Spássían - 2011, Qupperneq 15

Spássían - 2011, Qupperneq 15
15 í dagbókarformið (sem eykur enn á freistinguna að tengja verk hennar við ævisöguleg verk Þórbergs Þórðarsonar); hér er fremur um að ræða heimspekilegar, samfélagslegar og sjálfsævisögulegar vangaveltur en sögu með upphafi, risi, vendipunkti og endalokum. Þó má vissulega sjá undirliggjandi rauðan þráð sem tekur smám saman á sig skýrari mynd eftir því sem líður á bókina og gefur dagbókarfærslunum heildarmynd og strúktúr. Oddný Eir nýtir sér galdur dagbókarformsins sem felst í því að hversdagslegustu og persónulegustu upplifanir ná oft að kveikja í lesandanum óstjórnlega forvitni að vita meira. Sjálf gefur hún til kynna að leiðarvísir hennar sé „dagbók Dorothy Wordsworth systur hins fræga rómantíska skálds William Wordsworth“, sem sé „ótrúlega spennandi þótt hún sé eiginlega ekki um neitt. Og þó um svo margt“ (121). Dagbækur búa yfir þeim möguleika að færa okkur inn á gafl hjá persónunni sem skrifar og ef einhver leyfir okkur að lesa dagbókina sína má segja að það sé yfirlýsing um fullkomið traust. Það myndast því persónuleg nánd milli sögumanns og lesanda í þessari bók þótt höfundurinn flétti heimspekilegum og samfélagslegum vangaveltum saman við einkalífslýsingar. Tónninn er persónulegur og oft ljóðrænn, stutt í fantasíuna. Hver hugsunin stekkur upp úr annarri í hugmyndaflæði sem hefur þó þungan meginstraum. Og Oddný Eir bremsar alltaf áður en hún verður of háfleyg, kallar sjálfa sig niður á jörðina, stundum með hálfgerðum töfraþulum, orðarunum. Það gerir hún til dæmis eftir að hafa ferðast að „rótum rómantíkurinnar“ á slóðir Williams og Dorothy Wordsworth í Grasmere-þorpi: Ó, óhæfa er að tefja í rómantískri geðfró, gæla við að búa með bróður sínum og konu hans, í afhýsi, skonsu, skrifa og mjólka geiturnar. Í engum tengslum við neitt, fela sig í fíflagerðinu með höfuðið ofan í tóft og missa af möguleikanum á því að eignast sína eigin fjölskyldu. Nú má ég engan tíma missa! Af stað, RÖKKURHÆÐIR er nýr bókaflokkur fyrir unglinga sem hóf göngu sína á þessu ári. Tvær bækur eru komnar út nú fyrir jólin og von er á fleirum á næsta ári. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir eru skráðar aðalhöfundar hvor að sinni bók, en eru jafnframt útgefendur bókaflokksins og meðhöfundar hvor annarrar. Því verður varla annað hægt en að bera þessar tvær bækur saman. Yfirskrift bókaflokksins er: „Fyrir unglinga sem þora“ og það verður að segjast að ekkert er dregið undan í óhugnaðinum. Rökkurhæðabækurnar gerast í borginni Sunnuvík sem minnir að öllu leyti á Reykjavík nútímans – nema að nafninu til og vegna þeirrar staðreyndar að einhver ókennilegur atburður átti sér stað sem skildi eftir rústir í útjaðri bæjarins, en þangað þorir enginn að fara. Hverfið sem lýst er minnir mjög á Breiðholtið og myndin framan á Rústunum undirstrikar þá tengingu. Rústirnar segir frá Önnu Þóru sem er 14 ára og finnst hún hafa alltof mörgum skyldum að gegna. Skóli, íþróttir og félagslíf toga í hana á víxl og þegar undarleg stúlka, sem Anna Þóra kallar alltaf stelpuna, býðst til að aðstoða hana gegn vægu gjaldi tekur hún boðinu fegins hendi. Þarna er í raun um nútíma útgáfu af ævintýrinu um Gilitrutt að ræða eins og Anna Þóra gerir sér sjálf grein fyrir. Gilitrutt á samt ekkert í stelpuna útsmognu og það reynist Önnu Þóru þrautin þyngri að komast að nafni hennar. Á meðan leikur stelpan lausum hala og fer fljótlega að bola Önnu Þóru út úr eigin lífi og losa sig við þá sem henni líkar ekki við. Í Óttulundi er sögð saga Vigdísar, vinkonu Önnu Þóru. Hún er glaðleg 15 ára stúlka sem býr ein með móður sinni, en faðir hennar dó þegar hún var barn. Þær mæðgur hafa skipulagt ferðalag til Barcelona þar sem móðirin ætlar að upplýsa Vigdísi um eitthvað. En áður en að því kemur þarf Vigdís að dvelja um hríð heima hjá ömmu sinni í Óttulundi og þar gerast undarlegir atburðir. Grátandi og reitt barn fer að ásækja hana í draumum og vöku og hefur smám saman æ meiri áhrif á líf hennar. Í lok Rústanna eru þónokkrir lausir endar sem eru hnýttir svo lítið ber á í Óttulundi. Sú bók skilur eftir enn fleiri spurningar og vonandi mun næsta bók, Kristófer, ná að svara þeim. Frásögnin í sögunum báðum er mjög einföld og lítið sem ekkert hvikað frá aðalsöguþræðinum. Ég hefði viljað fá svolítið meira kjöt á beinin. Í Rústunum hefði t.d. mátt byggja upp spennuna meira með því að hafa smá aðdraganda til að kynna umhverfið og aðalpersónuna. Kynna fjölskyldu og vini Önnu Þóru á meðan hún sjálf hafði stjórn á sínu lífi. Óttulundur glímir við andstætt vandamál. Sú saga var mjög lengi að koma sér að efninu og ég hefði viljað fá að vita meira um reimleikana og áhrif Birgitta Elín Hassell. Rökkurhæðir: Rústirnar. Bókabeitan. 2011. Marta Hlín Magnadóttir. Rökkurhæðir: Óttulundur. Bókabeitan. 2011. Hrollvekjur sem koma við kaunin þeirra á aðalpersónuna. Hinn einfaldi stíll bókanna gerir það að verkum að þær eru mjög auðlesnar en kannski full einfaldar fyrir eldri unglinga. En ungt fólk á aldrinum 10-13 ára ætti að hafa gaman af þeim. Stærsti kostur bókanna er nefnilega sá að lesendur ná vel að setja sig í spor aðalhetjanna. Sérstaklega í Rústunum sem ná að fanga það vonleysi og vanmátt sem Anna Þóra upplifir þegar stelpan byrjar að taka yfir líf hennar og bola henni í burtu. Þarna ná höfundarnir að magna upp einhvern frumstæðan ótta við eigið lítilvægi sem flestir finna fyrir einhvern tímann. Óttulundur er byggður upp á annan hátt og lesandi fylgir aðalhetjunni ekki eins vel inn í óttann, einfaldlega vegna þess að hann er búinn að átta sig á aðstæðum á undan henni. Í staðinn finnur hann til með verunni sem ásækir aðalhetjuna og einmanaleikinn og skeytingarleysið sem umvefur þessa gleymdu sál verður, þegar á líður, mjög áþreifanlegt. Það er líka fátt eins óhugnanlegt og óvægið og afturgöngur barna. Báðar sögurnar ná þannig að byggja upp notalegan hrylling á sinn hátt, og betur en margar svokallað hryllingssögur sem ætlaðar eru fullorðnum. Rökkurhæðir koma við kaunin. Það er full ástæða til að mæla með þeim og vonandi er þetta aðeins byrjunin á farsælum bókaflokki. GAGNRÝNI

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.