Íþróttablaðið - 01.11.1974, Side 27

Íþróttablaðið - 01.11.1974, Side 27
varlega i veginn þann, ef svo ber und- ;r. En hitt er svo annað mál að Beru- fjörður, Hamarsfjörður og Álftafjörður eru skemmtilegar sveitir, að fara um. Upplagt að yfirgefa farartækið öðru hvoru og fá sér göngutúr ef vel viðrar. 1 Austur-Skaftafellssýslu tekur við töfraland hið mesta. 1 Lónssveit eru fjöllin einstaklega litskrúðug, og þeir sem eru svo vel akandi að vera á jeppa, geta komist i kynni við einhverja mestu furðuveröld landsins í Lónsöræfum. Frá Almannaskarði blasir við í einni sjónhendingu öll hin hrikalega suður- brún Vatnajökuls, en neðan hennar sand- ar og sveitir, Nesin, Mýrar og Suður- sveit.^Og loks erum við komin i ör- æfin, þessa sveit, sem ihefur verið heill- uð einhvers konar ljóma í hugum svo margra, en færri haft tækifæri til að iheimsækja þar til nú að happdrættið hefur sigrað sandinn og jökulelfurnar miklu. □ ÖRÆFASVEIT Sveitin milli sanda hefur hún oft ver- ið köiluð, Öræfasveit, enda naktir eyði- sandar á báðar hendur. 1 þessari sveit dugir ekki að aka í gegn og teyga í sig náttúrufegurð gegnum bílrúðu. Hér er líka gott að dvelja og fara i smáferða- lög og skoða sig um. Skaftafell er að sjálfsögðu sá staður, sem mönnum leik- ur mest forvitni á að kynnast, en innan þjóðgarðsins er fjöldamargt að skoða. Þarna er aðeins einn hliðarvegur af þjóðveginum, þeim ágæta hringvegi. Þessi vegur liggur niður um Meðalland og Landbrot (vesturendinn austan við Eldvatn, austurendinn vestan við Skaft- árbrú). Austan við Lómagnúp inn undir Vatnajökli er Núpsstaðaskógur, unaðs- reitur hinn mesti, en því miður er heldur torsótt þangað og fá of fáir þennan stað augum litið af þeim sökum. Á fjallið Kaldbak upp af Síðunni er þægilegur göngutúr og útsýni hið fegursta. Upp úr Skaftártungu liggur svo Fjallabaksveg- ur. □ MÝRDALSSANDUR AÐ HELLISHEIÐI Austan Markarfljóts verða menn að halda sig við þjóðveginn að mestu. Þar er fáar útrásir hægt að gera. Ferð út í Hjörleifshöfða er sjálfsögð ef skyggni er gott. Gamli vegurinn yfir Höfða- brekkuheiði er og skemmtileg Ieið, en betra að vera viss um ástand vegarins áður en lagt er út á hann. Út í Dyrhólaey er alveg sjálfsagt að koma, þ.e. ef leiðin þangað yfir sand- inn er fær vegna vatnsagans. Þá er athyglisverð leiðin að útrás Jökulsár Framhald á bls. 46 VlNARBORG; Austurríki: Ný sundföt hafn verifí kynnt. Þau eru úr nýju efni mefí nýju snifíi, sem á afí minnka mót- stöfíu vatnsins og þannig afí auka hrafíann. Á Evrópumeist- aramótinu í sundi voru nokkr- ar stúlknarvna í þessum nýju sundfötum. Ulrike Tauber frá Austur-Þýskalandi sést á mynd unum rétt áfíur en hún demdi sér út í laugina og setti í þessu sundi heimsmet í jOO metra fjór sundi, j,52,j2 mín REUTLINGEN; V-Þýskalandi: Hér er ekki beint hugsafí um afí ná fram 'hrafía kappsunds- fólksins, heldur mýkt og glœsi- leik ungu kvennanna. Sam- kvœmt fréttum frá tískufröm- ufíum í baOfataifínafíinum er nú talsvert meira framleitt af gömlu gófíu sundbolunum, sem hylja nektina öllu meira en bikinibafífötin og „pjötlurnar“ frá í fyrrasumar gerfíu. 27

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.