Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 28

Íþróttablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 28
20 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ iS um hann á landsmótum. Ég hef alltaf keppt með Skíðafélagi Siglufjarðar og alltaf skijiaS sveit þess í kejijmi um Thulebik- arinn, en hann unnum við tii eignar 1943. Ég býst við, að það bafi verið skakkt af mér, að byrja að kepjia í 18 km. göngu svona ungur, enda var ég um tíma slæmur í baki vegna ofreynslu. Nú er aldurs- takmarkið fyrir 18 km. göngu 20 ár og ég tel rétt að veita ekki undanþágur frá því, þó menn séu auðvitað misjafnlega þrosk- aðir. Auk skíðaíþróttarinnar befi ég lítilsliáttar æft knattspyrnu, sund og leikfimi, þó ekki eins og ég hefði þurft að gera, enda ern skilyrði til annarra íþróttaiðk- ana en skíðaíþróttarinnar mjög slæm hér, bæði vegna atvinnu- hátta og annara aðstæðna. Stærsta viðburðinn á skíða- mótum, er ég hefi verið þátttak- andi i, tel ég vera, er okkur gafst tækifæri til að sjá Birger Ruud á afmælismóti Skíðafélags Reykja víkur 1939, og þau verðlaun er mér þykir vænst um, eru stökk- skíði hans, er hann gaf mér við það tækifæri. Að endingu vil ég beina því lil allra félaga er hafa skiðaíþrótt- ina á stefnuskrá sinni, að æfa meira skíðagöngu en þau hafa gert hingað til. Sveitakejijini í göngu er mjög skemmtileg, en á nýafstöðnu landsmóti átti engin göngusveit nema Siglfirðingar. Auk þess ber að liafa það hug- fast að enginn getur unnið titil- inn Skíðakappi íslands nema að hafa unnið tvíkeppni í göngu og stökki. Viiin íþróttamót Gagnfræðaskóla Akureyrar. Skíðamót skólans var haldið 6. febr. og var aðeins keppt í svigi, úrslit urSu sem liér segir: 1. Vignir GuSmundss., 3. bekk 27.6 s. 2. Hreinn Óskarss., kvölddeiid 27.9 s. 3. Þórarinn Sæland, 3. bekk 30,0 s. Keppt var í Jiriggja manna sveitum um bikar og hlaut 3. bekkur skólans hann, á 88.3 sek. Næst varS kvöld- deildin með 90.1 sek. Drengjamót í frjálsum íþróttum for fram dagana 23. til 30. apríl, og urðu úrslit sem hér segir: Þrístökk. 1. Örn EiSsson, 3. bekk 11.56 metra 2. Mattbías Björnsson, 2. b. 11.14 m. 3. Baldur Gunnarsson, 3. b. 10.92 m. Langstökk. 1. Mattbías Björnsson, 2. b. 5.40 m. 2. Örn Eiðsson, 3. bekk 5.35 m. 3. Svan FriSgeirsson, 3. b. 5.13 m. Kúluvarp. 1. Mátthías Björnsson, 2. b. 10.60 m. 2. Svan FriSgeirsson, 3. b. 10.48 m. 3. Örn EiSsson, 3. bekk 10.23 m. Kringlukast. 1. Orn Eiðsson, 3. bekk 29.20 m. 2. Svan FriSgeirsson, 3. b. 27.71 m. 3. Matthías Björnsson, 2. b. 24.30 m. 800 m. hlaup. 1. Örn EiSsson, 3. bekk 2 m. 30.0 s. 2. Eiríkur Jónsson, 2. b. 2 m. 32.0 s. 3. Svan FriSgeirss., 3. b. 2 m. 36.0 s. 80 m. hlaup. 1. Matthías Björnsson, 2. b. 10.1 sek. 2. Örn EiSsson, 3. bekk 10.3 sek. 3. Svan Friðgeirsson, 3. bekk 10.4 s. Hástökk. 1. Baldur Gunnarsson, 3. b. 1.43 m. 2. Svan Friðgeirsson, 3. bekk 1,37 m. 3. Matthías Björnsson, 2. b. 1,36 m. mót. 4x100 m. boðhlaup. 1. Sveit þriðja bekkjar 55.0 sek. 2. Sveit annars bekkjar 56.0 sek. Keppt var um bikar, og hlaut 3. bekkur hann einnig, fékk bann 30 stig, annar bekkur 17 stig og 1. bekk- ur 0 stig. Keppendur voru alls 14. Flestir mjög lítt æfðir, þó sérstak- lega í köstunum, og má þvi telja á- rangurinn þolanlegan. Brunkeppni Skíðamóts Rvíkur. Brunkeppni Skíðamóts Beykjavíkur í B- og C-flokki fór fram 15. apríl í Skálafelli. í B-flokks keppninni mættu aðeins 3 til leiks af 15 skráðum þátttakendum. Fyrstur varð Eyjólfur Einarsson (Á.). í C-flokki voru 14 keppendur af rúmlega 30 skráðum. Úrslit urðu ]>au að fyrstur varð HjÖrtur Jónsson, (K. R.); Annar Eirik Eylands (Á.) og þriðji Magnús Þorsteinsson (K.B.). Brautin var um 2000 m. löng og á- þekk i báðum flokkum. Brunkeppni A-flokks var frestað til 13. maí, og fór hún einnig fram i Skálafelli. Meistari varð Georg Lúð- víksson (K.R.) á 86.1 sek., annar Jón M. JónSson (K.R.) 100.3 sek., þriðji Gísli Ólafsson (Í.H.) á 104.2 sek., fjórði Magnús Árnason (Í.H.) á 111.3 sek., Fimmti Haraldur Árnason (Í.R.) á 112.2 sek. og sjötti Tómas Á. Jónas- son (Í.H.) á 117.9 sek. Brunbrautin var um 1800 m. löng með 375 m. falli. Atliygli skal vakin á því að meðalhraði sigurvegarans var 75 km. á klukkustund eða rúmlega 20 metrar á sekúndu. Afmælisskíðamót K.R. Afmælisskíðamót K.R. fór fram að Skálafelli 20. apríl s.l. Keppt var i svigi karla, kvenna og unglinga. Úrslit urðu sem hér segir: A- og B-flokkur (6 þátttakendur). 1. Hörður Björnsson (Í.R.) 131.5 sek. 2. Jón M. Jónsson (K.R.) 132.6 sek. 3. Tómas Á. Jónasson (Í.H.) 143.4 s.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.