Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 15
lialdantli lagfæringu sundaðstöð- unnar að Reykjum á Reykja- braut verður sundskyldan algjör í sýslunni. Fjórir lireppar Eyjafjarðar l^úa við erfiSa sundaðstöðu, en úr vandræðum þeim mun eigi ráSast fyrir næsta sumar, þrátt fyrir góðan undirbúning sund- laugarbyggingar. Ein ný sund- laug — í Ólafsfirði — tekur von- andi til starfa á næstunni. í Suður-Þingeyjarsýslu er sund- skyldan nær algjörlega á komin, en verður algjör, þegar sund- laugin í Grýtubakkahreppi verð- ur tilbúin. Með tilkomu sund- laugarinnar að Þórshöfn fá þrír lireppar Norður-Þingeyj arsýslu og einn hreppur Norður-Múla- sýslu sundaðstöðu. Ef sundnám kemst á í Vopna- firði á næsta sumri, verður sund- skyldan algjör í Norður-Múla- sýslu. Síðastliðið sumar liefði sundskyldan náð l'ramgangi sin- um í Suður-Múlasýslu, ef misl- ingar liefðu ekki hamlað i 4 hreppum. Sundlaug Neskaup- staðar hætir úr sundvandræðum t.veggja lireppa. Verði suudnámi komið á i Lóni og Öræfum, er sundskyldan al- gjör í Áustur-Skaftafellssýslu. Annars má telja Austur-Skaft- fellinga til jafnaðar harðfengasla til sundnáms, því að í fjórum liréppum hefur sundkennslan farið fram í köldnni tjörnum. í Vestur-Skaftafellssýslu liefur sundkennslan verið óstöðug, nema i 2 vestustu lireppunum. Á næsta sumri er ekki hægt að húast við miklum úrbótum þar. í kaupstöðunum verður aukn- ing með tilkomu sundlaugar á Akranesi, og verði búið að gera við surtdlaug Vestmánnaeyja eða ÍÞROTTABLAÐIÐ bráðahirgðasundkennsla höfð í sambandi við kælivatn frá aflvél, þá verða ailir kaupstaðirnir með algjöra sundskvldu. Seyðisfjörð- ur og ísafjörður munu fyrst um sinn flvtja börn sín til sundnáms, sá fvrri að Eiðaskóla en liiun síðari að Reykjanesskóla, þar til sundlaugar þær, sem á öðrum staðnum er byrjað á, en á liin- um hafin fjársöfnun til, eru full- gerðar. IN. Þannig er ástatt um sundmál þjóðarinnar og slíkar liorfurnar fyrir því, að sundskyldan komist á mn allt land innan tíðar. Það er því rétt að atliuga livernig stendur á þessum ágæta árangri, sem náðst liefur á 3 und- anförnum árum. Orsakirnar til þess liafa ekki orðið til á þessum þrem árum, þrátt fyrir ötul störf fjölmargra áhugamanna eg kenn- ara, og skilnings löggjafarvalds- ins og fjárframlög rikis, sýslu- nefnda, sveita- og bæjafélaga. Undir hann hafa runnið margar stoðir. Ég hugleiði þær, sem mér finnast veigamestar. Fyrst og fremst að ahnenningur skilur svo vel nauðsyn sundsins. Sá skilningur er sprottinn af því að sundið hefur geymzt sem íþrótt meðal þjóðarinnar allt frá land- námsöld. Sundörvunin, sem hyrjar með sundkennslu Jóns Þorkelssonar Kærnesteds 1821 og Fjölnismanna 1836 og síðan, eflist eftir því sem liður á 19. öldina, þar til varan- leg og samhangandi sundkennsla vegna starfs Páls Erlingssonar og sona hans, hefst í Reylyjavík og víðar, liefur plægt jarðveginn. Störf þeirra manna, sem liafa staðið vfir sundiðkendum nú i / rúma öld, hafa borið það góðan árangur, að nú dettur jafnvel engum í hug að leggja niður sund- kennslu, þó að syndur maður drukkni. Þá hafa áhugamennirnir lagt fram sinn skerf með sundiðkun- um og sundkeppnum innan ung- mennafélaga og íþróttafélaga og fræðslu og livatning i bókum og blöðum, og síðast, en ekki sizt, ríða þeir á vaðið með byggingu vandaðra sundlauga og enn þann dag i dag reka þeir suma þessa sundstaði og liafa lialdið uppi sundnámskeiðum í áraraðir. Og það er einmitt tilvera þess- ara nothæfu sundstaða, sem hef- ur lijálpað sundnáminu áfram. Það, sem liér hefur verið fram fært, eru þau atriði, sem undir- bjuggu möguleika fyrir sund- skyldu, en þeir, sem hafa mest og bezt hrint henni. í fram- kvæmd, síðan sundskylda var lögleidd, eru kennararnir. Hefðu þeir ekki verið með, hefði lítið verið gert. Þeir liafa beztu að- stöðuna lil þess að örva börnin. Og þeir hafa ekki legið á liði sínu í þessum efnum. Þáttur þeirra í framkvœmd sundskyld- unnar er ekki fyrir það minni eða ómerkari, þótt starf þeirra hafi verið af hendi leyst í yfir- lætislausri kyrrþey. Skólanefndir í lieild eða ein- stakir meðlimir þeirra liafa sýnt lofsverðan áhuga, eins sýslumenn og sýslunefndir, sem lagt hafa fram fé til sundnáms og jafnvel rekið sundstöðvar. Þá liafa og nokkrir prestar verið ágætir stuðningsmenn. Þeir hafa farið með fermingarhópinn til sund- náms eða gengizt fyrir sundnámi eða flutt sig á sundstaðinn með börnunum og spurt þau.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.