Spássían - 2011, Page 45

Spássían - 2011, Page 45
45 DISKURINN HEITIR Þú ert ekki sá sem ég valdi og hefur að geyma 14 frumsamin lög sem erfitt er að skilgreina eða finna þægilega hillu í tónlistarbúrinu: „Félagarnir vilja kalla þetta singer/songwriter tónlist en í grunninn er þetta bara rokk. Trommuleikarinn kallar allt sem ég kem með valsa hvort sem það er gróft eða fínt enda flest lögin í þrískiptum takti. Kannski hef ég hlustað yfir mig af þjóðlagatónlist.“ Í upphafi var lagt upp með að spila rokk í takt við áttunda áratuginn, að vera nokkurs konar „hippaleg acid sveit“ eins og Gísli lýsir því. „Einn trommuleikari og tveir gítarleikarar, þar sem annar gítarleikarinn býr til eins konar gítarvegg, klæðir hljóminn með ýmsum effektum. Þetta heyrist t.d. vel í laginu „Það er ástæða“.“ Gísli sér um söng á diskinum, er h-gítarleikari svo og laga- og textahöfundur. Gísli Már Sigurjónsson spilar síðan á rafgítar og Þorvaldur H. Gröndal á trommur. „Ég sé um hljóma og kompóneraðar línur, Gísli um það sem flæðir og er dýnamískt. Ég sé sem sagt um það fastmótaða, Gísli um allt hitt.“ Enginn bassi er notaður eins og tíðkast annars hjá flestum hljómsveitum. „Við erum með gítar sem er stilltur aðeins neðar en venjulega og er sendur í bassamagnarann. Það dekkar smá part af sviðinu. Ef maður sleppir bassanum er það talið algjört no-no að spila straight rokk en við gerum það samt. Hljómsveitin Swords of Chaos notar engan bassa heldur enda hljómar hún allt öðruvísi en hefðbundnar rokkhljómsveitir.“ Gímaldin og félagar eiga sér því ekki margar fyrirmyndir. „Eina hljómsveitin sem hægt er að hafa til samanburðar er ástralska hljómsveitin The Dirty Three og platan þeirra Horse stories en þeir notast við gítar, trommur og fiðlu.“ Jafnvel þar gengur samlíkin ekki fullkomlega upp því sú tónlist er öll án söngs. Textarnir eru í fyrirrúmi á diskinum og sveiflast á milli hins persónulega og almenna, stundum pólitíska. „Lýríkin í textunum er eins mikið í talmáli og hægt er til að komast hjá klisjum. Eina undantekningin er lagið „Þjóðsögur/Sjö Símonar“, sem byggir á þjóðsögu og er sett upp eins og hefðbundið hetjukvæði frá 12. öld. Annars er lýríkin í hversdagslegum stíl.“ Gísli hefur komið víða við á tónlistarsviðinu og segist aldrei vilja vera eins eða fastur á ákveðnum stað. Hann gerði fjórar plötur ásamt félögum sínum í 5tu herdeildinni, þar af tvær í formlegri útgáfu, tvær hljómorðaplötur ásamt Eiríki Erni Norðdahl, sem innihéldu þýðingar á ljóðum Alan Ginsberg, og plötuna Hljómorð ásamt Margréti Lóu. Í fyrra gaf hann svo út sólóplötu undir nafninu Gímaldin, en áður hafði hann gefið út kassettu árið 1997 sem nefndist Kaseta. Á Facebook-síðu Þú ert ekki sá sem ég valdi er plötunni lýst sem blöndu af erfiðri tónlist og tilraunatónlist. „Þessi plata var lengi í vinnslu. Við tókum hana upp í sprettum og hvíldum okkur svo á milli.“ Þegar leið á ferlið fékk Gísli áhuga á Kaliforníuhljómnum sem finna má í tónlist frá níunda áratugnum. „Bubbi var með svipað sánd á Frelsi til sölu og Dögun og ég fékk dellu fyrir að koma því inn. Sérstaklega froðunni.“ Kaliforníuhljómurinn einkennist af ýmsum tækniatriðum sem voru ríkjandi fyrir 25 árum, hvort sem um var að ræða froðupopp eða það sem telst vandaðri tónlist, alltaf voru sömu græjur notaðar. Gísli segir að mörg bönd sem hafi í gegnum tíðina lagt upp með þetta sánd hafi einbeitt sér að því að nota það sem talið er vera það besta frá þessum tíma eins og Joy Division og Killing Joke. Færri hafa notast við froðuna. Og kannski ekki að ástæðulausu. „Þegar til kom skilaði það sér svo sem ekki augljóslega nema í „Ballöðunni um íslensku gjöreyðingarvopnin“.“ Geisladiskurinn er seldur á netinu og geta áhugasamir sent póst á gimaldin@gmail.com og beðið um eintak. Gísli Magnússon, einnig þekkur sem Gímaldin, gaf út geisladisk á dögunum ásamt félögum sínum - undir hinu viðeigandi hljómsveitarnafni Gímaldin og félagar. Spássían tók hann í stutt spjall af því tilefni. Sleppir bassa en spilar samt rokk Eftir Ástu Gísladóttur Mynd: Jónas Haukur

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.