Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Page 32
32 PRESSAN 13. mars 2020 N ú eru um þrjátíu ár liðin síðan almenningur heyrði í fyrsta sinn um Area 51 í Nevadaeyðimörkinni í Bandaríkjunum. Allar götur síð- an hefur svæðið verið hjúpað ákveðnum leyndarhjúp og sam- særiskenningar hafa blómstrað enda hafa bandarísk yfirvöld gert sitt besta til að viðhalda leynd yfir þeirri starfsemi sem fer fram á svæðinu. En hvað er eiginlega rétt og hvað er rangt af því sem sagt hefur verið og ritað um svæðið? Svæðið, sem er í raun herstöð, er algjörlega lokað almenningi og þar er öflug gæsla. Þetta hef- ur að vonum ýtt undir samsær- iskenningar og samsæriskenn- ingasmiðir hafa varpað ýmsu fram um það sem þeir telji gert á svæðinu. Ein vinsælasta og um- talaðasta samsæriskenningin er að risastór rannsóknarstöð sé þar neðanjarðar þar sem bandarísk yfirvöld geymi geimför vitsmuna- vera frá öðrum plánetum og séu að rannsaka þau og að ekki sé útilokað að þar séu einnig geim- verur í haldi. Upp úr þessu hefur myndast ákveðinn poppkúltúr og dulúð tengd meintum heimsókn- um frá öðrum plánetum hingað til jarðarinnar. Ef fólk hyggst mæta á svæðið til að sjá fljúgandi furðuhluti og jafnvel geimverur er hætt við að það verði fyrir miklum von- brigðum. Fyrir því eru aðal- lega tvær ástæður. Sú fyrri er að yfir völd hleypa fólki ekki nærri svæðinu. Nellis Air Force Base sér um rekstur Area 51 og þar á bæ eru línurnar skýrar að sögn tals- manns herstöðvarinnar. „Við ráðleggjum fólki að reyna ekki að komast inn á svæði sem nýtur alríkisverndar. Þeir sem brjóta gegn banni við því verða handteknir og afhentir viðeigandi löggæsluyfirvöldum og eiga sektir og saksókn yfir höfði sér.“ Sú síðari er að Area 51 sé bækistöð eftirlitskerfis Banda- ríkjanna úr lofti og líklega ekk- ert annað. Sú starfsemi hófst á sjötta áratugnum þegar nokkrar af mikilvægustu njósnaflugvélum bandaríska hersins voru smíðað- ar, prófaðar og að lokum send- ar af stað til njósna. Sérfræðingar telja líklegt að svæðið sé enn og verði áfram notað af flughernum og leyniþjónustustofnunum til að þróa næstu gerðir njósnaflugvéla og önnur stríðstól. Njósnaflugvélar Ef sú er raunin er að á svæðinu fari fram ýmislegt tengt njósn- astarfsemi hersins þarf ekki að undra að leyndarhjúpur hvíli yfir því. Mörgum Bandaríkjamönn- um finnst að þeir eigi að fá að vita hvað fer fram á svæðinu og hafa samsæriskenningar og mýtur um n Leyndarhjúpur og samsæriskenningar n Hvað er eiginlega rétt og hvað er rangt af því sem sagt hefur verið og ritað um svæðið? Svæði 51 og geimverurnar – Hvað er rétt og hvað er rangt?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.