Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 30

Íþróttablaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 30
22 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Jjjiróttir crlcnóis „Bandaríska meistaramótið“ er nýafstaðið. Þessir urðu meist- arar: 100 m. Claude Young 10,5 sek. — 200 m. Charles Parker (17 ára) 21,3 sek. — 400 m. EI- more Harris 48,0 sek. — 800 m. Robst Kelly 1:54,8 mín. — 1500 m. Bill Hulse 3:54,3 mín.— 5000 m. James Rafferty 15:22,3 mín. 10000 m. Norman Bright 33:53,0 mín. — 3000 m. hindrunarhlaup Forrest Efaw 9:39,6 mln. — 110 m. grindahlaup Owen Cassidy 14,9 sek. — 200 m. grindahlaup Elmore Harris 24,1 sek. 400 m. gr. Gassidy 54,0 sek. Há- stökk Fred Slieffield og Willard Smith 2,01 m. — Langstökk: William Lund 7,10 m. — Þrí- stökk: Don Barksdale 14,49 m. Ivúluvarp: Earl Audet 16,07 m. — Kringlukast: Hugli Cannon 49,40 m. — Spjótkast: Martin Biles 64,31 m. — Sleggjukast: Heni-y Dreyer 50,59 m. íþróttasamband Dana. íþróttasamband Dana taldi á árinu 1942 alls 2831 félög með 480.415 félagsmönnum. Þar af eru 251.941 virkir félagar. Fyrstu 5 mánuði þess árs gengu 81 félag inn í sambandið með 11.000 félagsmenn. Árið 1942 háðu Danir 20 milli- ríkjakeppnir, þar af 16 við grannaþjóð sína Svía. Töpuðu þeir 10 af þeim keppnum en unnu 6. t Vejle á Jótlandi hefur risið upp nýr íþróttaskóli, sem Danir tengja miklar vonir við. Ákveðið hefur verið að gefa út danska iþróttaorðabók (lexikon) í tveimur bindum, ennfremur að koma upp sérstöku íþróttaminja- safni. Bezti íþróttamaður heimsins. Um s.l. áramót cfndi Associal- ed Press í Bandaríkjunum til at- kvæðagreiðsiu meðal 69 þekkt- ustu íþróttablaðamanna þar í landi, um það hver væri bezti iþróttamaður í heimi. Úrslitin urðu þau að Gunder Hágg fékk flest stig eða 109. Næsti maður, sem var atvinnubasehallleikar- inn Chandler, fékk 59 stig og sá þriðji var knattspyrnumaðurinn Bertelli með 57 st. Fjórði maður var stangarstökkvarinn Warmer- dam, seiii fékk 28 stig. Nr. 18 var Arne Anderson með 3 stig. Þetta er í fyrsta skipti í þau 13 ár, sem atkvæðagreiðsla um þetta efni liefur farið fram, að útlendingur hefur orðið nr. 1. Má nokkuð af þessu marka hve mik- il áhrif Hágg hefur liaft með ferð sinni og það á blaðamennina. Knattspyrna. Millilandakeppni i knattspyrnu milli Englendinga og' Skota fór fram 22. apríl s.l. og unnu Eng- lendingar með 3 mörkum gegn 2. Áhorfendur voru um 133.000. Ólympísk minningarhátíð. Svíar eru um þessar mundir að herjast fyrir því, að 50 ára endurvakningu Ölympíuleikanna verði minnst með alþjóðlegri íþróttaliátíð í Lausanne í Sviss í sumar. Evrópumet karla*). Hlaup. 100 metrar Chrisian Berger, Holland, 10.3 s. 100 metrar Lennart Strandberg, Svíþjóð, 10.3 s. 100 metrar Karl Neckerman, Þýzkaland, 10.3 s. 100 metrar Arthur Jonath, Þýzkaland, 10.3 s. 200 metrar Helmut Körnig, Þýskaland, 20.9 s. 400 metrar Rudolf Harbig, Þýzkaland, 46.0 s. 800 metrar Rudolf Harbig, 1 m. 46.6 s. 1.500 metrar Arne Anderson, Svíþjóð, 3 m. 45.0 s. 5.000 metrar Gunder Hágg, Svíþjóð, 13 m. 58.2 s. 10.000 metrar Taisto Máki, Finnland, 29 m. 52.6 s. 4x100 metrar German National Team (Borchmeyer, Hornberger, Necerman, Sheuring), Þýskaland, 40.1 s. 4x400 metrar English National Team (Wolff, Rampling, Roberts, Brown), England, 3 m. 9 s. 110 metrar Hákan Lidman, Svíþjóð, 14.3 s. *) Skýrslan er frá síðustu áramótum.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.