Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Side 13
FRÉTTIR 13DV 8. MAÍ 2020
voru ekkert allt of hamingju
samar en létu sig hafa það.
Ef þú ætlar að vera óánægð
í hjónabandi í þrjátíu eða
fimmtíu ár þá þarftu að telja
þér trú um ýmsa hluti. Þá er
kannski erfitt að horfa upp
á manneskju sem þér þykir
vænt um af yngri kynslóðinni
bara ganga út.
Allt sem hefur þá verið
byggt upp sem eins konar
trúarbrögð í kringum hjóna
bandið er hrunið,“ segir Elísa
bet sem hefur aldrei verið gift
og hefur ekki hug á því.
Endalaust samviskubit
Hún segir mikilvægt að jafn
vel þó ofbeldi sé jafn algengt
og það er, þá sé það aldrei eðli
legt.
„Ofbeldið sem þú ert beitt
er heldur ekki eðlilegt því ein
hver annar er beittur meira
ofbeldi en þú. Sem manneskja
þarf maður að ákveða: Ég á
ekki að þurfa að kvíða fyrir
því að vera heima hjá mér.
Margir sem upplifa ofbeldi,
ekki síst andlegt ofbeldi, eru
sífellt með samviskubit. Ég
man vel eftir því hjá mér.
Ég var með samviskubit yfir
því að gera einhvern reiðan,
samviskubit yfir því gera
einhvern leiðan, samviskubit
yfir því að rugla í einhverjum,
samviskubit yfir alls konar.
Ég var síðan með endalaust
samviskubit yfir börnunum
og því að bjóða þeim upp á
þetta. Án þess að ég vilji ala á
meira samviskubiti hjá konum
þar sem nóg er af því fyrir,
þá skiptir máli við hvaða að
stæður við ölum börn upp.
Það verður til vítahringur ef
við ölum börnin upp þannig að
þau telja heimilisofbeldi vera
eðlilegt ástand. Við slíkar að
stæður verður hætta á kyn
slóða smiti.
Ef einn í fjölskyldunni er
með COVID þá er hann settur
í einangrun af ótta við smit.
Ofbeldið getur líka smitast
þannig að ofbeldishringurinn
haldi endalaust áfram.“
Nú fer Elísabet út á svalir
til að fá sér ferskt loft í nátt
myrkrinu.
„Því fylgir líka skömm að
fara alltaf aftur í ofbeldissam
band. Ég hef þurft að vinna
mikið með það síðustu ár.“
Það kemur á hana hik og
síðan segir hún: „Ég hika því
ég er enginn sérfræðingur. Ég
vil ekki gefa einhverjum vit
laus ráð. Ég er að lýsa minni
reynslu.“
Síðan tekur hún aftur upp
þráðinn. „Ég þurfti að vinna
mig út úr því að leita alltaf í
sama sambandið ómeðvitað.
Þegar maður hefur upplifað
andlegt ofbeldi þá verða allar
hugmyndir manns svo brengl
aðar, maður fer jafnvel að
upplifa stjórnsemi sem ást.
Þess vegna er svo mikilvægt
að fá verkfæri frá sérfræð
ingum til að maður detti ekki
aftur í sama farið því maður
er kominn með svo brenglaða
sýn á hvað er ást og hvað eru
heilbrigð samskipti. Það er
ekki veikleikamerki að lenda
í ofbeldissambandi. Þetta eru
ekki þínar gjörðir.
Ég lít heldur ekki á það sem
veikleikamerki þó fólk sitji
í ofbeldissambandi árum og
áratugum saman. Þú ert veik,
já, en þú ert veik af ofbeldi.
Veikleiki er allt annað og hef
ur ekkert með þetta að gera.“
Bjó að sterkum
grunni úr æsku
Elísabet segir sig hafa búið
við ákveðin forréttindi því
ekki átti sig allir á því að þeir
séu í ofbeldissambandi.
„Margir þeirra sem eru í of
beldissamböndum hafa ekki
sama grunn og ég. Ég ólst ekki
upp við ofbeldi og lærði sem
barn hvað er rétt og hvað er
rangt. Ég fatta því þegar ég
geng inn í ofbeldissamband
að það er ekki rétt. Ég sit
samt í því, þar sem lífið getur
boðið upp á alls konar rugl í
hausnum á manni. Allir geta
gengið inn í ofbeldissamband.
Það er síðan spurning hvort þú
gengur aftur út.“
Hún ráðleggur þeim sem
verða fyrir ofbeldi á heimilinu
að fá aðstoð við að skilgreina
ofbeldið, frekar en að gera það
sjálf.
„Þegar fólk er í ofbeldis
samböndum er alveg á hreinu
að fólk gerir minna úr ofbeld
inu en raunin er. Þess vegna
er mikilvægt að fá hjálp við að
gera það. Fólk á líka ekki að
veigra sér við að fá hjálp.
Ef þú ert í sambandi við
manne skju sem lítur á það
sem vanda mál að þú ætlir að
leita þér aðstoðar, eða gerir
lítið úr því að þú viljir fá
hjálp, þá er það skýrt merki
um að þú þurfir á aðstoðinni
að halda.
Þá er líka mikilvægt að
muna að ef þú kvíðir reglu
lega fyrir því að fara heim til
þín, þá er það mjög óeðlilegt
ástand.“
Elísabet kallar eftir nýjum
samfélagssáttmála þar sem
fólk er ekki dæmt fyrir að
opna sig um þessi mál, þar
sem það er jafn sjálfsagt að
fara til sálfræðings og að fara
til heimilislæknis, og þar sem
áherslan er ekki á að gera
áfengi sem aðgengilegast á
öllum tímum sólarhringsins.
„Við sem samfélag tökum
ákvörðun um hvort við viljum
áfengi í matvöruverslanir,
vitandi hversu eyðileggjandi
áhrif áfengisneysla getur haft.
Við sem samfélag tökum
ákvörðun um hvort það kostar
sautján þúsund krónur að fara
til sálfræðings eða hvort allir
geti nýtt sér þjónustu sálfræð
inga. Þannig held ég að fleiri
myndu standa betur í fæturna,
bæði þeir sem verða fyrir of
beldi og þeir sem beita því.“
Fangelsi ofbeldis
út af fátækt
Þá kallar hún eftir raun
hæfum lausnum fyrir þá sem
treysta sér ekki til að fara úr
ofbeldissambandi af fjárhags
ástæðum.
„Það er hræðileg tilhugsun
að eiga börn og sjá ekki fram
á að geta séð um ykkur ein út
af peningaleysi. Við erum að
halda hluta kvenna, og barna,
í fangelsi ofbeldis út af fátækt.
Raddir þessara kvenna eru
faldar. Þær geta ekki stigið
fram, því þeim verður refsað.
Þegar ég fer út úr samband
inu var það afskaplega erfitt
fjárhagslega því ég var þarna
einstæð tveggja barna móðir í
kvikmyndagerð, þar sem voru
engar öruggar mánaðarlegar
greiðslur. Það var erfitt að ná
endum saman, eiga fyrir leigu
eða mat, og það kom alveg
fyrir að ég þurfti að leita að
stoðar hjá vinum til að brúa
ákveðin tímabil.
Það varð mér síðan til bjarg
ar að mér var boðin vinna í
Danmörku og skömmu eftir að
sambandinu lauk flutti ég til
Svíþjóðar þar sem foreldrar
mínir og systkini bjuggu, og
þau hjálpuðu mér með dreng
ina á meðan ég var í vinnunni.
Þar loks fékk ég öruggar
tekjur.“
Hún tekur fram að auðvitað
séu aðstæður allra ólíkar. „En
orkan sem fæst við að þurfa
ekki að vera hræddur og orkan
sem fæst við að vera öruggur
er ótrúlega gefandi. Þessi orka
getur skapað ótrúlega hluti og
fyrir mig varð hún til þess að
mér tókst að skapa mér starfs
frama. Hér átta ég mig samt á
þeirri forréttindastöðu að ég
var komin með mína menntun
sem veitti mér forskot. En ég
held að þetta lögmál gildi fyr
ir alla. Orkan sem fæst við að
vera ekki hrædd inni á eigin
heimili getur skapað atvinnu
og tekjur og hjálpað manni
við að komast yfir ótrúleg
ustu hindranir. Það eiga ekki
að vera forréttindi að vera
öruggur heima hjá sér. n
Orkan sem fæst við að þurfa
ekki að vera hrædd og orkan
sem fæst við að vera örugg er
ótrúlega gefandi.
Sama kvöld og Elísabet fór í Kvennaathvarfið með börnin segist hún hafa séð manninn út um gluggann
og hreinlega fengið hræðslukast. MYND/MATT ABSHER