Íþróttablaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
19
Þorsteinn Einarsson:
Trapr liástökk§aðferðir
Persónulegir (líkamlegir og
andlegir) eiginleikar stökkmanns
leiða í ljós haganlegustu aðferð-
ina. Hún á ekki að vera ákveðin
af einhverjum öðrum, né hermd
eftir aðferð einhvers góðs stökk-
manns í öllum atriðum. Hver
stökkmaður liefir sína séreigin-
leika, til þess að framkvæma á
eðlilegan hátt hreyfingaröðina í
stökkinu. Kennari eða félagi,
sem æfir með þér, getur sagt
til og ráðlagt ýmislegt viðvíkj-
andi skekkjum, t. d. í uppstökki,
af fljótum holvindum eða fót-
lyftum. Ungur maður, sem stekk-
ur 1.60 m. býr yfir einhverjum
góðum eiginleikum. Á þeim eig-
inleikum verður að byggja stökk-
aðferð og efla stokkgetu.
Sniðstökk.*)
Það er haft eftir Boyd Com-
stock, sem er þekktur amerískur
þjálfari, og þjálfaði t. d. ítalina
undir seinustu Olympíuleika, að
stökkva skuli þannig: „Með þessu
stökklagi hleypur þú að ránni,
stekkur beint upp og svo snýrðu
þér“.
Hann mælti af reynslu, því
hann hafði séð alltof marga
*) Samanber sniðglímu með hægri
fæti á lofti. Þá er snúningur fótleggj-
ar (hællinn upp) hinn sami og snún-
ingur sveiflufótar í ]>essari stökkað-
ferð. Skástökk er rangnefni, þvi að
i öðrum aðferðum er einnig stokkið
á ská. — Að saxa hefir verið leitt
orð um fótaskiptinguna. í stað þess
mætti nota orðin: sníða eða að snið-
ganga.
stökkmenn snúa sér of fljótt i
uppstökkinu.
Þú hleypur í atrennunni beint
að, eða sem algengara er með
þessu stökklagi, á ská í 45° stefnu
á rána. Eftir því sem atrennan er
skásneiddari, verður flugið vfir
rána lengra. Skásneiddari at-
rennu en 45° er því ekki heppi-
legt að nota.Ástæðan til þess, að
hlaupið er á ská er sú, að þá er
hægt að stökkva upp nær ránni.
Ef þú stekkur upp af vinstra
fæti, þá hleypur þú til frá hægri
því að þú stekkur upp af fætin-
um, sem f jær er ránni, með þessu
stökklagi.
í uppstökkinu á fóturinn að
snúa beint fram — livorki út- eða
innskeifur. Uppstökks-f jarlægð frá
ránni er mjög hæfileg 4—4% fet.
Það hafa verið til afreks-
stökkmenn í sniðstökki, sem náð
hafa góðum árangri með þvi að
sveifla lausa fætinum beinum
upp, með öflugu sparki. Þetta er
samt galli, — (reyndu það sjálf-
ur) — því að ef sveiflan er of
há, hindrar hún fráspyrnu stöklc-
fótarins.
Flestir sniðstökksmenn stökkva
upp með hárri hnélyftu sveiflu-
fótar (1. mynd 1) og fóturinn
réttist ekki fyrr en hann er á
móts við rána. Örmunum er og
sveiflað upp, til þess að auka
lyftinguna og lialda jafnvægi i
stökkinu. Líkaminn verður að
vera beinn og teygt úr öllum
liðamótum stökkhliðarinnar og
þungamiðjan lóðrétt yfir stökk-
fætinum, þegar hann sleppir
jörðu (1. mynd 1). I stökki af
vinstra fæti er vinstra handlegg
sveiflað upp á undan.
Nú ríður mikið á, að stökkfæt-
inum sé livorki of seint né of
fljótt sveiflað upp í jafnhæð við
Hástökk með sniðstökksaðferð. Myndasamstæðan uf Willy Ward þekktum
stökkmanni í Bandaríkjnnnm. Hann stekkur npp af vinstra fæti.