Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Side 17
EYJAN 17DV 8. MAÍ 2020 hyggju, en líklegra er að mikil- vægi alþjóðasamvinnu verði fleirum ljóst. Um hríð hefur verið ljóst að Bandaríkin eru ekki lengur það forysturíki hins frjálsa heims sem þau voru í áratugi. Nú loga þau í illdeilum – og forsetinn virðist ráðalaus. Ef Bandaríkin veikj- ast enn mun það auðvitað hafa umtalsverð áhrif á utanríkis- stefnu Íslendinga.“ Sækjum í öryggi vanans Helga Ögmundardóttir er lekt- or í mannfræði við Háskóla Ís- lands. Hún segir farsóttir alls ekki fordæmalausar, en hnatt- væðingin auki á vandann. Hins vegar býst hún ekki við eðlisbreytingu mannskepn- unnar, þó svo læra megi af ástandinu: „Tilhneigingin er oftast að fólk sæki í sama farið, hegðun og gildismat sem það þekkir. Eitthvað ættum við samt að læra af þessu þó sennilega verði ekki nein eðlisbreyting. Við erum almennt íhaldssöm og sækjum í öryggi vanans, en jafnframt erum við félagsver- ur sem fylgjum hópnum og þá geta óvæntir hlutir gerst, eins og að við tökum nýja stefnu í gildismati og atferli. Það fer þó mikið eftir því hvað yfirvöld og leiðtogar af ýmsu tagi gera. 2 metra reglan gleymist En við munum aftur fara að knúsa og kyssa þá sem við viljum. Handabandið er of mikilvægt félagsverunni Homo sap i ens til að því verði útrýmt og tveggja metra regl- an mun heyra minningunni til, nema þetta ástand verði við- varandi til langframa. Stóra myndin er sú að lofts- lagsbreytingar, niðurbrot vist- kerfa, súrnun sjávar, fækkun tegunda og önnur eyðilegging á grundvelli alls mannlífs á jörðinni heldur áfram hvað sem COVID-19 líður. En far- sóttin er ágætt tækifæri til að læra og búa sig undir sveiflur framtíðarinnar, því kreppur eru ekki undantekningar í sögu mannkyns heldur regla.“ Samdrátturinn hraðari nú Gylfi Magnússon er dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, formaður banka- ráðs Seðlabanka Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann telur Ísland standa sterkar en í bankakreppunni 2008 en óvissan um framhaldið sé mikil. Þó sé ljóst að miklar þrengingar séu fram undan hjá almenningi og fyrirtækj- um: „Það leikur enginn vafi á því að veirufaraldurinn og við- brögð við honum munu valda verulegum efnahagssam- drætti. Ekki er ósennilegt að hann verði af svipaðri stærðar- gráðu og fyrir rúmum áratug. Það er þó verulegur munur á, þessi samdráttur gerist miklu hraðar og jafnframt liggur fyrir að orsökin er tímabundin. Það mun þó taka einhvern tíma fyrir hagkerfið að ná aftur svipaðri efnahagsstarfsemi og fyrir faraldur. Betri staða en 2008 Þjóðarbúið stendur að nánast öllu leyti betur en 2008. Við höfum búið við viðskipta- afgang undanfarin ár og því er spáð að hann gæti haldið áfram, þó eitthvað minni í ár, þótt verulegur samdráttur verði í útflutningi ferðaþjón- ustu. Þá er eignastaða gagn- vart útlöndum líka miklu betri en 2008. Einn flötur á því er stór gjaldeyrisvaraforði. Þá er skuldastaða ríkisins mjög góð – en það var hún raunar líka í ársbyrjun 2008. Eðlilegar aðgerðir Ég sé ekki betur en að að- gerðir ríkisstjórnarinnar séu svona í grófum dráttum eðli- legar í ljósi stöðunnar eins og hún er þekkt núna. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við þær. Hins vegar blasir við að það gæti þurft að gera meira síðar og þá fer kannski meira að reyna á hve langt menn vilja ganga í ljósi þess hve miklar skuldir ríkið mun taka á sig.“ n Helga Ögmundar- dóttir lektor í mannfræði Gylfi Magnússon Dósent í við- skiptafræðideild Ég sé ekki betur en að að- gerðir ríkisstjórnarinnar séu svona í grófum dráttum eðli- legar í ljósi stöðunnar eins og hún er þekkt núna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.