Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1974, Qupperneq 11

Íþróttablaðið - 01.11.1974, Qupperneq 11
Ekki að furða þótt menn þyrsti í hita leiksins, greinarhSfondur drekfcw Ofl Ríkharður fylgist með. en að tekjurnar 'þyrftu að verða um 5 milljónir króna, til að endar næðu saman. Hvernig er þessara peninga afl- að, þar sem vitað er að knattspyrnan gefur ekki nema lítinn hluta þeirra? — Það er með ýmsum hætti, sögðu þeir knattspyrnuráðsmenn. Við erum með happdrætti, gefum út auglýsingablað, er- um með auglýsingar á vellinum, þá er stuðningur frá bæjaryfirvöldum veruleg- ur, svo og frá einstaklingum og fyrir- tækjum og ekki má gleyma brottflutt- um Akurnesingum, sem bafa myndað styrktarfélag og styðja okkur á marg- víslegan hátt. Okkur hefur aldrei gengið betur að afla tekna en í ár, sögðu þeir og við vonurn að svo verði í framtíð- inni. En til þess, að tekjuöflun okkar gangi vel, verður liðið okkar að standa sig — á því er mikil nauðsyn og að því stefnum við að sjálfsögðu, sögðu þeir. Að lokum báðu þeir um, að sendar væru bestu kveðjur til allra velunnara iiðsins með þakklæti fyrir veittan stuðning, sem þeir vonuðu að framhald yrði á, á komandi árum. STEFNUM AÐ FJÖLBREYTTU ÍÞRÓTTASTARFI Við sláum botninn i þessa heimsókn til Akraness með þvi að ganga á fund formanns íþróttabandalags Akraness, sem nú er Rikharður Jónsson, maður sem óþarfi er að eyða mörgum orðum í að kynna fyrir íþróttaunnendum. Rík- harður á sér að baki einn lengstan og glæstastan feril íslenskra knattspyrnu- manna, bæði með sínu félagsliði og lands liði, auk þess sem hann hefur þjálfað lið fA lengst allra, eða í nær 20 ár. Und- ir 'hans stjórn hafa Akurnesingar unnið flesta sína mestu sigra á knattspyrnu- vellinum, bæði heima og erlendis. — Það er margs að minnast frá liðn- um árum, sem of langt mál er að ræða um í stuttu viðtali. En fyrst Þú spyrð um minnisstæða leiki með Akranesliðinu, þá vil ég fyrst minnast á leik okkar við Þýskalandsmeistarana 1954, Hannover 96, sem fram fór í Hannover. Lauk leikn- um með jafntefli 1—1. Það var athyglis- vert við þennan leik, að Hannover 96 hafði fengið til styrktar við sig lands- liðsmann frá öðru félagi og átí.i. hann að „punta“ upp á aðsóknina. En Ólaf- ur Vilhjálmsson bakvörður okkar, sem var einn af þeim fáu, sem ekki komst í landslið úr Akranesliðinu á þessum árum, átti stórleik þannig að þessi lands- liðsmaður sást ekki í leiknum. Nú þá má minnast sigurs okkar yfir úrvals- liðinu frá Rínarlöndum, sem kom hingað árið 1953. Þann leik unnum við 5—0, en minnisstætt atvik úr þeim leik var, þegar ég skallaði yfir markvörðinn og er knötturinn var að rúlla í mannlaust markið kom einn af fararstjórum liðs- ins og sparkaði honum á brott, þannig að sjötta mark okkar varð ekki að veru- leika. Einnig mætti minnast á jafnteflis- leik okkar við Hamborgarúrvalið, en sá leikur fór fram á Akranesi. Mikil að- sókn var að þeim leik, eða álíka fjöldi og allir íbúar Akraness, sem á þeim árum voru talsvert á fjórða þúsund. Já, það er erfitt að velja út, enda margs að minn- ast frá þessum árum, svo ekki sé minnst á landsleikina. — Margir velta því fyrir sér, ihver sé ástæðan fyrir því að Akurnesingar komu allt i einu með svo sterkt lið árið 1951, sem raun ber vitni. — Þegar ég kom til Akraness árið 1951 voru fyrir góðir knattspyrnumenn og mjög áhugasamir, sem höfðu staðið sig ágætlega í mótinu árið áður. Nú mér var búið að ganga ágætlega með Fram, þannig að það getur verið, að aðeins hafi vantað herslumuninn. Við unnum fyrsta leikinn i mótinu með yfirburðum, þannig að við lentum aldrei i neinum vandræðum. Leikmenn voru mjög sam- taka í einu sem öllu, enda vorum við á líkum aldri og höfðum velflestir leikið saman i gegnum yngri flokkana og unn- ið landsmót 2. flokks árið 1946 Síðan ræddum við íþróttalífið á Akra- nesi í dag og aðstöðuna til íþróttaiðk- ana. Ríkharður sagði, að aðildarfélög Iþróttabandalags Akraness væru sex; Knattspyrnufélögin Kári og KA, Sund- félag Akraness, Golfklúbburinn Leynir, Ungmennafélagið Skipaskagi og Lyft- ingafélagið, sem væri þeirra yngst og stofnað á s.l. vetri. Hvað aðstöðu til íþróttaiðkana varðar, þá væri hún góð í sambandi við knattspyrnu þar sem til væri grasvöllur og malarvöllur, að ó- gleymdum Langasandi, þar sem væri hin besta aðstaða, sem til væri hér á landi til útiæfinga knattspyrnumanna yfir vetrartímann. Gamla iþróttahúsið, sem á sínum tíma var byggt í sjálfboðaliðs- vinnu af miklum vanefnum, væri fyrir löngu orðið úrelt og þjónaði ekki til- gangi sínum, gerða það að verkum að handknattleikur og aðrar innanhúss- íþróttir ættu sér erfitt uppdráttar. En hann gat Þess, að í byggingu væri íþrótta hús, hið glæsilegasta hér á landi, þar sem yrði löglegur keppnisvöllur 20x40 m. fyrir t.d. handknattleik og áhorfenda- svæði fyrir um 1000 manns. Auk þess yrði í húsinu aðstaða fyrir félagsstarf- semi íþrótta- og æskulýðsfélaga, sem er nýlunda í slíkum húsum hér á landi. Iþróttahúsið er búið að vera ein 10 ár í byggingu, en vonandi hyllir undir það, innan ekki of margra ára, að Það verði tekið í notkun. Varðandi byggingu nýrrar sundlaugar liggur ekkert fyrir, enn sem komið er, en brýn nauðsyn er að fara að vinna að því máli. Að lokum sagði Rikharður, að íþrótta- fólk á Akranesi hefði alla tíð notið mik- illar velvildar og skilnings forráðamanna Akraneskaupstaðar, svo og bæjarbúa og einstakra fyrirtækja. Þá mætti heldur ekki gleyma brottfluttum Akurnesing- um, sem fyrir mörgum árum stofnuðu með sér félag til þess að styrkja íþrótta- starfsemi á Akranesi. Þeirra stuðningur væri ómetanlegur i gegnum árin, en formaður félagins væri nú Ólafur Odds- son bifreiðarstjóri hjá BSR. Allan þennan stuðning er okkur skylt að þakka, en það gerum við best með því, að efla íþróttastarfið, jafn félags- Iega sem iþróttalega og að því stefnum við. 11

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.