Spássían - 2011, Blaðsíða 14

Spássían - 2011, Blaðsíða 14
 14 verið haldið í skefjum af reglum samfélagsins. Hann verður eins og lausn frá þeim reglum en í flestum tilvikum hermdargjöf því þær innri hvatir sem taka við eru oftar en ekki sjálfseyðandi afl, auk þess sem þær skilja eftir sviðna jörð. Sögumaðurinn er einn af áhorfendunum sem taka þarf afleiðingunum til frambúðar og upplifun hans hljómar sannfærandi í eyrum þeirra sem búa í þjóðfélagi sem einkennist fyrst og fremst af vantrausti og tortryggni: „Ég fer með þá rullu sem ætlast er til af mér án þess að trúa henni alveg. Ég veit varla hvað það er að trúa einhverju alveg“ (134). Allt með kossi vekur er full af óhugnaði, blóði og sársauka og það á reyndar við um fleiri bækur ársins 2011. Þær draga upp fremur myrka sýn af mannssálinni, ekki síst Hálendið eftir Steinar Braga. Í henni er einnig lagt í könnunarleiðangur um innri lendur mannsins og þar reynist ríkja hinn mesti óhugnaður. Líkt og Guðrún Eva fylgir Steinar Bragi eftir nokkrum söguhetjum. Persónurnar eru að einhverju leyti fulltrúar ákveðinna samfélagshópa sem brugðist hafa skyldum sínum, en allar upplifa líf sitt sem misheppnaða tilraun til að vinna bug á óöryggi og tómleika sem fylgdi þeim úr æsku. Þessi fortíð þeirra verður svo grundvöllur þess að óhugnaðurinn í nútíðinni stigmagnast frá því að vera hrollvekja og yfir í hreinan „splatter“ eða blóðbað. Hálendið er áleitið verk, því það vekur fleiri spurningar en það svarar, en sú sterkasta er ef til vill: „Hver er skrímslið? Við öll?“ HVAÐ MUNUM VIÐ - HVERT STEFNUM VIÐ? Í Allt með kossi vekur og Hálendinu er kafað inn á við, djúpt í sálarlíf mannskepnunnar, og aftur í fortíðina, arfinn, í leit að uppruna þeirra skrímsla sem fæðast í nútíðinni. Þetta leiðir höfundana á fantasískar slóðir. Sögupersónurnar í Hálendinu aka inn í eins konar gjörningaþoku er þau æða upp í óbyggðir og ganga þar inn í þjóðsagnakenndan hliðarveruleika. Sagan Allt með kossi vekur er ekki bara fleyguð goðsögum, ævintýrum og hliðarsögum; aðalsagan gerist í hliðstæðum veruleika þar sem Kötlugos hófst árið 2001 og stóð til ársins 2004. Þrátt fyrir að sögumaðurinn sé árið 2016 að rifja upp atburði úr fortíðinni fer sögusvið hans æ meira að minna á framtíðarhrollvekjur á borð við The Road eftir Cormac McCarthy - eða kvikmyndina Mad Max, eins og sögumaður bendir sjálfur á (215) - en líkt og í Hálendinu yfirgefa söguhetjurnar siðmenningu borgarinnar, þótt það gerist ekki fyrr en undir lok sögunnar, og æða beint inn í hjarta hinna myrku náttúruafla. Þótt bók Guðrúnar Evu eigi að gerast í nálægri fortíð hefur hún því um leið á sér framtíðarblæ og minnir okkur á að í uppgjörinu við fortíðina felst einnig vísun til framtíðarinnar; spurningin hvert allt það sem á undan er gengið muni leiða okkur. Og þá verður áleitin spurning sem Vigdís Grímsdóttir tekst á við í verki sínu Trúir þú á töfra?: Hvernig vinnum við úr minningum okkar um fortíðina? Sú spurning virðist einnig ofarlega í huga Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur sem í bókinni Jarðnæði heldur áfram að prófa sig áfram á mörkum skáldskapar, heimspeki og sjálfsævisögu. Oddný Eir er óþolinmóð og vill fara að sjá breytingar; endurvinna fortíðina á skapandi hátt. En er hægt að „sprengja stirðnaðar formgerðirnar“ án þess að sprengja „sjálfan sig óvart í leiðinni“ (40)? Jarðnæði er beint (en sjálfstætt) framhald af síðustu bók Oddnýjar Eirar, Heim til míns hjarta - með þeim fyrirvara að hin línulega frásögn er aukaatriði í þessum bókum. Uppbyggingin er hins vegar nokkuð ólík. Oddný Eir fer nú alla leið yfir Steinar Bragi. Hálendið. Mál og menning. 2011. Oddný Eir Ævarsdóttir. Jarðnæði. Bjartur. 2011. En er hægt að „sprengja stirðnaðar formgerðirnar“ án þess að sprengja „sjálfan sig óvart í leiðinni“(Jarðnæði, 40)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.