Spássían - 2011, Page 40
40
ÁSDÍS STOFNAÐI fyrst bókmennta-
klúbb ásamt Hrafni Harðarsyni 11.
september 1984 hjá Frístunda-
hópnum Hana-nú í samvinnu við
Bókasafn Kópavogs. Ásdís á ennþá
fundargerðina og blaðar í henni til
að rifja upp. „Það mættu svo margir
að það þurfti að skipta hópnum.
Við fengum Silju Aðalsteinsdóttur
bókmenntafræðing til okkar og hún
gaf okkur viðmiðunarramma til að
fara eftir þegar við læsum skáldsögur.
Ég nota það plagg enn og dreifi
reglulega. Hér sé ég líka hver kom
með bakkelsi, en við skiptumst á. Þá
þótti sjálfsagt að það væri bakkelsi
ef við hittumst að kveldi. Það hefur
breyst; hér í Hæðargarði byrjaði ég
á því að bjóða upp á vatn og vínber
og núna erum við bara með vatn. En
hópurinn í Kópavogi starfar ennþá,
undir stjórn Hrafns Harðarsonar. Þau
eru nú að lesa Jón Thoroddsen en við
lesum Þórarin Eldjárn.“
Áður en Ásdís varð forstöðumaður
Hæðargarðs átti hún líka þátt í að stofna
Bókmenntahóp í félagsmiðstöðinni
Gullsmára í Kópavogi, en þar kom
Matthías Johannessen einnig við sögu
sem heiðursgestur á fyrsta fundi. Ásdís
hefur því allar götur síðan 1984 verið
með bókmenntahóp í sinni umsjá. „Ég
hef grætt mikið á því og lesið mun
meira en ég hefði annars gert. Þetta
er svo skemmtilegt að ég held að
ég hætti því aldrei.“ Í hópnum sem
hún stýrir núna sækja fundi yfirleitt
um 10 til 15 manns, sem Ásdís segir
mjög hæfilegt. „Ég stjórna ekki beint
en leiði hópinn og sé til þess að allir
komist að. Fólk veit að það er þannig
og hefur svo sannarlega skoðanir
en vill ekki bara láta messa yfir sér.
Við fáum stundum fólk í heimsókn,
höfunda eða bókmenntafræðinga til
dæmis, en það eru þó fyrst og fremst
við sem lesum og höldum uppi lifandi
umræðu um skáldverk og skáld þótt
við séum ekki bókmenntalega lærð.
Þarna er náttúrulega víðlesið og
frótt fólk, frá miðjum aldri og uppúr,
og margir flytja með sér kynni af
gamalli bókmenntahefð inn í nútímann.
Það er því margt sem kemur upp úr
kafinu á fundum. Ein reyndist til dæmis
hafa verið vinnukona hjá Gunnari
Gunnarssyni í Fljótsdal og gat sagt
okkur sína hlið á merkilegum atburðum
í Íslandssögunni.“
Stundum tengir hópurinn lesturinn
því sem er að gerast í leikhúsmenning-
unni. „Við lásum Íslandsklukkuna þegar
hún var sett upp og tókum Gerplu fyrir
í fyrra. Bárum svo saman bækur okkar
eftir að hafa farið á leiksýninguna en
sumir lesa Gerplu reglulega og finnst
þetta stórkostlegt skáldverk á meðan
aðrir komust ekki í gegnum hana,
fannst hún algjör hryllingur. En það
gerir þetta svo skemmtilegt.“
Og það má sannarlega segja
að hópurinn sé með puttann á
púlsinum. Þau tóku fyrir verk Gyrðis
Elíassonar rétt áður en hann var
tilnefndur til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs og þetta er ekki í
fyrsta sinn sem slíkt gerist. Ásdís grínast
með það að taki hópurinn skáld fyrir
fái það einhver bókmenntaverðlaun
skömmu síðar – sem hlýtur að boða
gott fyrir Þórarin Eldjárn.
Hópurinn rifjar þó einnig upp fyrri
tíma. „Við kíktum til dæmis í Guðrúnu
frá Lundi fyrir skömmu og rifjuðum upp
Dalalíf. Sumir höfðu lesið þær bækur
sem ungt fólk og fóru að lesa aftur.
Það urðu af því mjög skemmtilegar
umræður, til dæmis um það hvað
Dalalíf var þá vinsæl bók hjá hinum
almenna lesanda en er orðið verk
úr öðrum menningarheimi í augum á
ungu fólki nútímans. Í slíkum umræðum
nýtur maður þess að vera með fólk
Víðlesið og frótt fólk
Bókmenntahópur Hæðargarðs, félagsmiðstöðvar fyrir fullorðið fólk, var
stofnaður 22. september árið 2004 í samvinnu við Kringlubókasafn.
Heiðursgestur kvöldsins var Matthías Johannessen og gaf hann leyfi sitt til að
vera kallaður verndari hópsins. Síðan þá hefur hópurinn hist á þriggja vikna
fresti yfir vetrartímann en vertíðinni lýkur ávallt með vorferð í samstarfi við
framsagnarhóp Hæðargarðs þar sem farið er á slóðir ýmissa skálda og boðið
upp á hátíðadagskrá. Stofnandi hópsins, Ásdís Skúladóttir, hefur áratuga
reynslu af slíku starfi og segist ekki geta hugsað sér að hætta.
Eftir Auði Aðalsteinsdóttur
sem hefur margt að segja