Spássían - 2011, Síða 35
35
Eftir Helgu Birgisdóttur
Ragnar Jónsson. Myrknætti. Veröld. 2011.
margir glæpir
Eitt morðog
MYRKNÆTTI er þriðja bók Ragnars Jónssonar, sjálfstætt framhald
fyrri bókanna tveggja, Snjóblindu og Falskrar nótu. Sem fyrr leikur
lögregluþjónninn Ari Þór Arason stóra rullu og er nú búinn að koma
sér nokkuð vel fyrir á Siglufirði þrátt fyrir að fjöllin þrengi enn að
og hann sakni kærustunnar fyrrverandi.
Á Reykjaströnd finnst illa útleikið lík og þar með hefst sagan,
en morðið á verktakanum Elíasi Freyssyni er sannarlega ekki eini
glæpurinn sem í ljós kemur í sögunni. Fórnarlambið var langt í frá
saklaus sál og það er vegna glæpa hans sem sjónvarpsfréttakona
að sunnan fær áhuga á málinu og kemur norður til að komast að
upplýsingum um hinn myrta. Saga hennar er bæði áhugaverð
og flókin. Samverkamenn fórnarlambsins koma líka við sögu,
missaklausir eins og gengur, auk þess sem fjallað er um barnaþrælkun
og misnotkun. Mitt í þessu öllu saman er enn einn glæpurinn framinn,
mansal, en ung nepölsk kona er einhvers staðar innilokuð í myrkri,
án matar og drykkjar. Þar að auki glíma sögupersónur flestar við
ýmis persónuleg málefni, til dæmis eru ástamál Ara enn í ólestri og
hinir lögregluþjónarnir á Siglufirði hafa um nóg að hugsa, annar
óttast um hjónabandið en hinn um líf sitt.
Í Myrknætti fléttast margir þræðir saman, misvel þó, og þótt
morðið sé að lokum upplýst eins og vera ber er augljóst að
sögunni er ekki lokið. Þetta er bæði kostur og galli. Lesendur eru
væntanlega forvitnir um hvað verður um persónurnar, sem eru ansi
margar, og spenntir að lesa næstu bók, en mér fannst ekki unnið
nægilega vel úr öllum hliðarsögunum, sem er raunar það sama og
ég fann að Snjóblindu. Söguna þyrfti að þétta og hreinsa dálítið til
svo hún fái notið sín – eða stækka hana og lengja til að skapa rými
fyrir allar persónurnar.
saga Höllu snýst ekki síst um erfiðleika
hennar við að byrja í nýjum skóla. Hún
er þvílíkur gæðaunglingur að hafa
fengið birt frumsamin ljóð aftan á
mjólkurfernu en í nýja skólanum veit
enginn af þessum né skyldum afrekum
og nemendur og kennarar líta á hana
sem vandræðaungling og dópsala.
Viðfangsefni Jónínu og Arndísar
eru vandmeðfarin. Báðar koma þær
efninu frá sér án þess að uppeldis- eða
prédikunartónn yfirgnæfi frásögnina. Í
Upp á líf og dauða er að finna upplýsingar
frá Landlæknisembættinu um sjálfsvíg
og sjálfsvígstilraunir unglinga. Þetta er
ekki hluti af sjálfri frásögninni og sagan
gæti vel verið án þessara fróðleiksmola
en þeir trufla þó ekki söguna og dýpka
hana raunar því þegar maður les þá
tengir maður þá ósjálfrátt
við persónur sögunnar og
dregur eigin ályktanir. Raunir
mjólkurfernuskáldsins eru ansi
margar. Fíkniefnamisferlið
og hin nýja sjálfsmynd eru
dágott viðfangsefni en fleira
bætist við. Trúmál, geðræn
vandamál og fermingar
koma líka við sögu, sem
og peningavandræði og
krabbamein, en einna
merkilegast finnst mér hvernig
Arndísi tekst að koma því á
framfæri að unglingar eru
hugsandi einstaklingar og
geti haft áhrif. Þetta er sýnt og sannað
þegar Halla og vinir hennar hengja stórt
veggteppi á Alþingishúsið. Veggteppið
er þakið slagorðum og upplýsingum
um málefni sem koma unglingum við,
hlutum sem „ættu að vera í lagi en eru
það ekki. Sem fá mann til að vilja skera
upp á sér handleggina“ (Játningar
mjólkurfernuskálds, 216). Framtakssemi,
ásamt því að þora að taka málin í eigin
hendur, eru einnig stór hluti Upp á líf og
dauða. Þetta getur verið vanþakklátt
starf en undir lok bókar virðist erfiði
Hrannar ætla að bera árangur.
Unglingabækur eiga það til að eldast
illa og sumum er vafalaust ekki ætlaður
langur líftími. Þetta á einkum við um
stíl unglingabóka þar sem tilvísanir
í poppmenningu samtímans eru oft
áberandi og höfundar reyna að líkja
eftir talsmáta unglinga. Slíkt gerir að
verkum að ferskar bækur úldna oft ansi
fljótt. Um leið og höfundar verða að tala
til unglinga þannig að þeir vilji hlusta og
skilji það sem sagt er má ekki tala niður
til þeirra. Þetta er jafnvægisleikur sem
bæði Arndís og Jónína eru ansi lunknar
í. Frásögn Arndísar er í fyrstu persónu
og fullorðinslegur talsmátinn og stundum
óvanalegt orðalagið er skýrt með því
að aðalsöguhetjan er mjólkurfernuskáld,
fyrrverandi fyrirmyndarunglingur og
lestrarhestur. Saga Jónínu er sögð í þriðju
persónu og þar er meira um samtöl en
í Játningunum. Í þeim tekst Jónínu alla
jafna að skapa sannfærandi unglinga
sem ekki hljóma allir eins en frásögnin
sjálf er annars sögð á fremur látlausan
hátt. Mér fannst ég þó komast
nær Höllu, aðalpersónu
Arndísar, en Hrönn í Upp á
líf og dauða sem skýrist ef til
vill af frásagnaraðferðinni;
Halla er alltaf í sviðsljósinu
en Hrönn þarf að deila því
með öðrum persónum. Því er
heldur ekki að neita að Halla
er öllu ljúfari persónuleiki en
Hrönn sem er afskaplega
pirruð. Það er hins vegar
bæði gaman að lesa um
ljúflinga og pirraða unglinga
og vel þess virði að mæla
með báðum bókunum.
Höfundar verða að tala til
unglinga þannig að þeir vilji
hlusta og skilji það sem
sagt er en ekki má tala
niður til þeirra.
GAGNRÝNI