Íþróttablaðið - 01.11.1974, Síða 39

Íþróttablaðið - 01.11.1974, Síða 39
OWENS Framhald af bls. 19 — nýtt Olympíumet og sami árangur og heimsmet. Fyrir þetta hlýtur Jesse Owens aðra gullorðuna. Hinn 4. ágúst, á meðan undanrásirnar í 200 metra hlaupinu fara fram, hefst langstökkið, og Jesse Owens tekur 'þátt í báðum þessum íþróttum. Strax eftir að hann hafði hlaupið 200 metrana á nýjum Olympíumettíma, verður hann að fara beina leið út af hlaupabraut- inni og yfir á stökkbrautina, tilkynna leikstjóranum komu. sína og stökkva fyrsta reynslustökkið. Það misheppnað- ist. En hver þátttakandi fær að stökkva þrjú reynslustökk, og sá, sem kemst ekki 7,15 m, er úr leik og fær ekki að reyna oftar. Af 48 keppendum i langstökki náðu aðeins 16 hinu setta lágmarki. I næsta sinn stökk Owens 7.74, sem jafn- framt gaf honum rétt til þess að kom- ast í úrslitaleik. 1 þriðja stökki sinu setti hann nýtt Olvmpíumet, 7,87 metrar. 1 langstökkinu á Owens keppinaut, sem í fljótu bragði virðist ætla að verða honum skeinuhættur, en það er Þjóð- verjinn Lutz Long. Hann stekkur hvert stökkið öðru lengra. Fyrst setur hann þýskt met með 7,84 m, sem er aðeins þrem sm að baki árangri Owens, en í næsta stökki náði hann því, sem á vant- aði, og það var meira en nóg til þess að koma blóði hinna þýsku áhorfenda í ólgu. Hvor sigrar, Owens eða Long? Áhorfendurnir urðu allir að spurn. En Jesse Owens sýnir ennþá, að hon- um vex ásmegin í hættunni, og i raun og veru koma yfirburðir hans þar best í ljós. 1 næsta stökki sínu bætir hann olympíska metið í 7,94 metra, og þeim árangri nær Long ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ennþá á Owens eitt stökk eftir — og til þess verður hann að vanda. Hann stígur út á brautina, miðar hvert skerf, sem hann Þarf að taka, hniprar sig saman eins og tigris- dýr, er stekkur á bráð, dregur annan fótin aftur og tekur svo elddsnöggt við- bragð. Þegar hann hefur sig upp, flýg- ur hann með geipihraða, eins og kólfi væri skotið, og kemur niður í sandgryfj- una framar en nokkur annar hafði kom- ist. Dómararnir mæla stökklengdina, bera sig saman, mæla aftur, og einni mín- útu síðar tilkynnir Olympíukallarinn, að Jesse Owens hafi sett nýtt heimsmet með 8.06 metra stökki. Þarna hlaut Jesse Owens þriðju gull- orðuna og þriðja lárviðarsveiginn á leik- unum. Síðasta daginn, sem keppt var í frjáls- um íþróttum á Olympíuleikunum, stend- ur Owens enn við sprettlínuna og bíður viðbragðsskotsins. Að þessu sinni hleyp- ur hann fyrstur Bandarikjamanna í úr- litunum í 4x100 metra boðhlaupi. Félag- ar hans þrír eru Metcalfe, Drager og Wyhoff — ailt heimsfrægir spretthlaup- arar. Það er ekki neinum vafa bundið, hvaða þjóð verður fyrst — sigur Banda- ríkjanna er svo auðsær, að þar kemur engin önnur þjóð til álita. En Bandaríkjamenn láta sér ekki nægja að sigra, heldur setja þeir nýtt heimsmet í hlaupinu, og Það er furðu- legasta og ótrúlegast allra heimsmeta. Það er met metanna. Fjórmenningarnir hlupu vegalengd- ina á 39,8 sek., sem samsvarar því, að meðalhraði hvers einstaks hlaupara væri undir 10 sekúndum. Nú var það hins vegar alkunna, að í einstaklings- keppni hafði enginn maður, hlaupið 100 metrana á skemmri tíma en 10,2 sek. Og nú koma allt í einu fram fjórir menn í flokki, og meðaltími sérhvers þeirra á þessari vegalengd er undir 10 sekúnd- um. — Þetta er ótrúlegt, en það er samt staðreynd, sem ekki er unnt að vefengja. Fyrir þetta hlaut Jesse Owens fjórðu gullorðuna, og hann var eini maðurinn, að undanteknum Paavo Nurmi, sem hlotið hafði fern fyrstu verðlaun á ein- um Olympíuleikum. Þegar Jesse Owens hleypur, er sér- hvert skref, sem hann tekur, fágæt- lega fjaðurmagnað og hver hreyfing líkama hans eins lipur og létt og hann væri að leika sér, en ekki að keppa. 1 þessu er leyndardómur yfirburða hans fyrst og fremst fólginn Sérhvert kapp- hlaup hans er áreynslulaus skemmti- ganga, hann kemur brosandi að marki, ómóður og óþreyttur, rétt eins og hann ætti þá þraut sína eftir óleysta. Öllum íþróttafræðingum ber saman um, að Ow- ens sé ekki aðeins fljótasti maður, sem nokkru sinni hefur komið á hlaupabraut, heldur sé honum og léttast um hlaup allra þeirra spretthlaupara, sem um er vitað. Jesse Owens er á ýmsan annan hátt ímynd hins sanna iþróttamanns. Fram- koma hans öll bar vitni um glæsimennsku og háttprýði. Hann fagnar velgengni keppinauta sinna, hjálpar þeim og leið- beinir, leiðréttir galla þeirra og afsakar mistök. Þegar Þjóðverjinn Long náði sömu stökklengd og hann, var Owens fyrsti maðurinn, sem gekk til hans, tók brosandi í hönd hans og óskaði honum til hamingju. Á milli þess sem Owens keppti gekk hann um á meðal keppi- nauta sinna til þess að nudda þá og liðka, svo að þeir næðu betri árangri, en það er því miður fáheyrt, ef ekki einsdæmi, meðal íþróttamanna. Hann á ekkert til af yfirlæti, monti eða drambi. Einkenni hans eru alúð, einlægni og bros. Brosandi skrifar hann í þúsundir vasabóka fyrir börn sem fullorðna, bros- andi stendur hann og situr fyrir hjá ljós- myndurum, og brosandi veifar hann til mannfjöldans, sem hyllir hann, hvar sem hann kemur og fer. Enda þótt Jesse Owens sé svertingi, hafði hann þó til að bera fyrirmennsku og persónuleika umfram flesta keppi- nauta sína. Og það er þetta, sem mest er um vert. Það er óendanlega miklu meira virði en afrek, sem unnin eru af íþrótta- vélum eða íþróttablindingjum. Afrek er því aðeins hægt að meta, að þau séu unn- in af drengskap og glæsileik, af mönn- um, sem meta sál sína og persónuleik meir en metorð, lof og hylli. Einn þess- ara manna var Jesse Owens, hin sanna fyrirmynd — maður með heilbrigða sál í hraustum líkama. 39

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.