Íþróttablaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 36
28
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
íþróttastarfsemi U. M.F.
Reykjavíkur.
U.M.F. Reykjavíkur hefur í hyggju
að koma á laggirnar i Reykjavík starfs-
og dvalarheimili fyrir ungmennafé-
laga, sem dveljast í bænum. M. a. er
gert ráð fyrir íþrótta- og leikjasölum
í þessu heimili.
Nú hefur félagið fengið skýli til
bráðabirgðaafnota fyrir iþróttaiðkan-
ir á vegum félagsins var efnt tiJ
íþróttanámskeiðs þar sem Kjartan
Rergmann og Raldur Kristjónsson
voru aðalkennarar.
Kvöldvökur á Sig'Iufirði.
íþróttamenn á Siglufirði gengust
fyrir því á liðnum vetri að haldnar
volu kvöldvökur. \ kvöldvökunum
voru fJutt erindi og farið með ým-
islegt til skemmtunar. Almenningur
sótti kvöldvökurnar vel og Siglfirð-
ingar eru mjög ánægðir með betta
félagsstarf.
Göngulag Í.S.Í.
Sambandinu hefur borizt göngulag
frá Arna Björnssyni tónskáldi, sein
er tileinkað sambandinu.
Glímubók.
Stjórn Í.S.f. hefur ákveðið að gefa
út Glimubók Í.S.f. Hennar er orðið
mjög þörf með hinum vaxandi glímu-
áliuga um land allt.
Sundlaug Menntaskólans.
Nemendur Menntaskólans í Reykja-
vik hafa í hyggju að koma upp sund-
laug við sel skólans í Reykjakoti í
Ölfusi og hafa í því skyni efnt til fjár-
söfnunar með hlutaveltu o. fl.
6 nýjar sundlaugar.
Eftirtaldar sundlaugar tóku til
starfa á s.l. sumri:
Sundlaug Akraness,
Sundlaug Grenivikur,
Sundlaug Ólafsfjarðar,
Sundlaug Þórshafnar,
en tvær voru það siðla búnar að þær
komu ekki til afnota fyrir sund-
kennslu: Sundlaugin að Ásbyrgi í
Miðfirði, Grettissundlaug, Sundlaug
Skagastrandar.
Hlaupakeppni í hálfleik.
.4 tveim leikjum Walterskeppninn-
ar fóru fram hlaup i liálfleili, þar
sem 4 úrvaJslilauparar leiddu saman
hesta sina. í leiknum milli Vals og
Fram þ. (i./9. fór fram 400 m. hlaup
með þeim úrslitum, að Kjartan Jóhanns
son, Í.R. vann sigur og setti nýtt
glæsilegt ísl. met — 51,2 sek., sem
var 1,1 sek. betra en gamla metið. 2.
varð Brynj Ingólfsson, K.R. á 52,0
sek. eða einnig undir gamla metinu.
3. Árni Kjartansson, Á. á 53,8 sek.
og 4. Jóh. Bernhard, K.R. 53,9 selí.
Tveir drengir lilupu einnig, voru
það þeir Ósltar Jónsson, Í.R. (55,1) og
Páll Halldórss., K.R. (55,2). — í leikn-
um milli K.R. og Víkings þ. 10,/9. fór
frain 1000 m. lilaup og sigraði Kjartan
einnig i því hlaupi, en tókst ekki að
slá metið, enda var veður mjög óhag-
stætt. Tíminn var 2:42,2 mín. 2. var
Brynjólfur á 2:43,8 mín. 3. Sigurgeir
Ársælsson á 2:44,0 og 4. Indriði Jóns-
son, K.R. 2:40.7 min. Þessi nýbreytni
að hafa hlaupakeppni i hálfleik mælt-
ist mjög vel fyrir.
Iþróttakennaraskólinn.
1 Iþróttakennaraskólanum eru nú
14 nemendur, þar af eru 4 stúlkur.
Uiu inntöku höfðu sótt 24 piJtar
og 8 stúlkur víðsvegar af landinu.
Reykjanes.
Reykjanesskólinn liefir starfað i 10
ár. Aðaisteinn Eiríksson hefur verið
skólastjóri frá stofnun skólans, en lét
af störfum s.l. Iiaust og starfar nú sem
fulJtrúi á fræðslumálaskrifstofunni.
Mikil manuvirki hafa byggst á Reykja-
nesi þessi 10 ár. Bvggingar, sem við-
koma íþróttanáminu, eru þessar: 50
xl2 m. sundlaug með búningsklefum
og baðklefum ásamt tveimur Jiaðstof-
um, íþróttasalur 9x18 m. með tilheyr-
andi lierbergjum; ræst hefir verið
fram svæði fyrir íþróttavöll.
Um bennan merka skóla, sem á að
baki sér meir en 100 ára gamla sögu,
sem sundskóli, mun síðar birtast ýt-
arlegri frásögn.
Við skóJastjórn tók Þóroddur Guð-
mundsson, sem verið hefur undan-
farin ár kennari að Eiðum.
íþróttakennari er Aðalsteinn HalJs-
Héraöapamtök íþróttaaðila.
31. ágúst s.l. var stofnað íþrótta-
bandalag Reykjavíkur. innan þess vé-
banda eru öll íþróttafélögin í Reykja-
vík, nema Golfklúbbur íslands.
Unnið er að stofnun iþróttabanda-
lags á Akureyri.
Nýr sundkennari,
Jón D. Jónsson, sem um mörg ár
hefir verið i fremstu röð sundmanna í
Reykjavíli og nú seinustu ár þjálfari
Sundfél. Ægis, lauk i haust sundkenn-
araprófi með góðri einkunn.
Nýir Isikfimissalir.
Nýir leikfimissalir voru opnaðir til
notkunar síðasti. haust á eftirtöldum
stöðum:
Menntaskólanum í Reylcjavik,
Barnaskólanum i Gerðalireppi,
Menntaskólanum á Akureyri og
(tveir salir) íþróttahússins á Akureyri.
Sex leikfimissalir eru nú í smiðum.
íþróttablaðið
er að þessu sinni 28 síður, eða rúm-
Jega tvöfalt að stærð. Næsta blað, sem
væntanlega kemur út fyrir nýár verð-
ur 32 bls. að stærð, eða tæplega þre-
falt, og verður það síðasta thl. ár-
gangsins.
Kaupendur eru vinsamlegast beðnir
að afsaka drátt þann, sem orðið hef-
ur á útkomu blaðsins, en að þessu
sinni stafaði hann af prentaraverkfall-
inu, því að blaðið var fullsett, er
verkfallið hófst, þann 1. okt. s.l.
J----------------------------------
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ.
Útgefandi: íþróttablaðið h/f.
Ritstjóri: Þorsteinn Jósepsson.
Ritnefnd: Benedikt Jakobsson,
Þorsteinn Einarsson.
Blaðstjórn: Ben. G. Waage, Kristján
L. Gestsson, Jens Guð-
björnsson, Sigurjón Pét-
ursson, Þorst. Einarsson.
Afgreiðslum.: Þórarinn Magnússon,
Haðarstíg 10.
Utanáskrift: íþróttablaðið, Póst-
hólf 367, Reykjavík.
Verð: Kr. 20.00 pr. árg.
Kr. 2.50 pr. tbl.
Herbertsprent
son..