Íþróttablaðið - 01.12.1969, Qupperneq 18
Anton Bjarnason, hinn margreyndi landsliðsmaður í kattspyrnu og körfu-
knattleik kennir knattíþróttir, en Mínerva Jónsdóttir kennir stúlkum leikfimi.
Það er rétt, hann kom að skól-
anum í haust, og hefur tekið við
allri knattleikjakennslu, en hana
önnuðust áður, auk mín, þeir
Karl Guðmundsson, Viðar Sím-
onarson og Einar Ólafsson.
Nú er aðsókn að íþróttakenn-
araskóla Islands mjög mikil og
umsóknir langtum fleiri en hægt
er að sinna. Er ekki erfitt verk
að taka nemendur í skólann?
Jú, vegna þess að ég þarf að
synja svo mörgum.
Annars er það skoðun mín,
að í kennaraskóla eigi að velja
nemendur, og það val verði að
vanda. Vitanlega verður að leggja
til grundvallar ákveðið undir-
búningsnám og jafnvel ákveðna
lágmarkseinkunn. En einkunnin
ein segir alls ekki allt um hæfni
nemandans til að stunda nám í
kennaraskóla og allra sízt íþrótta-
kennaraskóla. Þess vegna er leit-
að ítai'legra upplýsinga um þá,
er hyggja á nám í Iþróttakenn-
araskóla Islands. Síðan er valið
úr umsækjendahópnum. Með
þessu móti hefur tekizt að fá
í skólann yfirgnæfandi fjölda
nemenda sem eru heilbrigðir og
hraustir og geta einbeitt sér að
náminu, eru reglusamir og dug-
andi kennarar og leiðtogar, sem
óhætt er að treysta.
Nú hefur íþróttasamband ís-
lands hafið starfrækslu íþrótta-
miðstöðvar á Laugarvatni. Hvern-
ig lízt þér á þá starfsemi?
Mjög vel. Ég þekki ekki ann-
an stað á íslandi sem er betur
fallinn til svona starfsemi en
Laugarvatn.
Náttúrugæði staðarins, nátt-
úrufegurð og fjölbreytni í lands-
lagi er mikil og býður fram
mikla möguleika, sem hagnýta
má í þágu íþrótanna. Auk þess
sem staðurinn býr tiltölulega
vel, hvað húsnæði snertir og
í þróttamannvirki.
Þegar byrjunarörðugleikarnir
eru yfirstignir og íþróttafélögin
og sérsamböndin hafa lært að
hagnýta þessa aðstöðu, er ég þess
fullviss að allir, sem til þekkja,
fagna þeirri ákvörðun að gera
Laugarvatn að íþróttamiðstöð.
Er ekki tímabært að breyta
lögunum um skólann, t. d. lengja
námstímann?
Jú, vissulega. Árið 1916 ritaði
Jónas Jónsson í Skinfaxa um
íþróttaskóla. Setti hann fram þá
skoðun sína að slíkur skóli þyrfti
að starfa í 9—10 mánuði á ári.
r------------------------------------------------>.
Vér erum umboðsmenn fyrir þýzku Dieselverksmiðjuna
KLOCKNER-HUMBOLT-DEUTZ,
stærstu Dieselverksmiðju í heimi, hin elzta og
reyndasta í sinni grein.
MARGRA ÁRA REYNSLA HÉR Á LANDI.
HAMAR H.F.
Elzta og reyndasta vélaverkstæfti landsins.
Símar 2 2123 — 2 2125
v-------------------------------------------------)
74
fÞRÓTTABLAÐIÐ