Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1974, Qupperneq 3

Íþróttablaðið - 01.11.1974, Qupperneq 3
Ritstjómarspjall SIG. MAGNÚSSON Trimm á vinnustað Á tímum almenns áhuga fyrir útivist og hreyfingu og með vaxandi skilningi á þörf hins almenna borgara á því að sýna líkama sínum tilhlýðilega ræktarsemi, koma margar leiðir til greina þegar um það er að ræða að ná til fjöldans. Trimmáróðurinn, sem haldið hefur verið uppi á undan- förnum árum, hefur gert sitt til að vekja fólk til umhugsunar í þessum efnum. Fleiri og fleiri gera sér það Ijóst, að ekki dugir að láta líkamann grotna niður vegna hugsunar- eða hirðuleysis. Andlegu og sálrænu áhrifin af því að leggja stund á útivist og hreyfingu eru heldur ekki minna virði. Það hefur kom all greinilega í Ijós á þeim tíma sem trimm- áróðurinn hefur staðið, að því eru viss takmörk sett, hvað íþróttahreyfingin getur og vill gera í þessum efnum. Til þess liggja í mörgum tilfellum eðlilegar orsakir. Þannig eru íþróttahúsin fullsetin alla daga frá morgni til kvölds vegna æfinga og þjálfunar undir þá starfsemi sem fyrir er. For- ystumenn íþróttafélaganna hafa líka ærið nóg á sinni könnu við að halda uppi allri þeirri fjölbreyttu starfsemi sem keppn- isíþróttirnar krefjast. Sumir forystumanna íþróttafélaganna hafa líka takmarkaðan áhuga á þeirri íþróttastarfsemi, sem ekki fylgir nógu spennandi keppni, met og afrek. Hinu má heldur ekki gleyma, að enda þótt íþróttahúsin séu þétt setin og færri komist að en vilja, eru margvíslegir aðrir möguleikar fyrir hendi, þegar um almenningsíþróttir er að ræða. Það er hins vegar sýnilegt, að til að ná umtalsverðum árangri á nýjum vettvangi, þarf íþróttahreyfingin að fara nýjar leiðir, virkja nýja aðila og fá þannig enn fieiri til þátt- töku í íþróttum og útilífi. Reynsla annarra þjóða í þessum efnum er ekki ólík því sem gerist hér hjá okkur, þótt nokkuð sé það mismunandi. Ein virkasta leiðin til að bæta úr í þesum efnum er, að íþróttastarfsemin hasli sér völl á nýjum vígstöðvum. Þessar nýju vígstöðvar eru fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og tegundum. Meðal starfsfólks fyrirtækja þarf að skipuleggja fjölbreytt íþrótta- og félagsmálastarf með íþróttir og útiveru sem aðal viðfangsefni. Trimm á þessum vettvangi býður upp á ótelj- andi möguleika. íþróttablaðið mun á næstunni gera þessum málum nán- ari skil. Málgagn Iþróttasambands tslands Ritstjóri: Siguróur Magnússon Fulltrúi Frjáls Framtaks vió útgáfuna: Jón B. Pétursson Skrifstofa ritstjórnar: tþróttamióstöóinni Laugardal Útgefandi: Frjáls framtak hf. Framkvæmdastjóri: Jóhann Briem Skrifstofa og afgreiósla: Laugavegi 178 Sfmar 82300, 82302 Blaóió kemur út annan hvern mánuó. Lausasóluverökr. 165,00 eintakiö Árgjald kr. 990. Héraössambönd innan tSt: Héraössamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu Héraössamband Strandamanna Héraössamband Suöur-Þingeyinga Héraössamband Vestur-tsfiröinga Héraössambandiö Skarphéöinn tþróttabandalag Akraness tþróttabandalag Akureyrar iþróttabandalag Hafnarfjarðar tþróttabandalag tsafjaröar tþróttabandalag Keflavikur tþróttabandalag Ólafsfjaröar tþróttabandalag Reykjavfkur trþóttabandalag Siglufjaröar tþróttabandalag Suöurnesja iþróttabandalag Vestmannaeyja Ungmenna- og iþróttasamband Austurlands Ungmennasamband. A.-Húnvetninga Ungmennasamaband Borgarfjaröar Ungmennasamband Dalamanna Ungmennasamband Eyjafjarðar Ungmennasamband Kjalarnessþings Ungmennasamband N.-Þingeyinga Ungmennasamband Skagafjaröar Ungmennasamband V.-Húnvetninga Ungmennasamband V.-Skaft. Ungmbnnasambandið Úlfljótur Sérsambnönd innan ÍSI: Badmintonsamband tslands Blaksamband tslands Borötennissamband tslands Fimleikasamband tslands Frjálsfþróttasamband tslands Gllmusamband tslands Golfsamband tslands Handknattleikssamband tslands Júdósamband tslands Knattspyrnusamband lslands Körfuknattleikssamband tslands Lyftingasamband tslands Siglingasamband tslands Sklöasamband tslands Sundsamband tslands. 3

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.