Spássían - 2011, Blaðsíða 26
26
VINSÆLDIR SKVÍSUSAGNA benda til þess að enn séum við
að velta fyrir okkur spurningum varðandi kynferði, kvenleika
og kyngervi. Þannig má segja að hér sé á ferðinni ný
tegund „kvennabókmennta“, sem og ný tegund frásagna um
„nýju konuna“.1 Í fræðilegri umfjöllun um skvísusögur opnast
möguleikar fyrir síðari bylgju femínisma og póstfemínisma
að takast á um stöðu nútímakvenna, en eins og Fien Adriaens
hefur bent á er póstfemínisminn eitt umdeildasta hugtak í
femínískum fjölmiðla- og menningarfræðum.2 Í honum má
merkja leit kvenna að sjálfstæði með áherslu á nautnir, neyslu,
tísku, húmor og kvenlíkamann, jafnvel endurskoðun á afstöðu
til kláms. Um er að ræða nýja, gagnrýna hugsun sem snýst
um breytt samband femínisma, afþreyingarmenningar og
kvenleika – og hafa fjölmiðlar átt stóran þátt í því að þróa
hana. Villandi væri þó að túlka atlögu póstfemínisma að
íhaldsamari formum femínískrar hugsunar sem frelsun undan
einsleitni, því að póstfemínisminn hefur sömu tilhneigingu til
þess að steypa allar konur í sama mót.
Þær frásagnir úr samtímamenningunni sem yfirleitt
eru nefndar sem dæmi um póstfemínísk viðhorf eru
sjónvarpsþættirnir Sex and the City, Ally McBeal og Desperate
Houswives, og svo sögurnar af Bridget Jones. Tobba Marinós
er talsmaður þessara viðhorfa í íslenskum samtíma og bloggar
af krafti um konur sem taka fullan þátt í neyslumenningunni
með áherslu á líkama, útlit, klæðnað, kokteila, mat, stefnumót
og samskipti kynjanna: „Tobba er ókrýnd deitdrottning Íslands
og fer hamförum í þeim efnum“, segir í kynningu á bloggi
hennar á DV.is.3
Póstfemínísk viðhorf höfundar birtast þó ekki síður í þeim
tveimur skvísubókum sem hún hefur skrifað, sem og þættinum
Tobba á SkjáEinum sem verið er að sýna um þessar mundir.
Nýjasta bók hennar, Lýtalaus, er framhald á sögunni Makalaus
sem kom út í fyrra. Hún hefst á því að Lilja Sigurðardóttir er
að jafna sig eftir bílslys og sambandsslitin við Sigga. Hún fer
í endurhæfingu í Hveragerði þar sem hún kynnist nýju fólki,
m.a. sjúkraþjálfaranum Jóni Þóri og dönskum lýtalækni. Hún
hefur fitnað um 5 kíló af hreyfingarleysi frá því hún „hætti með
Sigga“: „núna er ég með fatlaðan fót, feit og á lausu – jamm
og hælisleitandi“.4 Sagan snýst þannig um að Lilja komist í
betra samband við sjálfa sig, kynnist nýjum karlmönnum og
læri að meta það sem hún á. Líkt og í Makalaus er áherslan
á kokteila, mat, útlit, megrun, hitt kynið, ákveðna líkamsparta,
djamm, stefnumót og dekur.
Undir lok sögunnar er þó sleginn alvarlegri tónn og persónan
áttar sig á því að vandamálið sem hún glímir við varðandi
Mjói
kokteillinn
Eftir Öldu Björk Valdimarsdóttur
Tobba Marinós. Lýtalaus.
JPV. 2011.
þyngdina má sín lítils í samanburði við ástvinamissi vinkonu
hennar: „Óskaplega getur maður verið yfirborðskenndur og
einfaldur. Ég ætla að einbeita mér að því sem skiptir máli hér
eftir. Ekki grömmum og gæjum“ (221). Sagan á meira skylt við
Sex and the City en fyrri bókin þar sem megináherslan er nú
á vinkvennasamband en ekki nauðsyn þess að eiga mann líkt
og var í Makalaus.
Líkt og Sex and the City leggur áherslu á eru kvenhetjur í
skvísusögum kynverur. Þær eiga yfirleitt nokkra elskhuga og
hafa reynslu af kynlífi. Í Lýtalaus má sjá sömu áherslur og í
þáttaröðinni og stendur vinkvennahópurinn þétt saman; þær
hittast reglulega, drekka kokteila, djamma og ræða ástarlíf
sitt. Þrátt fyrir að Lilja eigi í stuttu sambandi við danskan
lýtalækni og sé skotin í sjúkraþjálfara sínum eru ástarsambönd
aðalpersónunnar ekki meginflétta sögunnar heldur daglegt líf,
samskipti við vini og hitt kynið sem sett er fram á fjörlegan hátt
með einum brandaranum á eftir öðrum, í enskuskotnu talmáli
og fésbókarstíl. Undir lokin er áherslan lögð á sjálfstæði
konunnar: „Draumaprinsinn er augljóslega bara […] aðeins
lengur á leiðinni en ég gerði ráð fyrir – og ég þarf hann
ekkert strax“ (250). Lilja áttar sig á því að hún er sátt við
sjálfa sig þrátt fyrir að hafa ekki fundið hinn eina rétta: „Mér
líður vel. Ég er þakklát fyrir vini mína, sjálfa mig […]. Mér
hlýnar í hjartanu. Ég á vini sem elska hvort annað. Það er ekki
lítils virði“ (248).
A. Rochelle Mabry bendir á að í Sex and the City er lögð
áhersla á að konur upplifi kynhlutverkið á eigin forsendum
og ákveði sjálfar hvar þær eru staddar í samböndunum.
Í skvísusögum er samfélagið mikilvægt, jafnvel stundum
mikilvægara en hið rómantíska samband.5 Þetta má
auðveldlega heimfæra á Lýtalaus þar sem einnig er lögð
áhersla á það að Lilja lætur ekki bjóða sér karlmann sem
„Villandi væri þó að túlka atlög
u
póstfemínisma að íhaldsama
ri
formum femínískrar hugsuna
r
sem frelsun undan einsleitni,
því
að póstfemínisminn hefur sö
mu
tilhneigingu til þess að steypa
allar
konur í sama mót.“