Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 9
VIII. árg. Reykjavík, apríl—maí 1944. 4.—5. tölublað. Um s.l. áramót var ár liðið jrá því að 1 þróttablaðið H/F tók að gefa út íþróttablaðið. Þó fyrsta árin í sögu fgrirtækja séu oftast þau erfiðustu, þá hefir þetta fyrsta ár íþróttablaðsins orðið betra en nokkur þorði að vona. Það gefur vissulega vonir um að hægt verði að gera það fjölbreyttara og stærra og láta það koma oftar út en verið hefur. Á undanförnum árum, eða allt frá 1917, hafa íþróttablöð verið að koma út. Það sýnir að menn hafa viljað leggja að sér til að sameina íþróttamennina um sitt eigið málgagn. Þessi viðleitni, sem ber að þakka, hefur fengið hljómgrunn hjá nokkrum hluta íþróttamanna, sem hafa skilið nauðsyn þess og þörf. Þessi hópur hefur þó alltaf verið of lítill. Blöðin hafa orðið að hætta göngu sinni vegna þess, að íþróttamenn og íþróttaunnendur hafa ekki skilið nauðsyn íþrótta- blaðs. Þetta rná ekki henda okkur oftar. Það virðist líka vera vaxandi skilning- ur á þessu, og bendir kaupendafjöldinn til þess, en hann hefur aldrei verið meiri en nú. Vaxandi íþróttaáhugi í landinu ætti líka að hjálpa tit þess að blaðið gæti stækkað og haldið áfram að koma út. Þetta fyrsta ár hefur ekki þurft að grípa til hlutafjárins, og má það gott kallast miðað við þann gífurlega útgáfukostnað, sem nú er á öllu prentuðu máli. Hér vantar því ekki nerna hcrilumuninn til að gera útgáfuna fjárhagslega ör- ugga. Það þarf ekki nema að hver og einn kaupandi útvegi blaðinu einn — aðeins einn — skilvísan kaupanda. Þá er annað atriði, sem við þurfum að taka höndum saman um og það er að gera blaðið fjölþætt. Það þarf að fá fréttapistla hvaðanæfa af landinu, sem skýra frá því, se.m gerist á hverjum stað, það er líka viss örvun til dáða. Þar væri ekki aðeins um að ræða bezta íþróttaafrekið, heldur einnig þær fram- kvæmdir um íþróttamannvirki, sem ráðist er í eða fullgerð eru. Greinar og til- lögur um íþróttamál o. fl. Hugsið ykkur þá kennslu oy þann fróðleik, sem blaðið getur flutt, og þeir, sem lesið hafa kennsluþættina, sem þar hafa komið, Ijúka á þá lofsorði. Þetta mætti auka ef blaðið stækkaði. Það er því eðlilegt, að allir iþróttamenn taki höndum saman um Iþrótta- blaðið, vinni að útbreiðslu þess. Vinni að stækkun þess. Vinni að sjálfstæði þess. Vinni að gagnkvæmri kynningu meðal íþróttamanna fyrir milligöngu þess. Vinni að því að gera 1 þróttablaðið að lífæð íþróttahna á íslandi — „og svo verð- ur ef þjóðin er sjálfri sér trú“.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.