Spássían - 2011, Page 52

Spássían - 2011, Page 52
 52 GEGN TALSETNINGU Á meðan almenningur í þýskumælandi löndum er almennt fylgjandi talsetningu sem hinni einu sönnu kvikmyndaupplifun og kunna oft betur við talsetningaraddir þekktra leikara en upprunalegar raddir þeirra, eru líka til einstaklingar sem eru á móti talsetningu. Vefsíðan against-dubbing.com hefur að geyma gagnrýni á talsetningu og undirskriftasöfnun á síðunni gegn forminu á að virka sem vogarafl í umræðunni um málefnið í löndum þar sem talsetning er ríkjandi form þýðinga. Listi yfir galla formsins sem birtur er á forsíðu síðunnar verður að teljast afar góð samantekt á helstu göllum formsins: Talsetning afbakar innihald – upprunaleiki, brandarar og menningarlegar vísanir týnast. Málhreimar og mállýskur standa óbreytt í skjátextuðum kvikmyndum. Það sama á við hið almenna andrúmsloft sem fylgir tungumálum – japanska er ekkert lík spænsku. Sérhver rödd er einstök, en það eru aldrei jafnmargir talsetjarar og leikarar. Andrúmsloft glatast – hljómurinn í verksmiðjusal, á strönd eða í skógarrjóðri verður að hinu flata hljóði hljóðstofunnar. Varahreyfingar eru aldrei fullkomlega í takt við tal, sem er ruglandi og hjálpar til við að rífa niður andrúmsloft kvikmyndar. Skjátextaðar kvikmyndir auka tungumálaþekkingu og lestrarkunnáttu. Skjátextun er mun ódýrari og ekki eins tímafrek og talsetning.10 Listinn er nokkuð sannfærandi upptalning enda krefst það mikils af þýðendum, talsetjurum, leikstjóra talsetningarinnar og öðrum tæknimönnum sem koma að verkinu að komast hjá þessum göllum. Ekki er hægt að búast við því að leikarar sem taka sér nokkra daga í að endurvinna hlutverk frá grunni, og hafa jafnvel ekki séð myndina, nái góðum árangri með því að taka talsetninguna upp atriði fyrir atriði og líkja eftir frammistöðu leikara upprunalegu útgáfunnar.11 Þetta virðist samt ekki skipta máli, því í Þýskalandi eru myndir í upprunalegri útgáfu með skjátexta sjaldan sýndar og er yfirleitt ekki þröngt setið á þeim sýningum. Það er því ljóst að nokkuð er til í athugasemd Nornes um að hefðin á bak við þá þýðingaraðferð sem alist er upp við skipti sköpum. TAKMARKAÐ ÚRVAL Þegar talsetjari/leikari kemur inn í hlutverk með nýjan texta sem leggja skal ofan á tilbúna kvikmynd vandast sambandið á milli leikara, hlutverks og stjörnuímyndar. Í Þýskalandi er sá hátturinn oftast hafður á að talsetjari er tengdur ákveðnum leikara og sér um flest hlutverk sem hann tekur að sér. Þannig talar Klaus Sonnenschein fyrir flest hlutverk Morgan Freemans. En Sonnenschein talar ekki aðeins fyrir Freeman heldur er hann einnig rödd eftirfarandi leikara: Danny DeVito, Bob Hoskins, John Goodman, Gene Hackman, Brian Cox, William Shatner og margra fleiri. Það er sama hversu hæfileikaríkur herra Sonnenschein er, hann er ekki samnefnarinn sem sameinar leikhæfileika Danny DeVitos og Morgan Freemans, enda er varla hægt að ímynda sér ólíkari leikara, bæði hvað varðar útlit (Freeman er hávaxinn, grannur og þeldökkur á meðan DeVito er afar smávaxinn, feitur og hvítur) og stjörnuímynd (Freeman leikur oft yfirvegaða, menntaða menn á meðan DeVito tekur að sér freka, háværa nöldurseggi). Sonnenschein talar fyrir fjölbreyttan hóp leikara sem eru þó margir hverjir ekki ólíkar týpur; í eldri kantinum, hvítir og þybbnir. MENNINGARHREINSUN Talsetning er flókið samspil margra atriða sem snúast um leifarnar af frumtextanum, sem er myndin á skjánum. Smáatriðin sem huga þarf að eru mörg og nánast ómögulegt að gera þýðingu án mistaka, misskilnings eða einhvers konar afbökunar á upprunalega verkinu. Það þarf þó ekki alltaf að vera neikvætt. Myndum sem fá dræmar undirtektir í heimalandinu má breyta með talsetningu og eru dæmi um að fjárhagslega óarðbærar myndir í heimalandinu hafi gengið vel eftir breytingar með talsetningu.13 Menningarleg verðmæti glatast heldur ekki alltaf með talsetningu, en mynd eins og Gladiator má alveg við því að vera talsett þar sem enginn talaði hvort eð er ensku í Róm til forna og því ekki mikið um fín menningarleg blæbrigði sem gæta þarf að.14 STAÐALMYNDIR FEGRAÐAR Talsetning hefur mikil áhrif á menningu og viðhorf þjóða í eigin garð. Meðvitund þjóðar um umheiminn og stöðu sína í stærra samhengi er líklegri til að vera minni eða öðruvísi Sonnenschein er þó alls ekki eini leikarinn sem tekur að sér svo margar stjörnuraddir og eru hér nefnd nokkur dæmi sem tala sínu máli: Thomas Danneberg: Dan Akroyd, John Travolta, Sylvester Stallone, Nick Nolte, Dennis Quaid, Arnold Schwarzenegger, John Cleese, Terence Hill, Rutger Hauer, Christopher Lambert ásamt fleirum. Christian Brückner: Robert DeNiro, Martin Sheen, Peter Fonda, Harvey Keitel, Warren Beatty, Burt Reynolds, Elliot Gould, Dennis Hopper, Alain Delon ásamt mun fleirum. Traudel Haas: Diane Keaton, Annette Bening, Kristin Scott Thomas, Kathleen Turner, Frances McDormand, Rene Russo, Sissy Spacek, Mia Farrow, Sigourney Weaver ásamt mörgum fleirum. Tilly Lauenstein: Simone Signoret, Ingrid Bergman, Lana Turner, Shelley Winters, Barbara Stanwyck, Lauren Bacall, Bette Davis, Katherine Hepburn og fleiri.12 ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.