Spássían - 2011, Qupperneq 31
31
upp því við eigum frábæra bakhjarla
og fáum mikinn meðbyr á Akureyri.“ Alls
eru fyrirhugaðar átta sýningar á Saknað
hjá Leikfélagi Akureyrar og verður
leikritið aðeins sýnt þrjár helgar. „Við
byrjuðum að æfa fyrir um mánuði síðan.
Við störfum að breskri fyrirmynd þar
sem æft er í 4-5 vikur fyrir frumsýningu
og svo sýnt í 3-4 vikur. Líftími hverrar
sýningar verður þannig miklu styttri og
það er forsenda þess að við getum
þetta. Undirbúningsvinnan hófst reyndar
fyrir 2-3 mánuðum þannig að við
þurftum ekki að byrja frá grunni þegar
æfingar hófust.“ Hljóðmyndin er samin
af leikhópnum og Mekkín Ragnarsdóttir
sér um leikmynd og búninga, en
hún hefur hannað allar leikmyndir
Silfurtunglsins. „Allir eru að gera svo
margt í hverri sýningu. Við unnum t.d.
saman í handritinu og göngum almennt
mikið í öll störf. Hjá stóru leikhúsunum eru
flestir sérhæfðir og taka aðeins að sér
eitt hlutverk. Þótt allir þar séu auðvitað
opnir fyrir tillögum er oft einhver einn
sem sér um hljóðmynd, annar um lýsingu
o.s.frv. Með okkar aðferð náum við
töluvert meiru út úr hverjum og einum og
það gerir starfið í sjálfstæðum leikhópi
þeim mun skemmtilegra.“
ENDURVAKNING SILFURTUNGLSINS
Silfurtunglið var upphaflega stofnað árið
2007 af Jóni Gunnari. Leikhópurinn setti
upp eitt verk í gamla Silfurtunglinu, Fool
for Love, og setti síðan upp Lilju í London
og Manchester árin 2007-2008. Nafnið
var svo endurvakið í byrjun ársins 2011
þegar Jón Gunnar, Matthías Matthíasson,
Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Jana María
Guðmundsdóttir ákváðu að finna sér
heiti til að vinna undir. „Við kynntumst
þegar við vorum með í uppsetningu á
Rocky Horror og vildum halda áfram að
vinna saman. Söngleikurinn Hárið varð
fyrir valinu og allt gerðist mjög hratt. Við
fengum réttinn í febrúar, byrjuðum að
æfa í mars og frumsýndum svo 15. apríl.
Í uppsetningunni tóku þátt átta leikarar
sem allir spiluðu á hljóðfæri eða sungu,
og voru nýttir þannig á einn eða annan
hátt við sköpun tónlistar í sýningunni.
Við þetta bættist svo þriggja manna
rythmasveit. Jón Gunnar leikstýrði og
Mekkín sá um leikmynd og búninga.“
Sýningin hlaut afar góðar viðtökur og
eftir að 4.000 manns höfðu séð hana
á Akureyri bætti Silfurtunglið um betur,
fór með sýninguna suður og sýndi fyrir
15.000 manns í Hörpu.
Efniviður sýninganna sem Silfurtunglið
ræðst í stjórnar því hverjir taka þátt
hverju sinni, segir Jana. Eyþór og
Matti fengu því lítið að gera í nýjustu
sýningunni sem hún lýsir sem miklu
dramaverki. „Annars höfum við mikið
verið að vinna með sama fólkinu.
Maður vill halda áfram að vinna með
góðu fólki og þannig var það í Hárinu
og þessari sýningu. Verkefnavalið er
í höndum okkar allra. Við styðjum vel
hvert við annað og getum komið með
verkefni inn og unnið þau saman.“ Jana
nefnir sérstaklega þann góða stuðning
sem leikhópurinn hefur fundið fyrir á
Akureyri. „Fjölbreytni er eitthvað sem
gleður bæjarbúa frekar en hitt, og það
er skemmtilegt að upplifa. Það hefur
kannski helst vantað dramaverk eins
og Saknað í flóruna, en tvö ár eru síðan
síðasta almennilega dramaverkið var
sýnt hér í bænum.“
MÖRG JÁRN Í ELDINUM
Silfurtunglið hefur í nógu að snúast
og í febrúar stendur til að setja upp
svokallaða Söngleikjasprengju, þar sem
flutt verða brot úr völdum söngleikjum
á 90 mínútum. „Þarna verða söngvarar
sem tóku einnig þátt í Hárinu, ásamt
hljómsveitinni okkar og fleirum,“ segir
Jana. „Þetta verður mjög skemmtilegt.“
Áformað er að setja sýninguna upp í
Hofi.
Hópurinn hefur einnig staðið fyrir
verkefni sem kallast Listaflakk. Þar er
leiklist og myndlist blandað saman og er
unnið í samstarfi við Myndlistarskólann
á Akureyri, Tónlistarskólann á Akureyri,
Leikfélag Akureyrar og Menningarhúsið
Hof, þar sem sýningar fóru jafnframt
fram. „Þetta var að okkar frumkvæði;
að búa til menningarferðalag til
mismunandi tímabila í listasögunni og
snerta á leikritun, málaralist, tónlist og
hreyfingum þess tíma. Við byrjuðum á
þessu nú í haust og hófum ferðalagið
á rómantíska tímanum. Lesið var upp úr
Fröken Júlíu eftir August Strindberg og
Villiöndinni eftir Henrik Ibsen og tónlist
frá þessu tímabili flutt á fagott, selló og
píanó. Við fengum myndlistarnema til að
teikna upp leikmyndalýsinguna fremst í
leikritunum og teikningunum var svo
varpað á vegg meðan á lestrinum stóð.
Áformað er að halda þessu áfram og
við munum taka fyrir þýskan kabarett í
janúar, Kurt Weil og Bertolt Brecht.“
Með hlutverk í Saknað fara
Þrúður Vilhjálmsdóttir sem
leikur mömmuna, Ívar Helgason
sem fer með hlutverk pabbans,
Kári Viðarsson sem sonurinn,
Jana María Guðmundsdóttir
sem kærasta hans og Ólafur
Ingi Sigurðsson sem yngri
sonurinn.