Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 13

Íþróttablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 5 hver nemandi áður en liann telst hafa lokið fullnaðarprófi að hafa leyst af hendi II. sundstig B, sem er: 100 m. bringusund. 40 m. baksund. 25 m. sund í fötunum. 20 m. björgunarsund með jafn- ingja. 8 m. kafsund. Kunna tvenn björgunarsundgrip. Sýna eina lífgunaraðferð. Kafa af sundi eftir blut í 1,5 m. dýpi. Steypa sér til sund frá bakka. Sé sundlaug ekki i skólahverf- inu, svo að flytja verður nemend- ur til sundnáms, sem samkvæmt lögum er aðeins liægt að krefj- ast að þau dvelji við liálfan mán- uð, þá leysi þau af hendi II. sund- stig A, sem er: 30 m. bringusund. 15 m. baksund. 20 m. sund í fötunum. Tvenn björgunarsundgrip. Ein lífgunaraðferð. Náð i hlut frá botni í brjóstliæð- ardjúpu vatni. Stevpt sér til sunds frá bakka. Fyrir sundgetuna séu gefnar einkunnir frá 0—10, sem í öðrum námsgreinum, og reiknist með til aðaleinkunnar. Einkunnin sé bundin við sundgetuna sund- stigin — þannig: Fyrir I. stig (flotstig) 0—4. — II. stig A. 4.5—7. — II. stig B 7.5—10. Með þessu móti stendur einkunn- in í réttu hlutfalli við sundget- una. Hækkar eftir því sem getan vex. Um leið er kennurum gefið dálítið svigrúm til þess að gera upp á milli sundleikni einstakra nemenda, sem standa á sama sundstigi. Að sönnu er svig'rúmið fyrir mat á sundleikni ekki mik- ið, en þó nóg til þess að láta þá, sent skara fram úr meðalmennsk- unni, njóta þess í einkunninni. Mörgum hefur fundizt þessi ein- kunnagjöf nokkuð afskömmtuð, en því er til að svara, að aðalat- riðið er, að liver nemandi nái vissri sundgetu, og fyrir að ná henni er þegar mikið gefandi, en á þessu stigi málsins er það minna virði hver hefur mesta Ieikni. VII. Við að lesa úr eftirfarandi töflu fæst hugmynd um framfar- ir í sundmálum barnaskólanna þrjú síðustu árin: 1940— ’41 72 32% 1941— ’42 107 47.7% 1942— ’43 162 72% Sundkennsla fór s.I. skólaár fram i 56 sundstöðum. Sundstaðirnir eru allmisjafnir, allt frá seftjörn og sjávarlóni með glóðarhaus- hitað tjald á bakkanum upp í flísalagða Sundhöll Reykjavíkur. Til frekari fróðleiks úm staðina set ég liér upp töflu: Vorið 1942 gengu kíghósti og hettusótt, en í fyrra vor mislingar og slæm inflúenza. Útlitið var þvi slæmt bæði þessi vor fyrir sund- náinið, en þó rættist betur úr en áhorfðist og var þar fyrst og fremst natni sundkennara og gæzlufólks að þakka. Sums stað- ar varð að senda börn lasin heim og á öðrum stöðum skilja þau eftir. Að einu Ieyti finnst mér nú gott að þessar farsóttir geisuðu ])essi fyrstu sundskylduvor, því að erfiðleikarnir, sem þær sköp- uðu, voru prófsteinn á hug al- mennings til sundsins og þá rejmdi fyrst og fremst á kenn- arana. Á nokkrum sundstöðum varð að hætta sundkennslu t. d. s.l. vor gat ekkert orðið úr vel undir- búnu sundnámsskeiði i Sælings- dalslaug og að Laugaskóla varð að liætta eftir fyrsta námsskeið- ið. Ýmsar nýjungar hafa komið fram í sundkennslu; hitun, hreinsun og fyrirkomulag sund- lauga fullkomnast og reynsta fengin fyrir því, að ekki er nægj- anlegt, þótt menn liafi vatnshelda þró. Vistleiki og hollustuhættir verða að fylgja með útbúnaði stétta, búnings- og baðklefa. Rejmslan hefur einnig sýnt, að viðleguskilyrði við flesta þá sund- staði, sem börn verði að dvelja Fjöldi sundkennslustaða suinarið 1943 .............................. 56 Sundlaugarvatnið heitara en + 15<’C................................. 501 Sundlaugarvatnið kaldara en + 15°C.................................. 6 Yfirbyggðar laugar ................................................. 102 Opnar laugar með klefum ............................................ 33 Hlaðnar laugar úr torfi og grjóti .................................. 6 Lagaðar til fyrir sund við sjó, ár og vötn. (Tjöld) ................ 5 Ferðalaug ........................................................ 23 Ath. 1: Af lieitu laugunum voru 12 upphitaðar rneð kolum, rafmagni eða reyk og kælivatni frá aflvélum. Ath. 2: Yfirbyggðar sundlaugar eru 11 alls á landinu. Ein — Sælings- dalslaug var ekki notuð, vegna farsótta í Dalasýslu. Ath. 3: Fræðslumálastjórnin á eina ferðalaug og var hún notuð á 2 stöðum.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.