Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Qupperneq 12
12 FÓKUS - VIÐTAL 13. mars 2020 Rekstrarumsjón ehf. • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði • S: 571 6770 • www.rekstrarumsjon.com • umsjon@rekstrarumsjon.com LÁTIÐ OKKUR UM REKSTUR HÚSFÉLAGSINS Við sérhæfum okkur í umsjón með rekstri húsfélaga og bjóðum trausta og faglega þjónustu á góðu verði Hafðu samband og fáðu tilboð strax í dag! svo annað listform sem heillar mig ákaf- lega, en þar varðveitist það sem þú gerir vel. Þá er maður bara ánægður með að hafa náð því, en í leikhúsinu er alltaf rými fyrir mistök frá kvöldi til kvölds enda ertu aldrei betri en þú varst í gær.“ Auðmýktin skilar manni lengst Óhætt er að segja frægðarsól Hilmis hafi risið svo að segja á einni nóttu því strax eftir útskrift varð hann eftirsóttur leikari. Ferill- inn hófst í Hárinu sem sett var upp í Gamla bíói en þar fór Hilmir með eitt af aðalhlut- verkunum. Hann segir athyglina fljótlega hafa orðið áþreifanlega. „Ég hef alltaf reynt að vera auðmjúkur gagnvart þessu. Auð- mýktin skilar manni lengst og bestu leik- arar sem ég hef hitt eiga það sameiginlegt að vera bæði lítillátir, mjúkir og kátir. Ég hef reynt að tileinka mér þeirra hugar- far því það skilar manni mestu, sem og að hlusta á fólkið í kringum sig. Ég finn alveg fyrir frægðinni og er vanur því, en það er ekkert sem íþyngir mér. Ég finn aldrei fyrir neinu áreiti þannig – fólk er meira að koma og þakka manni fyrir, sem er gleðilegt. Ég held að við hér á Íslandi verðum síður stjörnustjörf nema ef við sjáum einhverri Hollywood-stjörnu bregða fyrir, en við látum nú fólkið okkar mestmegnis í friði. Þetta er bara eins og hvert annað starf, ég gæti alveg eins verið pípari, þótt þetta sé ekki beint iðnaður snýst þetta um ákveðið verklag, skipulag og vinnu og auðvitað smá sköpun, sem betur fer.“ En íslenska smæðin hefur vissulega tvær hliðar og spurður hvort hann finni fyrir Gróu á Leiti segist Hilmir hafa fundið vel fyrir nærveru hennar í gegnum tíðina. „Auðvitað hafa oft verið sögur, bæði sann- ar og ósannar, og óhjákvæmilega finn- ur maður fyrir því, en það er eitthvað sem venst. Hvar sem maður kemur er talað um mann og stundum hefur maður ekki ver- ið passasamur og þá fer það út um allt, en aðra stundina er maður meira að passa sig.“ Nauðsynlegt hverri byltingu að ganga of langt Sýningin Oléanna vísar að miklum hluta til þeirra breyttu viðhorfa sem #metoo- byltingin hafði í för með sér. Spurður hvernig það hafi verið að fylgjast með at- burðarásinni, bæði sem starfsmaður innan leikhússins og líka sem faðir, segist Hilmir taka breytingunni fagnandi. „Nú á ég tvær dætur, önnur er tuttugu og fimm og hin er tíu ára. Í ljósi þeirra finnst mér þetta auð- vitað þörf bylting. Eðlilega á enginn að slá í rassa eða káfa á brjóstum sem þeir þekkja ekki, en það er hlutur sem ég held að ég hafi aldrei gert sjálfur og mjög margir karl- menn hafa ekki gert það, þótt vissulega hafi maður séð þetta. Þessi bylting var því andskoti þörf og ég tek henni fagnandi því það þurftu allir á henni að halda og að skoða það hvernig við berum virðingu hvert fyrir öðru. Við megum ekki ganga of langt í okkar samskiptum, en að því sögðu tel ég að hún hafi farið yfir ákveðin mörk, um tíma. Ég held að núna fyrst séum við að finna jafnvægi, en kannski er það nauðsyn- legt hverri byltingu að ganga aðeins of langt. Við eigum kannski eftir að endur- skoða hana síðar meir þegar við lítum í baksýnisspegilinn, þá sjáum við fyrst hvað það var sem gerðist. Auðvitað fer þetta líka í hina áttina og maður hefur sjálfur orðið fyrir svona, það er ekkert skemmtilegt en það er eins og karlmenn eigi frekar að taka því. Jafnvel eftir að byltingin komst í há- mæli lenti ég í þessu einu sinni eða tvisvar og maður á bara að taka því. Hins vegar er maður bara fullorðin manneskja og kann að koma sér út úr svona aðstæðum. Mað- ur þarf ekkert að æsa sig yfir öllu, en mað- ur bendir bara kurteislega á þetta eða færir sig og fer eitthvert annað.“ Bragðlaukarnir misstu áhugann Hilmir er sannkölluð miðbæjarrotta og sleit barnsskónum í 101 Reykjavík. Hann lýsir æskunni sem ljúfri en hann er fyrsta barn foreldra sinna. „Ég átti fjórar yngri systur en ein er nú fallin frá. Fjölskylda mín er yndisleg og ég ólst upp meðal góðra vina. Við Benedikt (Erlingsson) vorum bestu vinir frá tíu ára aldri og urðum síð- ar samferða í Leiklistarskólann. Mamma hans bauð okkur gjarnan í leikhúsið þar sem hún leikstýrði verkum og því má segja að áhuginn hafi á einhvern hátt kviknað þar. Lengi vel ætlaði ég að vísu að verða dýralæknir og hefði eflaust orðið góður í því en ég er mikið í hestamennsku og fæ mína útrás þar. Annars tek ég tarnir í að synda eða hjóla ef mér finnst ég verða of feitur en þegar ég er á sviði grennist ég nær undantekningarlaust enda mikil átök sem því fylgja. Ég á aldrei neitt kort í ræktina og drekk sáralítið af grænum bústum en ég reyni að borða hollt og takmarka nammið þótt ég sé enginn fanatíkus á það. Áður fyrr borðaði ég mikið nammi og drakk rautt kók en með árunum hafa bragðlaukarnir misst áhugann, sem er gott. Ég greindist með flogaveiki stuttu eftir útskrift og það gerði skiljanlega ákveðið strik í reikn- inginn. Lengi vel lifði ég í hræðslu um að fá kast en sömuleiðis hvarflaði sú hugsun að mér hvort ég gæti sinnt þessu starfi ef ég væri sífellt að hrynja niður. Í byrjun kom það fyrir á sirka hálfs árs fresti að ég fékk flog og það tvisvar á sviði fyrir fullu húsi. Síðar fundum við nýtt lyf sem hentar mér betur og í dag hef ég ekki fengið kast í tæp sjö ár. Með árunum lærir maður að hugsa um þetta af æðruleysi því ef kastið kemur þá gerist það bara og ég ræð engu um það hvort sem er. Það eru vissulega ákveðn- ir hlutir sem hægt er að gera, eins og að hugsa vel um sig, borða vel og sofa, en það voru hlutir sem ég var ekki góður í að gera á sínum tíma. En ég er ekki hræddur við þetta lengur.“ Hægt að vera leikari án þess að verða listamaður Sú sýning sem markaði straumhvörf í lífi Hilmis var Dagur vonar eftir Birgi Sigurðs- son en hann leikstýrði síðar sjálfur sama verki. „Ég var átján ára þegar ég sá þessa sýningu fyrst og ákvað þá að þetta væri sú leið sem ég vildi fara. Mörgum árum síðar sótti ég svo fast að fá að leikstýra verkinu sjálfur, enda er þetta gríðarlega vel skrifað. Ég varð fyrir ótrúlegum áhrifum, því fram að þessu hafði ég bara séð verk sem einblíndu á gamanið en þarna sá ég að það var eitt- hvað alvöru þarna og það heillaði mig svo gjörsamlega að geta trúað því sem fram fór á sviðinu. Ég gat aldrei gleymt þessu og þar af leiðandi ákvað ég að þetta væri það sem ég vildi gera. Þarna sá ég listina í faginu. Það er nefnilega hægt að vera leikari án þess að verða nokkurn tímann listamaður. Það er ekkert mál að ganga inn á svið og leika og gera nokkurn veginn allt rétt án þess þó að fara alla leið, en í þessu tilfelli sá ég fólk fara alla leið og það var leyndarmálið sem ég vildi kynna mér betur. Birgir var mér inn- an handar þegar kom að minni uppfærslu og við ræddum mikið um hvernig hann sæi þetta allt saman fyrir sér, sem var afskaplega gefandi ferli og frábær vinna meðan á henni stóð. Þarna var ég auðvitað með frábæra leikara og leikmyndahönnuð og útkoman eitthvað sem við erum öll afskaplega stolt af í dag.“ Aðspurður hvað sé fram undan segir Hilmir framtíðina ávallt vera óráðna. „Ég er mikill flakkari og ferðast á milli leikhúsa eft- ir verkefnum og því sem ég eltist við hverju sinni. Síðasta veiðiferðin var frumsýnd í kvikmyndahúsum síðustu helgi, en þar fer ég með eitt af aðalhlutverkunum. Myndin fjallar um, eins og titillinn ber með sér, nokkra miðaldra karla sem fara saman að skemmta sér þótt atburðarásin verði ólík því sem þeir ætla sér. Auk þess var ég að leika í mynd sem nefnist Dýrið, eða Lamb á ensku, en hún verður frumsýnd næsta haust. Mað- ur er því aðeins að pota sér aftur í kvik- myndaverkefnin. Það hefur verið pása á því, en það er gaman að taka þann þráð upp að nýju. Nú, svo eru alltaf eftir einhver góð karlahlutverk, það er alltaf eitthvað eftir.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.