Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2020, Qupperneq 35
STJÖRNUFRÉTTIR 35DV 8. MAÍ 2020 MANUELA ÓSK Manuela Ósk var var átján ára gömul þegar hún var valin fegursta kona Íslands árið 2002. Hún var eftirminnileg lokakvöldið, í rauðum kjól sem hnefaleikakappinn Mike Tyson gaf henni. Undanfarin ár hefur Manuela getið sér gott orð sem samfélagsmiðlastjarna, framkvæmdastjóri og eigandi Miss Universe Iceland. Hún sló í gegn í Allir geta dansað á Stöð 2 í haust og fann ástina í örmum Jóns Eyþórs Gottskálkssonar dansara. RAGNHILDUR STEINUNN JÓNSDÓTTIR Ragnhildur Steinunn var 21 árs þegar hún var kjörin ung- frú Ísland árið 2003. Síðan þá hefur hún verið ein ástsælasta sjónvarpskona þjóðarinnar og er í dag aðstoðardagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins. Ragnhildur þakkar þó ekki keppninni fyrir afrek sín og sagði í viðtali við Vísi árið 2013 að keppnin hefði ekki skapað nein sérstök tækifæri fyrir sig, frekar að keppnin hefði verið henni til trafala. Ragnhildur er lærður sjúkraþjálfari, hefur gefið út bækur, er fjögurra barna móðir og hin íslenska ofurkona. KOLBRÚN PÁLÍNA HELGADÓTTIR Kolbrún Pálína, fjölmiðlakona og framleiðandi, vann Ung- frú ísland.is 2001 en hún var krýnd af söngvaranum Sir Bob Geldof. Kolla, eins og hún er kölluð, er meðal annars mennt aður einkaþjálfari og förð unarmeistari og starfaði við hvoru tveggja um hríð sam hliða fyrirsætustörfum hér lendis og erlendis áður en blaðamennskan tók við. Kolla hefur bæði starfað sem blaða- kona á DV, ritstjóri Nýs Lífs, Lífsins á Fréttablaðinu sem og Eftirvinnu, sérblaði Viðskipta- blaðsins. Kolbrún er einn höf- unda sjónvarpsþáttanna Ást sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans á síðasta ári. BIRNA BRAGADÓTTIR Birna Braga er engin smá kona. Hún var kosin ungfrú Norðurlönd 1994 og keppti fyrir hönd Íslands í Miss World. Hún varð fyrir því óláni að vera rænd í Suður-Afríku þar sem keppnin fór fram. Þjófarnir stálu þjóðbúningi, kvöldklæðnaði, skarti og snyrtivörum. Allt kom þó í leitirnar daginn eftir, nema skartgripirnir. Birna er mikill meistari og lét athyglina ekki stíga sér til höfuðs og sagði meðal annars í viðtali við Morgunblaðið eftir að keppni lauk, aðspurð um hvernig væri að koma aftur niður á jörðina: „Ég hef alltaf haldið mig þar.” Birna er afrekskona í íþróttum og synti nýverið yfir Ermarsund ásamt vinkonum sínum í hópnum Marglytturnar. Birna hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Sandhotel, starfsþróunarstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og við mann- auðs-, fræðslu- og þjónustu- stjórn hjá Icelandair, en í dag er hún meðeigandi og ráðgjafi hjá Capacent. Birna er með MBA-gráðu frá Háskól- anum í Reykjavík og BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. TANJA ÝR ÁSTÞÓRSDÓTTIR Tanja Ýr var kosin ungfrú Ísland árið 2013 og keppti fyrir hönd Íslands í Ungfrú heimi. Í kjöl- farið stofnaði Tanja Ýr fyrir- tækið Tanja Yr Cosmetics og hannaði gerviaugnhár. Fyrstu augnhárin skírði hún eftir vin- konum sínum úr Ungfrú heimi. Síðan þá hefur Tanja Ýr stofnað fleiri fyrirtæki og notið mikilla vinsælda sem áhrifavaldur. ARNA ÝR JÓNSDÓTTIR Arna Ýr var kjörin ungfrú Ísland árið 2015 og Miss Universe Iceland árið 2017. Hún var krýnd Miss Euro árið 2016. Arna Ýr byggði upp stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum og var að gera það gott sem áhrifavaldur þegar hakkari lokaði síðunni hennar í byrjun árs 2020. Arna Ýr stofnaði fyrirtæki fyrir stuttu og selur taubleyjur fyrir börn. FANNEY INGVARSDÓTTIR Fanney Ingvars var ung- frú Ísland árið 2010. Síðan hefur hún látið til sín taka sem áhrifa valdur og bloggari á Trendnet. is. Fanney var fram- kvæmdastjóri Ungfrú Íslands um tíma áður en hún sneri sér að öðrum verkefnum. Hún hefur hannað fatalínu í samstarfi við Gallerí 17 og skartgripalínu með My Letra. SKJÁSKOT/TÍMARIT.IS SKJÁSKOT/TÍMARIT.IS MYND/VILHELM MYND/JÓHANNA MYND/TANJAYR.ISMYND/ANTON BRINK MYND/VALGARÐUR SKJÁSKOT/TÍMARIT.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.