Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 31

Íþróttablaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 31
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 23 íMMW^alf^G&raLUi Fréttir frá Í.S.Í. Nýléga hafa verið skipaðir i SkíSa- ráð Reykjavíkur fulltrúar frá tveim- ur félögum. Knattspyrnufélaginu Valur: Jóhannes Bergsteinsson og íþróttafé- lagi Háskólans: Gísli Ólafsson. Ungmennasamband Borgarfjarðar hefur sótt um upptöku í Í.S.Í. Félags- menn eru 540 og sambandsstjóri Björn Jónsson, Deildartungu. Er ver- ið að ganga frá smáatriðium í sam- bandi við upptöku U.M.F.B. í Í.S.Í. Áheit að upphæð kr. 500.00 hefur oss borizt til íþróttaheimilisins frá hr. Henry Aaberg, rafvirkjameistára i Rvík. Orð'Sending' til sambandsfélaga Í.S.Í. Stjórn í. S. í. vill alvarlega minna sambandsfélög sin á að senda árs- skýrslur sínar fyrir árið 1943. Eru mörg félög enn, sem ekki hafa sent skýrslur, en stjórninni er nauðsynlegt að fá þær reglulega. Stjórnin vill beina þvi til íþróttafélagsstjórna og íþróttaráða, að vera sambandsstjórn- inni hjáipleg með innköllun þessara skýrslna. Afmæli og afmælishátíðir. Glímuféiagið Ármann hélt hátið- iegt i vetur 65 ára afmæli félagsins með því að hafa íþróttasýningar og kappmót á hverju kveldi í viku. Knattspyrnufélag Reykjavíkur hélt hátíðlegt í vetur 45 ára afmæli sitt með íþróttasýningum og kappleikum. Afmælishátíðunum lauk hjá báðum félögunum með stórveizlum. Stjórn íþróttahéraðs. ísfirðingar urðu fyrstir til þess að mynda sarntök milli félaga, sem að íþróttum vinna innan viss íþrótta- héraðs. Með því liafa þeir unnið að því að koma í framkvæmd ákvæðum íþróttalaganna og myndun héraðs- sambands eftir hinunx nýju lögum Í.S.Í. Samtökin ná yfir Bolungarvik, Hnífsdal, Skutulsfjörð, Arnardal og ísafjarðarkauptún og Súðvíkingum hefur verið boðið að vera með. íþróttaráðið, sem fyrir var, hefur bar með verið leyst af hólmi af héraðs- dómi, héraðsþingi, sérráðum og hér- aðstjórn. Samtökin eru tengd saman með ýtarlegum starfsreglum, þár sem t. d. dómsvald og framkvæmdavald eru aðskilin og áhugamönnum er gefið meira starfssvið með myndun sérráða. ísfirðingar eiga miklar þakkir fyrir framtakið og blaðið óskar þess að jxetta átak megi verða til blessunar. Vonandi koma fleiri á eftir. Stjórn íþróttabandalags ísafjarðar skipa: Sverrir Guðmundsson formað- ur, Hafsteinn O. Hannesson, Karl Bjarnason, Guðmundur Sveinsson og Magnús Konráðsson. í héraðsdóm voru kosnir: Friðrik Jónasson, Ágúst Leós og Salómon Haf- liðason. Tekna hyggst bandalagið að afla þannig: 1. Sambandið leggi einnar krónu árskatt á hvern einstakling. 2. Að lxalda minnst eitt íþróttamót á ári og um leið merkjasölu. 3. Með styrkjum frá ríki og bæ. Voru þessar tillögur samþykktar einróma. ]>á var borin franx svohljóðandi til- laga: „Fulltrúafundur Í.B.Í. skorar á stjórn Í.S.Í. að beita sér fyrir því, að fá lögum um skemmtanaskatt breytt þannig, að allur skemmtanaskattur renni til viðkomandi bæjar- eða sveita- félaga, og að skattinum verði einungis varið til þess að reisa íþróttamann- virki og styrkja aðra æskulýðsstarf- semi í viðkomandi héruðum. Fundur- inn lítur svo á, að brýna nauðsyn beri til að bæta nú þegar skilyrði til íþróttaiðkana i landinu, og tryggasta leiðin til þess sé að bæjar- og sveitar- félögum sé tryggður fastur tekjustofn til þessara framkvæmda“. Reykjaskóli. Reykjaskóli tók aftur til starfa á s.l. liausti eftir að hafa verið i leigu setu- tiðsins í 3 ár. Skólaliúsið var lagfært áður en skól- inn hófst og er allt hið vistlegasta. Skólinn var fullskipaður. íþróttalíf var þar mikið í vetur. íþróttakennari er Matthías Jónsson. Er skóla iauk, hóf- ust fjölsótt sundnámskeið. Til þeirra sækja börn úr suðurhreppum Stranda- sýslu og úr Vestur- og Austur-Húna- vídnssýslum. Aðstoðarsundkennari að Reykjum er Ásdís dóttir Erlings Páls- sonar yfirlögregluþjóns. Sundnámsksið. Sundnámsskeið voru í vor i öllum héraðsskólum iandsins. Námskeið í frjálsíþróttum. Þorgeir Sveinbjörnsson íþróttakenn- ari að Laugum, stofnaði til námskeiðs í frjálsíþróttum að Laugum. Nám- skeiðið lxófst þegar að skóla loknum og stóð í hálfan mánuð. Það sóttu 43 piltar víða af Austur- og Norðurlandi. Þorsteinn Einarsson mætti á nám- skeiðinu, leiðbeinti og sýndi kennslu- kvikmynd af frjálsum íþróttum. íþróttanefnd ríkisins. Nefndin hefur nýlokið úthlutun fjár úr íþróttasjóði, árið 1944. Úthlutað var kr. 472.000.00 Umsækjendur voru 70 og heildarupphæð umsókna liátt á aðra milljón krónur. Af því fé sem veitt var, fara kr. 301.000.00 til sund-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.