Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Síða 4
1 Selja alla sumarbústaðina og lána fyrir 70 prósent af kaup- verðinu Eigendur tjaldsvæðisins og þjónustumiðstöðvarinnar Hraun- borga neyðast til að selja sumar- bústaði vegna brostinna rekstrarfor- senda í heimsfaraldri COVID-19. 2 Eru þetta árslaun Heimis í Katar? – Ótrúlegar tölur Hjörvar Hafliðason heldur því fram að Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al-Arabi í Katar, sé með 1,8 milljónir dollara í árslaun, eða 262 milljónir íslenskra króna. 3 Brot á samkomubanni í beinni útsendingu á Hlíðarenda Stöð 2 birti frétt sem sýndi frá æfingu leikmanna Vals, þrátt fyrir að sam- komubann kvæði á um að allar slíkar æfingar væru bannaðar. 4 Þetta eru sönnunargögnin í máli Tom Hagen Auðkýfingurinn Tom Hagen var handtekinn í Noregi nýlega, grunaður um að hafa átt þátt í hvarfi eiginkonu sinnar, Anne- Elisabeth. Meðal sönnunargagna eru sögð vera lífsýni, blóðdropar og mótsagnir í skýringum Toms á hvarfi konu sinnar. 5 Íslensk móðir í angist vegna dóttur sinnar: „Nú forðast fólk hana“ Íslensk móðir unglingsstúlku lýsir þeirri martröð sem það er að missa barnið sitt niður í hyldýpi fíknar. 6 „Fyrir mér er hann kynþokka-fullur, ekki fatlaður“ Luke er fatlaður sökum sjúkdóms og fólk hefur átt erfitt með að skilja hvernig Rebeccu, ófatlaðri kærustu hans, geti þótt hann kynþokkafullur. 7 Nýjar og nokkuð óvæntar fréttir af Kim Jong-un Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu er víst ekki látinn líkt og þrálátur orðrómur hefur gengið um. En hann kom í vikunni fram opinberlega í fyrsta sinn í langan tíma. 8 Bikiníbuxur valda usla – „Þetta hlýtur að vera djók“ Bikiníbux- ur sem varla hylja eitt né neitt vöktu athygli á Instagram og var fyrirtækið sem selur þær gagnrýnt fyrir. MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Skeljungur sætir harðri gagnrýni Olíufélagið Skeljungur greiddi 600 milljóna króna arð til hluthafa sinna í byrjun apríl. Sex dögum síðar byrjaði félag- ið að nýta sér hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa COVID-19. Bættist Skeljungur því í hóp fyrirtækja sem hafa harðlega verið gagnrýnd fyrir að nýta sér hlutabótaleið rétt eftir arðgreiðslur en slíkt gerðu líka Össur og Bláa lónið. Rúmur helmingur starfsmanna Skeljungs er nú í skertu starfs- hlutfalli, á meðan hluthafar njóta arðsins. Líkamsrækt og sund í gang á ný Líkamsræktarstöðvar mega hefja starfsemi að nýju þann 25. maí, en það er fyrr en reiknað hafði verið með. Þetta má rekja til þess að faraldur Covid-19 hefur gengið hraðar niður en búist var við. Sundlaugar mega sömuleiðis hefja starfsemi að nýju þann 18. maí. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir benti á að þótt 2 metra reglan eigi að gilda fyrir einstaklinga út árið verði eðlilega slakað á henni eftir því sem takmarkanir samkomubanns verða rýmkaðar. Hún sé því ekki ófrávíkjan- leg í allri starfsemi, en gæta verði þess þó að þeir einstakling- ar sem tilheyri viðkvæmum hópi geti fengið hana uppfyllta. Uppákoma á Alþingi Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagn- rýndi á Alþingi í vikunni fjölda fyrirspurna sem þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, hefur lagt fram á þingi undan- farna viku. Vakti gagnrýni Birgis athygli þar sem hann gaf Birni Leví ekki kost á að svara fyrir hana, líkt og venjur þings- ins gera ráð fyrir, og þurfti Birgir að biðjast afsökunar. Björn Leví var aftur gagnrýndur í pontu síðar í vikunni er Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kvartaði sáran yfir því Björn hefði stigið jakkalaus í ræðustól og þar að auki skó- laus, en slíkt væri fyrir neðan virðingu þingsins. Hús Hagen-hjónanna girt af Lögreglan í Noregi hefur handtekið auðkýfinginn Tom Hagen vegna hvarfs eigin- konu hans, Anne-Elisabeth. Nú hefur hús þeirra hjóna verið girt af og er verið að grafa í garðinum þar, líklega í leit að mögulegum sönnunargögnum eða líkamsleifum Anne, sem ekkert hefur til spurst frá árinu 2018. Grænt ljós í knattspyrnunni Íslensk knattspyrnulið geta að óbreyttu spilað æfingaleiki frá og með 25. maí þegar næstu rýmkanir á samkomubanni taka gildi. Knattspyrnusamband Íslands stefnir að því að hefja keppni í úrvalsdeild karla, Pepsi Max deildinni, um miðjan júní, en hefur mætt gagnrýni fyrir þá ákvörðun þar sem mögulegt væri að hefja deildina strax þegar rýmkanirnar taka gildi þann 25. maí. Sögufölsun hjá Borgarleikhúsinu Sígaretta í munni Bubba Morthens var fjarlægð af kynningar- og markaðsefni söngleiksins Níu líf sem Borgarleikhúsið er að setja upp um ævi Bubba. Var þetta gert í kjölfar fjölda kvartana um að plakatið gæti stuðlað að reykingum og einn- ig var leikhúsinu bent á að bannað væri að hafa sígarettu á auglýsingu. Bubba finnst málið hið undarlegasta. Hann hafi mökkreykt þegar umrædd mynd var tekin og það sé ekki hægt að ritskoða söguna. Hann hafi hins vegar hætt að reykja 2005. CMYK SV/HV Vertu viss um að velja besta kjötið á grillið! Meira á www.fjallalamb.is 4 FRÉTTIR 8. MAÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.