Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 14
6 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Oliver Steinn í 100 m. hlaupi. því lítið kynnst leikfimi og öðr- um íþróttum fyrr en cg kom í Flensborgarskólann, sem varð þó heldur lítið þar, þar eð ég sakir iasleika varð að slep])a leikfim- inni, sem þó var skyldugrein í skólanum. Samt sem áður varð það úr, einhverra liluta vegna, að ég tók þátt í þessu móti, ég man nú ekki gjörla hver aðdrag- andinn var, en hitt er víst, að ég keppti þarna í langstökki, sem seinna átti eftir að verða mín sterkasta grein, þó stökklengd mín væri ekki mikil þá, aðeins 5.70 m., enda niunu aðstæður hafa verið öi’ðugar því sigurveg- arinn stökk 6.02 m. Einnig kepjiti ég þarna í boðhlaupi, ekki þó vegna þess að ég væri svo dug- legur að hlaupa, heldur vegna hins, að þetta voru 10 manna sveitir. Ég held að mönnum séu valdar brautir yfirleitt eftir styrk- leika þeirra í svona boðhlaup- um, og sá bezti fái þá venjulega beztu brautina. Hlaupastyrk minn mátti því dæma í þetta sinn á því, að ég mun hafa fengið ein- hverja lélegustu brautina, sem um var að ræða. Um þetta leyti ríkti hin mesta deyfð yfir frjálsnm íþróttilm hér, þvi 1939 keppti ég í fyrsta sinni á opinberu móti í Rvík þ. 17. júní og var þá t. d. aðeins ég og Sig. Sigurðsson frá Vestmannaevj- um, sem kepptum i hástökki, svipað var með ýmsar aðrar greinar t. d. mættu þarna 3 kepp- endur í langstökki, sem betur fer er þetta öðruvisi nú. Mér var sagt að Oliver í langstökki. lágmarkshæð i hást. væri 1.55 m. og mun það hafa fæll þátttakend- ur frá því, því þá þótli allgott að komast vfir 1.60 m., og 1.70 m. var afbragðsgott, nú er öldin önn- ur. Nú hugsa menn vfirleitt 20 cm. hærra. Beztu árangrar mínir þetta fyrsta sumar, sem ég keppti voru þessir: Hástökk 1.60 m., lang- stökk 6.18 og þrístökk 12.83 m. Ekki nægði þetta til þess að sigra i neinni af þessum grein- um, þó mun ég hafa hlotið ann- að sætið fyrir þau. Á Allsherjar- móti Í.S.Í. árið eftir sigraði ég í fyrsta sinn í þríst., þó aðeins með 1 cm. í síðasta stökkinu, stökk þá 12.84 m. og sýnir það hezt hversu mjög árangrar voru Iakari þá en þeir eru núna, raun- ar voru stökkin þá heldur „lengra niðri“ en sumar hinna greinanna. A Meistaramótinu þetta ár varð ég svo tvöfaldur íslandsmeistari, í langstökki, stökk 6.37 m., sem þótti, held ég, allgott þá, og í þrístökki, stökk rétta 13 m. og þótti þá sæmilegt. Bezta afrek mitt í hástökki þetta sumar var 1.67 m. Sumarið 1941 urðu framfarir ekki að sama skapi og búast hefði mátt við, því það sumar byrja ég í rauninni að æfa fvrir alvöru. Til þessa hafði ég keppt fyrir F.H. en nú kom ýmislegt til greina, sem virtist ætla að hinda enda á þátttöku mina í frjálsíþr. t. d. fór Hallst Hin- riksson og ýmsir helztu frjáls- íþr.nlenn Hafnarfjarðar úr bæn- um yfir sumartímann, svo var hernámið, Iierinn hafði lagt veg Oliver i hástökki.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.