Íþróttablaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 7
ADSTADAN HEFUR EKKI
SKAPAD AFREKSFÓLKID
— heldur eldmóður og úhugi
Ekkert knattspyrnulið á Islandi hef-
ur notið eins mikilla vinsælda um land
allt og lið Akurnesinga á árunum milli
1950—1960 og margir eru beirrar skoð-
unar að það lið sé það besta, sem við
höfum eignast fyrr og síðar. Hvað sem
segja má um Þessa fuilyrðingu, er það
víst, að margir minnast gömlu kapp-
anna frá Akranesi enn þann dag í dag
og þeirra sigra sem Þeir unnu. Þótt Þeir
kappar sem skipuðu liðið á gullaldar-
árunum hafi allir og Það fyrir Iöngu
lagt skóna á hilluna, 'hafa aðrir yngri
tekið við og gera enn garðinn frægann
með góðum sigrum og skemmst er að
minnast þess að á s.l. sumri fór Is-
iandsbikarinn enn einu sinni til Akra-
ness. þangað sem hann kom fyrst árið
1951. Skagamenn segja, að þeir hafi ekki
ihug á því, að skila honum aftur næstu
árin, en hvort þeim tekst að standa við
þá ætlun sína, mun koma í Ijós síðar.
KN ATTSP YRNUBÆRINN
Akranes hefur oft verið nefndur knatt-
spyrnubærinn og það ekki af ástæðu-
lausu, því bar hefur knattspyrnan um
hálfrar aldar skeið verið vinsæl íþrótt og
hafa bæjarbúar sett sitt stolt og metnað
í að lið þeirra sé í fremstu röð. — Það
eru liðin liðlega 50 ár síðan knattspyrn-
an var fyrst iðkuð á Akranesi. Séra
Friðrik Friðriksson, sem lagði grund-
vöilinn að stofnun Vals árið 1911 var
oft á Akranesi á þeim árum og hélt fundi
fyrir drengi i Akraneskirkju. Oftsinnis
minntist hann á knattspyrnu og það
félag, sem hann átti hvað mestan þátt
í að stofna. Hvatti hann unga drengi á
Akranesi tii að æfa knattspyrnu og
stofna með sér félag um þessa íþrótt.
Árið 1922 komu nokkrir drengir saman,
á aldrinum 10—13 ára og stofnuðu knatt-
spyrnufélagið Kára. Þeir voru fátækir
og fákunnandi um flest, sem að slíkri
félagsstofnun laut ,en fengu til liðs við
sig mætan mann, Sveinbjörn Oddsson,
sem samdi fyrir þá lög fyrir félagið.
Ekki er ætlunin að rekja nánar stofnun
þess félags hér, en þess má geta, að
tveim árum síðar stofnuðu aðrir dreng-
ir á Akranesi annað knattspyrnufélag,
sem í upphafi hét Njörður, en var
skömmu síðar gefið nýtt nafn, Knatt-
spyrnufélag Akraness. Bæði þessi félög
starfa enn þann dag í dag og hafa lagt
til knattspyrnumenn, sem margir hverj-
ir hafa náð í fremstu röð.
Árið 1934 er Iþróttaráð Akraness stofn
að til þess að vera sameiginlegur tengi-
liður alls íþróttastarfs á Akranesi, en
árið 1946 er breytt um nefn, í Iþrótta-
bandalag Akraness og undir því nafni
hafa íþróttamenn frá Akranesi keppt æ
síðan í landsmótum og öðrum keppnum
utan bæjarins.
Þess má geta, að fyrsti formaður
Iþróttaráðs Akraness var hinn lands-
kunni knattspyrnuþjálfari, Axel Andrés-
son, sem um langt árabil ferðaðist um
landið og kenndi knattspyrnu og 'hafa
margir af okkar eldri knattspyrnumönn-
um notið tilsagnar hans.
ÍÞRÓTTAMANNVIRKI
Þótt nú sé á Akranesi glæsilegur gras-
völlur, einn sá besti hér á landi, með
skemmtilegum áhorfendasvæðum, sem
eru einstæð að því leytinu til, að þau
eru grasi lögð, hefur ekki alltaf svo
Akranes hlauí íslandsmelsfaratignina
1974, hér afhendir Ellert Schram, for-
maður KSÍ sigurlaunin.
7