggjusömu og fallegu flóttaleiðina úr fangelsinu“ sem honum finnst líf sitt vera (46) og að auðjöfrinum muni nú takast að sameina hinn dýrslega drifkraft sem rekur viðskiptaheiminn áfram og ábyrgðartilfinningu þeirra sem halda sig utan við eril heimsins. Karlarnir telja sér trú um að þeir velji farsælustu leiðina með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi, einnig hagsmuni sonarins og eiginkonunnar. Það er hins vegar lesandans að ákvarða hvort í raun sé um að ræða svik af versta tagi. HVERNIG VERÐUR SKRÍMSLI TIL? Í Mannorði er vísað til hugmynda um eilífa togstreitu „náttúrumannsins“ og „siðmenntaða mannsins“ (99) í hjarta hverrar manneskju. Menning okkar gengur að miklu leyti út á að hemja dýrslegar hvatir okkar. Rithöfundurinn og auðjöfurinn í Mannorði hafna hvor um sig þessum ramma samfélagsins en hvatirnar sem taka yfir eru af sitt hvorum enda skalans; höfundurinn leyfir dauðahvötinni að taka völdin á meðan auðjöfurinn verður sjálfsbjargarviðleitnin holdi klædd. Samruni þeirra í lokin, undir því yfirskyni að hann sé samfélaginu til góðs, breytir því ekki að þeir hefja sig yfir lögmál þessa sama samfélags og verða í senn ofurmenni og skrímsli. Höfundur Mannorðs vísar til notkunar Durkheims á hugtakinu „anomie“, (67) sem þýða má sem lögleysu eða siðrof, en orðið siðrof skaut einmitt fljótlega upp kollinum í umfjöllunum um efnahagshrunið. Á Vísindavefnum kemur fram að Durkheim notaði hugtakið „einkum um það þegar gildi og siðferðileg Hrunbækur einkennast meðal annars af því að söguhetjurnar eru í miklum meirihluta karlar, en konurnar eru í aukahlutverkum. „...þegar gildi og siðferðileg viðmið samfélags eða einstaklings dvína og hopa þannig að siðferðisstaðlar verði ófullnægjandi til þess að leiðbeina fólki um hegðun sem er samfélaginu öllu til góðs“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.