Spássían - 2011, Page 30
30
og sjónvarpsþætti, hún er látin liggja á
náttborðum í þáttum eins og Lost; þar á
ég við nóvelluna Uppfinning Morels eftir
Argentínumanninn Adolfo Bioy Casares
frá árinu 1940. Sú bók ferðast eftir
dularfullum leiðum en hefur, að ég hygg,
sett mark sitt ansi víða, enda sæból,
sýnd og sæborgir í sjálfum kjarna þessa
meistaraverks (nei, nú mun ég ekki kvarta
yfir því meir hve fáir þekkja þessa bók
heldur drífa í að þýða hana).
Í Sæborginni er hugmyndalegur
kjarni sem má lýsa sem viðleitni til
að aflétta dómhörku á forsendum
meinleysislegs húmanisma, vinna gegn
tæknifóbíu en virkja þess í stað róttæka
þætti sæborgarmenningarinnar og
sæbólsins (svo nefnir höfundur „cyber
space“, stundum kallað „sýndarrými“).
Úlfhildur heldur því ekki fram að öll
sæborgarmenning sé róttæk í sjálfri
sér, hún er krítísk á tækniframþróun og
ekki síst markaðshyggjuna sem umvefur
ýmsar sæborgarafurðir, en velur virka
afstöðu, leitar að róttæka fletinum
á því sem er að gerast. Hún hafnar
tæknifóbíu og tæknidýrkun til jafns,
en leitar að frjóa, skapandi, róttæka
femíníska fletinum á þróun manns í átt
að sæborg, bæði í listum og veruleika
(því við erum að verða að sæborgum,
hvort sem við erum með gangráð eða
vinnum við tölvu). Þetta er að sjálfsögðu
ekki afneitun mennskunnar heldur brýn
leit að nýrri skilgreiningu fyrir nýja tíma,
tíma þar sem húmanisminn er úr tengslum
við veruleikann og gengur bara áfram
af því að hann er með gangráð.
Sæborgir eru lykilatriði í nútímanum
og spurningar þeim tengdar sækja að
úr öllum áttum og ekki síst á Íslandi eins
og komið er að í lokahlutanum. Sæborgin
svarar ekki þeim spurningum og gerir
ekki tilraun til að moka lausnum ofan
í lesanda sinn með skóflu. Það sem er
best við þessa bók er sannfærandi tónn.
Það er ekki endilega létt verk að finna
góðan tón í fræðibók þótt margir telji
þannig rit engan tón og engan stíl hafa,
eða eiga að hafa. Hér er einfaldlega
mikil þekking á ferð og henni fylgir vald
á frásögninni og firnasterk efnistök.
Annar helsti kostur bókar Úlfhildar er
einmitt að hún býður upp á samræður,
þetta er víðsýn bók og það má hafa
skoðanir á henni. Ég er til dæmis ekki
alveg sannfærður af umfjöllun um Björk
og sæborgina því í ljósi þess að Björk
er orðin öflugasti talsmaður íslenskrar
náttúruverndar má ætla að afstaða
hennar sé tvíbentari en áður. En bókin
afhjúpar ótal sæborgir sem maður hafði
aldrei sett í samhengi og býður upp á
ögrandi sýn á ótal atriði samtímans.
Það er ekki líklegt að Íslendingar eignist
aðra bók um efnið í bráð. Þetta rit er
mikið þrekvirki og meira en óhætt að
mæla með sem lesningu fyrir alla sem
vilja fá einhvern botn í samtímann, vélar
hans og vélmennsku. Sæborgin gæti
orðið mörgum eins konar hugljómun,
á pari við ævintýrið um keisarann sem
barnið benti á að væri nakinn.
„LEIKRITIÐ FJALLAR UM fjölskyldu sem upplifði það að barni hennar
var rænt. Til eru fræg dæmi í heiminum eins og t.d. hvarf Madeleine
McCann,“ segir Jana. „Sagan í leikritinu er þó skálduð að öllu leyti og
við hittum fjölskylduna 10 árum eftir hvarf dótturinnar. Leitin stendur
enn yfir, enda fjölskyldan tilbúin að berjast til síðasta blóðdropa svo
hún megi finnast. Á sama tíma er mikil meðvirkni í fjölskyldunni og
greinilegt að ekki er allt í lagi á heimilinu. Inn í þetta ástand kemur
svo kærasta eldri sonar sem sér hlutina öðrum augum. Ný vísbending
berst sem setur allt á annan endann, leyndarmál afhjúpast og margt
kemur á óvart.“ Saknað er staðsett í Manchester á Englandi og segir
Jana ástæðuna vera þá að barnshvörf séu þekkt erlendis en ekki á
Íslandi. „Okkur finnst líka skemmtilegra að gera sögur úr erlendum
veruleika og leyfa áhorfendum að tengja þær við íslenskan
veruleika, hverjum á sinn hátt.“ Leikstjóri og handritshöfundur er
Jón Gunnar Þórðarson. Hann samdi áður leikgerðina Lilja upp úr
kvikmyndinni Lilya 4 ever eftir Lukas Moodysson, sem sett var upp af
LA árið 2009.
Þótt Saknað sé sett upp í samstarfi við LA sér leikhópurinn
Silfurtunglið um alla vinnu við uppsetninguna. „Frá því við hófum störf
í febrúar á þessu ári hafa þessi verkefni verið mikil lexía fyrir okkur,
því við gerum allt sjálf. Við erum í raun lítið leikhús sem á hvergi heima
en erum engu að síður jafn virk og hvert annað leikhús. Þetta gengur
Silfurtunglið er ný-endurreistur
leikhópur sem er fullur af eldmóði
og rær á margvísleg mið. Þegar
Spássían náði tali af einum
af stofnendunum, Jönu Maríu
Guðmundsdóttur, stóð undirbúningur
fyrir frumsýningu á leikritinu
Saknað sem hæst yfir. Verkið var
svo frumsýnt þann 18. nóvember
síðastliðinn hjá Leikfélagi Akureyrar.
Vaxandi
Silfurtungl
Eftir Ástu Gísladóttur