Spássían - 2011, Qupperneq 49

Spássían - 2011, Qupperneq 49
49 GAGNRÝNI ÖRLYGUR KRISTFINNSSON er höfundur bæði mynda og texta bókarinnar Saga úr síldafirði, en sögusvið bókarinnar er, eins og titillinn ber með sér, Siglufjörður. Rakin er saga Sigga, tólf ára stráks, og fjölskyldu hans. Eftir að áætlanir um að flytjast til fyrirheitna landsins, Kanada, fara út um þúfur ákveður fjölskyldan að flytja til Siglufjarðar og skiptist sagan efnislega í þrennt. Fyrst er fjallað um sjóferð Sigga frá Akureyri til Siglufjarðar. Þá er greint frá fyrstu skrefum fjölskyldunnar á Siglufirði en stærstur hluti bókarinnar fjallar um lífið í síldarfirði. Gerð er grein fyrir vinnuaðferðum og vinnuskilyrðum síldarvinnslufólks og því hversu miklu síldin breytti fyrir fólkið í landinu. Það er snúið að átta sig á því hvaða aldurshópi bókin hæfir einna best. Á vefsíðu Síldarminjasafns Íslands er að finna upplýsingar um þá atburði sem sagan byggir á og þar segir að Saga úr síldafirði sé „tilraun til að segja 12 ára börnum síldarsögu Íslendinga“. Á vefnum er einnig hægt að lesa sjálfa söguna sem byggir á sama grunni og sú sem nú hefur verið gefin út. Undirtitill sögunnar á netinu er „námsefni fyrir 6.-9. bekk grunnskóla“. Ég á erfitt með að sjá að unglingar í gaggó heillist af Sögu úr síldarfirði. Til þess er útlit bókarinnar og umgjörð einfaldlega of barnaleg og líklegra að yngri lesendur, eða foreldrar þeirra, heillist af fallegri kápumyndinni. Saga úr síldarfirði er ríkulega myndskreytt bók. Á hverri opnu er stór heilsíðumynd á vinstri síðu með stuttum útskýringartexta undir. Kaflaheiti og textinn sjálfur eru svo hægra megin og oft er litla mynd að finna undir megintextanum. Myndirnar eru ekki afmarkaðar af römmum en rammar í myndabókum skapa yfirleitt fjarlægð á milli myndar og lesanda á meðan myndir sem þekja heila síðu eða eru án ramma bjóða lesandanum inn í myndina og þar með söguna sjálfa. Myndir geta bætt heilmiklu við frásagnir og í barnabókum sem gerast í fortíðinni sjá myndir lesendum oft fyrir auknum upplýsingum um tímabilið sem lýst er og sagan gerist á. Myndir listamannsins í Sögu úr síldarbæ njóta sín vel. Þetta eru dempaðar, ljúfar og fallegar vatnslitamyndir sem falla vel að efni bókarinnar og anda – þær eru gamaldags, ef svo má segja, enda gerist sagan „í gamla daga“. Myndirnar bæta þó litlu við það sem segir í textanum sjálfum heldur styðja þær við og sýna það sem sagt er. Hér má nefna kaflann „Róið af stað“. Á myndinni sést pabbi róa árabátnum en Siggi situr í skutnum. Báturinn er drekkhlaðinn húsbúnaði sem lýst er í kaflanum á undan. Himinn og haf renna saman „í einn samfelldan bláma“ (7) eins og þar stendur, við sjáum fugla svífa og synda. Undir textanum á hægri síðu er svo mynd af sel. Um allt þetta er fjallað í látlausum en tilþrifalitlum textanum. Saga úr síldafirði er falleg bók en virðist varla vita hvað hún er eða fyrir hvern. Uppsetning bókarinnar og umbrot ásamt lýsandi kaflaheitum og myndatextum höfða líklega til yngri barna, en frásögnin sjálf og það hversu mikill texti er á hverri síðu höfðar væntanlega til eldri barna. Þetta breytir því ekki að saga Siglufjarðar og saga síldarinnar hér á landi kemur okkur öllum við og öll börn hefðu gott af að fræðast um þennan tíma. 6 GuðjónÓ prentsmiðja notar tækjakost sem er í fremstu röð. Þar má til að mynda nefna nýja Heidelberg Speedmaster 52. Vélin ræður við allt að 400gr pappír með vatnslakki sem skilar prentörkinni þurri úr prentvélinni. Með þessu má stytta vinnslutímann á vörunni verulega þar sem prentgripurinn getur farið beint í frágang og skurð að prentun lokinni. Lakkið á prentvélinni er vistvænt og er fáanlegt í silkimöttu, möttu, glansi og háglansi. Allar þessar lakktegundir skapa fallega áferð á prentgripinn. Í raun má segja að stór hluti prentvinnslu hjá GuðjónÓ sé stafrænn. Aðsend hönnuð gögn eru send beint á stafrænan plötuskrifara (sem býr til prentplöturnar). Með þessum fullkomnu tækjum getum við unnið þau verk sem okkur berast hratt og örugglega og þannig hjálpað viðskiptavinum að standa við skuldbindingar sínar. UMHVERFISMÁL GuðjónÓ, vistvæna prentsmiðjan, er fyrsta og eina prentsmiðja landsins sem merkt getur prentgripi sína með umhverfi smerkinu Svaninum. Prentsmiðjan fékk Svaninn fyrst árið 2002 og endurnýjun árið 2008, en ströng skilyrði eru sett fyrir því að fá að taka upp Svaninn. Stærstur hluti framleiðslu prentsmiðjunnar er á umhverfi smerktum pappír eða á pappír sem viðurkenndur er af umhverfi s merkinu Svaninum. Svansmerktur pappír þarf að upp- fylla ströng skilyrði. Krafa er gerð um að 50% hráefnis séu endurnýtt og einnig er þess krafi st að öll þau efni sem notuð eru við pappírsframleiðsluna séu niðurbrjótanleg í nátturunni. Með ákveðnum aðgerðum í prentsmiðjunni hefur nýtingarhlutfall á pappír hækkað og góður árangur hefur náðst í að minnka afskurð á pappír. Að auki gerir Svanurinn kröfu um að öll fl okkun pappírs sé mjög nákvæm. Þess vegna ætti GuðjónÓ að vera fyrsti valkostur þeirra fyrirtækja sem vilja að allir þættir rekstursins séu umhverfi svænir. GuðjónÓ prentsmiðja hefur í áratugi stutt margs konar menningarstarf- semi. Þar má nefna tónlistarhátíðir, myndlistarsköpun og aðrar listir. Við viljum leggja okkar af mörkum til að menning nái að vaxa og dafna í samfélaginu. Krafan um að fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög taki upp ábyrga stefnu við innkaup og notkun vara hefur vaxið á undanförnum árum. Í Staðardagskrá 21, sem mörg sveitarfélög hafa skrifað undir, er ætlast til að innkaup taki mið af umhverfi nu. Í þessum svo- kölluðu grænu innkaupum er eitt einfaldasta skrefi ð að nota umhverfi smerktar vörur, ekki síst pappír og prentgögn. Prentsmiðjan GuðjónÓ hefur hlotið vottun hjá Norræna umhverfi smerkinu Svaninum og getur því umhverfi smerkt allar vörur sínar. Hjá GuðjónÓ leggjum við mikla áherslu á persónu- lega þjónustu og komum til móts við allar óskir viðskiptavina með faglegum metnaði. Við gætum þess að hvert verkefni hafi einn ábyrgðarmann sem fylgist með öllum þáttum verksins og geti upplýst um gang mála á öllum stigum framleiðslunnar. Þeir starfsmenn sem sjá um samskipti við viðskipta vini hafa áratugareynslu í faginu og veita fúslega góða ráðgjöf. TÆ KN IN Umhverfisvænn valkostur Prentgripir frá GuðjónÓ eru umhverfismerktir Persónuleg þjónusta – alla leið Eina umhverfisvottaða prentsmiðjan Tækjabúnaður af bestu gerð VIÐ STYÐJUM MENNINGU OG MANNLÍF ÞJÓNUSTAN Prentsmiðjan fékk svansvottun árið 2000 Áratuga reynsla segir allt! Persónuleg þjónusta alla leið! Göngum hreint til verks! www.gudjono.is · sími 511 1234 www.gudjono. s Síld, síld og aftur síld … Eftir Helgu Birgisdóttur Örlygur Kristfinnsson. Saga úr síldarfirði. Uppheimar og Síldarminjasafn Íslands. 2011.

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.