Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.09.1944, Blaðsíða 9
íf > VIII. árgangur . Reykjavík, ágúst—september 1944. 8.—9. tölublað. Á undanförnum árum hafa orðið miklar framfarir í íþróttamálum þjóð- arinnar. Fleiri og fleiri ungir karlar og konur hafa fylkt sér undir merki íþrótt- anna. Úli um landið hefur þessi ádiugi alveg sérstaklega vaknað og er það gleðiefni öllum sem þessum málum unna. Þrátt fyrir þetta verðum við að horfast í augu við þann sannleika að íþróttaaðbúnaðurinn stendur í veginum fyrir enn örari vexti íþróttahreyfingarinnar. Eins og nú standa sakir, mun að- eins einn löglegur íþróttavöllur vera til á landinu, en það er Iþróttavöllurinn í Reykjavík. Enda er það svo, að stærri mót fara flest fram þar. Væru nú lög- tegir vellir til anríarsstaðar, mundu mótin vissulega fara þar fram við og við, það væri auglýsing fyrir íþróttahreyfinguna á þeim staðnum, sem þau færu fram, og ætti að hrífa menn til starfa. Úti um landið eru samt haldin iþróttamót með fjölda góðra íþróttamanna. Sumir þeirra eru farnir að ná svo góðum árangri, að þeir standa í sumum greinum á sporði þeim beztu úr Reykjavík. En meðan mótin fara fram á ólög- legum vetli eru afrekin tortryggð og fá ekki þái viðurkenningu, sem þau eiga skilið. Það sem íþróttamennirnir eiga að gera, er að sameinast um það, að koma sér upp löglegum skilyrðum og virðist sannarlega vera tími til þess kominn. Fyrst verður að koma upp velli í hverjum landsfjórðungi og í sannleika þolir það enga bið. Næsta skrefið verðitr svo, að hveri íþrótta-umdæmi eignist sinn eigin völl, völl, sem ekki gefur tilefni til að véfengja afrekin, sem þar eru unnin. Án athafna ná hvorki einstaklingar né félög árangri, livorki utan vallar né innan, í leik eða sinu eigin lifi. Hér er nauðsynjamál á ferðinni, sem allir íþróttamenn verða að vinna djarflega að, ekki aðeins iþróttamennirnir sjálfir, einnig sýslufélög, hrepps- og bæjafélóg verða að leggja hönd á plóginn. Þetta er menningarmál, sem nútíminn krefst að sé sómi sýndur, og þessvegna geta opinberir aðilar ekki skorizt úr leik eða sýnt þessu sinnuleysi. Sú skylda hvílir þó alltaf á íþróttamönnunum sjálfum, að hrífa þessa aðila með sínum eldlega áhuga og vilja. Þetta hlýtur því að verða metnaðarmál hvers byggðarlags, hvers íþróttamanns, sem hefur siðferðilega og íþróttalega kröfu til þess að ekki sé svo að honum búið, að afrek hans séu tortrygð og véfengd.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.