Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 27

Íþróttablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 27
íslenzkir íþróttamenn: ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 19 Jón Þorsteinsson Jcn Þorsteinsson skíðakappi íslands segir lesendum íþróttablaðsins í stuttu máli helztu at- riði æviferils síns. Jón er aðeins rúmlega tvítugur. að aldri, en hef- ur þó tekið þátt í fleiri skíðakappmótum en flest- ir aðrir hérlendir skíðamenn og ævinlega verið i fremstu röð þeirra. Hér fer á eftir frásögn Jcns: Jón Þorsteinsson með stökkskíðin sem Ilirger Ituuil gaf honíim. íþróttablaðið hefur beðið mig að skrifa eitthvað um sjálfan mig en gallinn er, að lítið er um mig að segja. Eg er fæddur á Siglufirði 27. apríl 1921. Á skíðum Jiefi ég ver- ið frá því ég var strákur. en tók þátt í fyrsta verulega kappmót- inu þegar ég var 14 ára gamall og þá með elzta flokki eða í 18 km. göngu. í göngunni varð ég fvrstur á 2-07-30 og í stökki ann- ar, stökk 28 og 30 metra. Þá vann ég Skíðabikar Siglufjarðar í fyrsta sinn fvrir tvikeppni i göngu og stökki. Ég hefi alls tekið þátt i 14 skíðakappmótum. A þessum mót- um Jiefi ég fimm sinnum unnið fvrstu verðlaun i göngu og níu sinnuni fyrstu verðlaun í stökki og eftir að farið var að keppa i svigi hefi ég oftast orðið þar fyrsti til fjórði maður. Sldðabikar Siglufjarðar vann ég til eignar þegar ég var 18 ára gamall, Jiafði unnið Jumn þrisvar í röð. í slöJíki liefi ég' unnið And- vökuhikarinn þrisvar og Einco- bikarinn tvisvar og er lumdliafi þeirra beggja. íslandsbikarinn Jiefi ég aðeins unnið einu sinni, — nú í vetur, liefi alltaf dottið er ég liefi stokk- Jón Þorsteinsson.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.