Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Page 6
8. MAÍ 2020 DV 00000 www.veidikortid.is Gleðilegt veiðisumar! Fæst hjá N1 - OLÍS og veiðiverslunum GUÐMUNDUR METINN HÆFASTUR Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, hefur rekið tjaldsvæðið á Borg síðan 2017. Þrír sóttu um að leigja svæðið en sveitarstjórn valdi Guðmund. Guðmundur Jónsson, sem á sínum tíma rak með-ferðarheimilið Byrgið, hefur frá árinu 2017 sinnt rekstri tjaldsvæðisins á Borg í Grímsnesi. Sér hann um daglegan rekstur svæðisins sem felur meðal annars í sér samskipti við gesti og inn- heimtu afnotagjalda, auk þess sem hann hefur allar tekjur af rekstri svæðisins og ber allan kostnað. Þá er hann stjórnar- maður í húsnefnd félagsheim- ilisins á svæðinu. Úthlutun sveitarfélagsins á svæðinu til Guðmundar hefur vakið at- hygli í ljósi fortíðar hans. Mynd þessi er frá árinu 2005. Útlit Guðmundar hefur tekið töluverðum breytingum. Helsta einkennismerki hans var um tíma sítt hár og hattur. MYND/GVA Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Nýr þáttur um málið Byrgismálið er eitt umfangs- mesta sakamál síðari ára og var á sínum tíma á allra vörum. Málið komst í hámæli eftir afhjúpun fréttaskýringa- þáttarins Kompáss á sínum tíma og sneri að grófum kyn- ferðisbrotum Guðmundar gagnvart skjólstæðingum sín- um, fjárdrátt og umboðssvik. Árið 2008 hlaut Guðmundur þriggja ára fangelsisdóm fyrir kynferðislega misnotkun og árið 2010 níu mánaða fangels- isdóm fyrir umboðssvik, fjár- drátt, skattalaga- og bókhalds- brot. Kynferðisbrotadómurinn var mildaður í Hæstarétti í tvö og hálft ár. Sigursteinn Másson dag- skrárgerðarmaður tók Byrgis- málið til umfjöllunar í þátta- röðinni Sönn íslensk sakamál sem kom út á Storytel fyrr á árinu. Í upprifjun þáttarins kemur meðal annars fram að eldmóður Guðmundar hafi smitað fólkið í kringum hann og hann hafi haft nægan sann- færingarkraft til að fá í lið með sér fólk úr ýmsum flokk- um. Þess ber að geta að á þeim árum sem Byrgið starfaði að Efri-Brú var Guðmundur áberandi í sveitarfélaginu og stakk víða niður fæti. Árið 2017 auglýsti Gríms- nes- og Grafningshreppur eftir rekstraraðila til að taka að sér tjaldsvæðið á Borg sem er flokkað sem fjölskylduvænt tjaldsvæði. Guðmundur var valinn umfram annan um- sækjanda sem ekki fengust svör um hver hefði verið í samtölum við oddvita hrepps- ins og sveitarstjóra. Aftur var svæðið auglýst til leigu í Framhald á síðu 8 ➤ 6 FRÉTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.