Spássían - 2011, Síða 27
27
setur hana ekki í fyrsta sætið líkt og danski lýtalæknirinn í
Kaupmannahöfn sem hún heimsótti yfir helgi: „Mig langar ekki
að vera einhver annars flokks afþreying hjá karlmanni. Ekki
aftur“ (228).
Þrátt fyrir að makaleitin sé ekki meginviðfangsefnið nú er
Lilja verðlaunuð fyrir sjálfstæði sitt, nýtilkomið jafnvægi og
því að átta sig á því að: „Það sem skiptir máli er fjölskyldan
mín og vinir“ (218). Draumaprinsinn bíður hennar handan við
hornið: „Þegar ég hætti að bíða, leita og þurfa, þá gerist
það“ (249). Sagan endar á því að sjúkraþjálfarinn hennar
sem hún er skotin í verður laus og liðugur á fésbókinni: „Held
niðri í mér andanum“ (250).
Þótt frásagnarstíllinn sé kómískur vantar smá húmor í
þráhyggju Lilju gagnvart sykurlausu fæði, háum hælum, léttum
bjórum, heilsufæði og áhyggjum af línunum. Samræðurnar
eru yfirleitt á léttu nótunum og oftar en ekki neðanbeltis, en
þrátt fyrir það ná þær sjaldan flugi og lesandi skilur oft ekki
hvers vegna persónurnar „springa úr hlátri“ (155), tryllast úr
hlátri (139, 236), „berjast við hláturinn (132), halda niðri í sér
hlátrinum (125, 210), fá „nett hláturskast“ (27), „skellihlæja“
(236, 249), eða hlæja svo mikið að það „ætlar engan endi
að taka“ (249). Útlitsdýrkunin í sögunni er ekki heldur sett
fram á írónískan hátt þrátt fyrir að Lilja skammi sjálfa sig fyrir
að vera svona yfirborðsleg og velta sér endalaust upp úr því
hvenær hún geti „farið að ganga á háum hælum“ (43).
Skvísusögur hafa verið gagnrýndar fyrir áherslu á neyslu.
Margir femínistar líta á tískuna sem hégómlega, hún geri konur
að grandalausum fórnarlömbum kapítalisma og ómerkilegrar
sölumennsku. Aðrir benda á að konur tjái sjálfsmynd sína með
tískunni. Þá tvíræðni sem sjá má í viðhorfum femínista til tísku
má einnig sjá í viðhorfinu til skvísusagna. Taka skvísusögur þátt
í niðurlægjandi neyslumenningu og ýta undir hana, eða er
verið að fletta ofan af henni og sýna takmarkanir hennar?6 Í
Lýtalaus birtist þessi umræða þó ekki, því áherslan á mikilvægi
góðs útlits, holdafars, klæðnaðar, að
borða rétt og stunda líkamsrækt er
sett fram á ógagnrýninn hátt og
aldrei virðist efast um gildi þess að
sjálfsmynd kvenna liggi eingöngu í
því að hún sé kynvera. Hér hefði
verið kjörið tækifæri að takast
á við útlitsdýrkun samfélagsins
í gegnum samband Lilju við
danska lækninn, en í raun er
viðfangsefnið skotið niður
því læknirinn er aðallega
í „lýtaaðgerðum, ekki
fegrunaraðgerðum“ (74). Í
lok sögunnar segir Lilja: „Ég er
kannski ekki lýtalaus en ég er langt
frá því að vera allslaus“ (250). Þannig
dregur söguhetjan fram galla sína, þá staðreynd
að hún er ekki fullkomin en þrátt fyrir það sé hún sátt
í eigin skinni. Titillinn „Lýtalaus“ er þannig skemmtilegur en
gefur þó til kynna viðfangsefni sem sagan sinnir ekki. Í raun
er ekki tekist á við mikilvægi fullkomins útlits fyrir konur í
samtímanum í sögunni.
1 Benstock, Shari, „Afterword. The New Woman’s Fiction“, Chick Lit. The
New Woman’s Fiction, ritstj. Suzanne Ferriss og Mallory Young, New York/
London, Routledge, 2006, 253. 2 Adriaens, Fien, „Post feminism in popular
culture: A potential for critical resistance?“, Politics and Culture, 4/2009, Sótt
20, október 2011 af http://www.politicsandculture.org/2009/11/09/
post-feminism-in-popular-culture-a-potential-for-critical-resistance/. 3 Veröld
Tobbu, sótt 20. október 2011 af http://www.dv.is/blogg/verold-tobbu/. 4
Tobba Marinós, Lýtalaus, Reykjavík, JPV útgáfa, 2011, 26. Framvegis verður
vísað til bókarinnar með sviga fyrir aftan hverja tilvísun. 5 Mabry, A. Rochelle,
„About a Girl: Female Subjectivity and Sexuality in Contemporary ‘Chick’
Culture“, Chick Lit. The New Woman’s Fiction, 200. 6 Ferriss, Suzanne og
Mallory Young, „Introduction“, Chick Lit. The New Woman’s Fiction, 11.
Tryggvagötu 15 - sími 411 6100 - www.artotek.is
Listaverk eftir íslenska myndlistarmenn
eru til leigu og sölu í Artóteki.
Leigan er 1.000 – 10.000 kr. á mánuði.
Listaverkin má leigja þar til þau eru að fullu
greidd eða ljúka greiðslu fyrr og dregst þá frá
áður greidd leiga.
Kynntu þér málið á staðnum og á heimasíðunni.
Íslensk
myndlist
fyrir heimili og fyrirtæki
Artótek í Borgarbókasafni
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Anna Torfadóttir
Halldóra Emilsdóttir