Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Side 33
PRESSAN 3313. mars 2020 starfsemina ýtt undir þetta. Sérfræðingar telja almennt séð að Area 51 sé „ fæðingarstaður njósna úr lofti“. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að svæðið er risastórt og var afskekkt framan af. Það er um 200 kílómetrum norð- vestan við Las Vegas. Flugherinn segir að svæðið sé stærsta svæði heims á landi og það sem ræður yfir stærstu lofthelginni fyrir starf- semi hers á friðartímum. Svæðið er um það bil á stærð við Conn- ecticut eða um 14.000 ferkíló- metrar. Það er ósköp lítið þarna, að minnsta kosti að sjá. Eiginlega ekkert annað en eyðimörk fjarri öllu. Það var gert af ráðnum hug því þegar starfseminni var kom- ið á laggirnar 1954 vildi Dwight Eisenhower, þáverandi forseti, að leynilegur staður yrði fyrir valinu. Tveir starfsmenn leyniþjón- ustunnar CIA voru gerðir út af örkinni til að finna vænlega stað- setningu fyrir rekstur njósnastarf- semi í háloftunum. Þetta þurfti að vera afskekktur staður þar sem hægt væri að gera tilraunir með nýjar njósnaflugvélar sem gætu fylgst með vopnabrölti Sovét- manna, þar á meðal kjarnorku- vopnabrölti þeirra. Leitin tók ekki langan tíma. Þeir fundu stað sem stóð algjörlega undir vænting- um forsetans. Uppþornað vatn í miðju Nevadaríki. Svo vel vildi til að þetta svæði var þá þegar notað til leynilegrar starfsemi en þar var unnið með kjarnorkuvopn. Nán- ast útilokað var á þeim tíma að fólk reyndi að komast þarna inn, sérstaklega vegna þess að kjarn- orkusprengjur voru sprengdar þarna í tilraunaskyni. Ekki leið á löngu þar til verkfræðingar, njósnarar og hermenn voru mættir á svæðið og breyttu því í „fæðingarstað háloftanjósna“. Tvær flugvélar tengjast svæð- inu sérstaklega sterkum böndum. Önnur er hin fræga U-2 sem var notuð til að fylgjast með vaxandi mætti Sovétríkjanna á sviði kjarn- orku. Sovétmenn sprengdu fyrstu kjarnorkusprengju sína 1949 og byrjuðu þá að hrekja allar óvið- komandi flugvélar úr lofthelgi sinni til að viðhalda leynd yfir verkefninu. Af þeim sökum gátu Bandaríkjamenn ekki fylgst með því sem var að gerast en á þeim tíma réðu þeir ekki yfir gervi- hnöttum sem var hægt að nota til að ná góðum myndum. Af þess- um sökum var byrjað að hanna og smíða U-2 vélina sem gat flog- ið í 70.000 feta hæð og flogið um 5.000 kílómetra án þess að taka eldsneyti. Vélin varð eitt mikil- vægasta njósnatæki bandarískrar hersögu. Sem dæmi má nefna að í júlí 1956 var slíkri vél flogið langt inn yfir Sovétríkin þar sem mynd- ir voru teknar sem sýndu að Sov- étmenn höfðu ekki náð eins langt á hernaðarsviðinu og þeir vildu vera láta. Þetta veitti Bandaríkj- unum vissu fyrir að þau stæðu Sovétríkjunum ekki langt að baki á því sviði. Þann 1. maí 1960 skutu Sovétmenn U-2 njósnavél nið- ur í sovéskri lofthelgi. Flugmað- urinn var handtekinn og Sovét- menn náðu flugvélarbrakinu og neyddist bandaríski herinn til að viðurkenna njósnastarfsemi sína. Í framhaldi af því var SR- 71 njósnavélin smíðuð á aðeins 20 mánuðum. Hún gat flogið í 80.000 feta hæð og á allt að 3.400 kílómetra hraða á klukkustund. Sem sagt of hátt og of hratt til að hægt væri að skjóta hana niður. Það var á þessum tíma sem svæðið fékk heitið Area 51. Flug- skýlum var fjölgað sem og flug- brautum, íbúðarhúsnæði og annarri aðstöðu enda fór starf- semin vaxandi. En það dró ekki úr mikilvægi þess að halda starf- seminni leyndri því kalda stríðið var í algleymingi. CIA kynti und- ir hugmyndum um að fljúgandi furðuhlutir væru á ferð við Area 51 því það hjálpaði til við að leyna því sem fór raunverulega fram þar, tilraunir með undarlega út- lítandi flugvélar sem flugu hátt og á ótrúlegum hraða. Leyndin hvílir enn yfir svæðinu og því sem þar fer fram og stjórnvöld gera sitt besta til að viðhalda henni. Til dæmis er leynilegt flugfélag rekið sem flytur farþega til og frá svæðinu nær stanslaust alla daga. Einnig sjá verktakar, sem nefn- ast Cammo Dudes, um gæslu á svæðinu. Þeir klæðast felu- búningum og aka um svæðið í ómerktum hvítum pallbílum og tryggja að óviðkomandi séu ekki þvælast þar. Geimverurnar Miðað við það sem fram kemur hér á undan þarf ekki að undra að Area 51 sé oft tengt við geimverur og fljúgandi furðuhluti. Svæðið er ekki bara dularfullt æfingasvæði hersins heldur einnig svæði sem er notað til njósnastarfsemi og í næsta nágrenni er unnið með kjarnorkuvopn. Það er því eðli- legt að hlutir á borð við dróna, flugvélar, sem sjást ekki í ratsjám, vopnatilraunir og heræfingar geti valdið því að fólk telji sig sjá fljúgandi furðuhluti. Allt þetta og meira til fer fram á Area 51. Í frægu viðtali KLAS-útvarps- stöðvarinnar í Las Vegas við Bob Lazar, árið 1989, sagði hann að hugsanlega væru tengsl á milli Area 51 og geimvera. Lazar var „uppljóstrari“ sem hafði starfað á svæðinu og sagðist hafa séð eitt og annað þar sem staðfesti að þar væru fljúgandi furðuhlutir og geimverur. KLAS var fyrsti stóri fjölmiðillinn til að tengja svæð- ið við geimverur. Í viðtalinu kom fram að Lazar taldi að Area 51 væri eingöngu hannað til að vinna við eitt og annað sem tengdist geim- verum og tækni þeirra. Orðrómur um tengsl geim- vera og Area 51 hafði verið á sveimi síðan löngu áður en við- talið við Lazar var tekið eða allt síðan bókin The Roswell Incident eftir Charles Berlitz og William Moore var gefin út 1980. Í henni var farið yfir hrap dularfulls hlut- ar í Roswell í Nýju-Mexíkó 1947. Á þeim tíma sögðu fjölmiðlar að um „fljúgandi furðuhlut“ hefði verið að ræða. Herinn sagði að um veðurloftbelg hefði verið að ræða. Málið vakti ekki mikla athygli á sínum tíma. Síðar hefur komið fram að Lazar sé talinn hafa logið til um menntun sína en hann sagð- ist vera með háskólagráður frá MIT og Cal Tech en þar kannast enginn við að hann hafi stundað nám. En hann var yfirvegaður og talaði af öryggi í fyrrnefndu við- tali og kannski má segja að hon- um hafi tekist að koma ákveðn- um hugmyndum inn í huga fólks og þá verður ekki aftur snúið. Frásögn hans kynti undir samsæriskenningum sem hafa þróast með tímanum og náð fót- festu í poppmenningu samtím- ans. Þar má nefna kvikmyndina Independence Day og sjónvarps- þættina X-Files. n „Við ráð- leggjum fólki að reyna ekki að komast inn á svæði sem nýtur alríkis- verndar Úr fjarska Hér sést glitta í svæðið. Hin fræga U-2 flugvél Notuð til að njósna um Sovétríkin. Hávær orðrómur Þættirnir X-Files voru byggðir á samsæriskenn- ingum um Area 51. Svæði 51 og geimverurnar – Hvað er rétt og hvað er rangt? Afgirt Stranglega bannað er að fara inn á Area 51.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.