Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Page 20
20 FÓKUS 8. MAÍ 2020 DV TJALDVAGNAR OG TILHLÖKKUN Allt stefnir í að sumarið 2020 verði innan- landsferðasumarið mikla og metsala hefur verið á hjólhýsum, tjaldvögnum og fellihýsum. DV tók púlsinn á nokkrum þjóðþekktum Íslendingum og grennslaðist fyrir um áætlanir þeirra fyrir sumarið. VIKTORÍA HERMANNSDÓTTIR DAGSKRÁRGERÐARKONA Á RÚV YFIRNÁTTÚRULEG FEGURÐ Á VESTFJÖRÐUM Viktoría Hermannsdóttir, dag-skrárgerðarkona á RÚV, hyggur á ferðalög innanlands með fjölskyldunni en hún og unn- usti hennar Sólmundur Hólm eiga samtals fjögur börn. „Við ætlum að reyna að ferðast sem mest innanlands. Við erum ekki beint útilegutýpurnar en ætl- um okkur að verða það alla leið. Við erum búin að kaupa gamalt fellihýsi og nú skal sko heldur betur haldið í langferð. Við sáum reyndar daginn eftir að við keyptum það að það yrði takmörkun á tjaldsvæðum í sumar, það væri dáldið týpískt fyrir okkur að komast svo ekkert inn á tjald- svæðin. En við sjáum hvað setur!“ Viktoría hyggst meðal annars heimsækja Strandirnar í sumar en þangað hefur hún aldrei komið. „Ég er ættuð þaðan og langar mikið að koma þangað. Margir segja að það sé fallegasti staður landsins og ég er spennt að sannreyna það.“ Aðspurð um uppáhaldsstaði á Íslandi svarar Viktoría: „Ég elska Vestfirði og finnst vera einhver yfirnáttúruleg fegurð þar og kyrrð. Svo er líka ótrúlega fallegt á Eyrar- bakka og í Ölfusinu.“ MYND/ERNIR Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.