Íþróttablaðið - 01.12.1974, Side 11
Orn i stangaxstöklci, hans veiku hliO í
tugþraut. Stíllinn var oft kallaOur
„sjálfsmorösstíllinn“.
arbrautirnar sem viö notuðum. Og hér
grípur örn inn í: Enda neita allir þeir
betri í dag pð hlaupa á öðrum brautum.
Og svo heldur örn áfram: — Reyndar
hefur samskonar bróun orðið í þjáifun
og stilaðferðum og í gerð hlaupabrauta.
Á okkar tíð kom Jim Fuchs fram með
nýjan stíl í kúluvarpi og gerbreytti þró-
un kúluvarps. Þeim stíl er löngu búið
að kollvarpa og nýr kominn fram með
miklu betri afrekum. Sama er að segja
um hástökksaðferðir og reyndar í öllum
greinum. Hugleiðum stangarstökkið, en
byltingin þar, sem varð með fiberstöng-
unum, er kannski mest allra byltinga.
Hástökksstíll eins og notaður er í dag
var óhugsanlegur hér við þær aðstæður
sem þá þekktust. Ég á við sandkassann.
Það væru ótal hástökkvarar dauðir, ef
þeir ættu að nota nýjasta hástökksstil-
inn við þær sandkassaaðstæður við
stökkgryfjur, sem við urðum að gera
okkur að góðu.
Og svo taka keppnisferðir ykkar til
útlanda við?
—• Já, við förum fyrst utan 1947, segir
Örn. þegar Haukur keppti þama á
Norðurlandamótinu og varð Norður-
Iandameistari, yngstur allra keppenda i
mótinu. Það var eini sigur Islands á
þessu móti, Finnbjörn varð 2. í 100 m.,
en þar keppti Haukur ekki. Mótið var
með því undarlega sniði að Sviar sendu
3 menn i hverja grein en hin Norður-
lör.din öll mynduðu þriggja manna
keppnissveit í hverri grein móti Svíun-
um. ísland átti því ekki marga fulltrúa
í keppninni, því byggt var á árangri
sem menn höfðu náð heima fyrir og af-
rekin við íslenzkar aðstæður áttu erfitt
uppdráttar í samanburði við afrek i-
þróttamanna annarra iþjóða. Haukur
sem Norðurlandameistari í 200 m. fékk
ekki að keppa í 100 m., af því að hann
hafði ekki nógu góðan tima fyrirfram
heiman frá. En þetta var upphafið, seg-
ir örn, þetta mót og keppnisferð IR-
inga fyrir og eftir það. Island haslaði
sér völl meðal Norðurlanda.
— Upp úr þessq, þá hefðuð þið átt
þess kost að dvelja á Norðurlöndum
við æfingar og keppni hvert sumar,
ekki rétt?
— Já, já, segja báðir. Slíkt hefði ver-
ið auðvelt og tilboðin voru mörg. Og
Örn segir: Það var oft gaman á Norð-
uriöndunum þá. Við Haukur vorum oft
i keppnisferðum 1948 og 49. Við gátum
isgreinunum. Við gátum ákveðið hvor
bókstaflega skipt á milli okkar keppn-
okkar átti að vinna spretthlaupin, hvor
grindahlaupið og svona. Ég segi ekki
að við höfum samið, en allt að því, þeg-
ar við þurftum að taka þátt í 5—6 grein-
um, þá tók annar á í þetta skiptið og
hinn í hitt skiptið. Samt vorum við oft
vel á undan Svíunum báðir. Það var
einkennilegt að lifa á þessum árum,
segir örn dreymandi.
— Hverjar voru þinar aðalgreinar þá,
örn?
— Ég var aðallega í langstökki,
grindinni og 100 m hlaupi.
—• En þ.ú, Haukur?
— Ég hljóp 100, 200 og 300 m — en
aldrei 400 m. 300 m voru sjaldan á
keppnisskrá, en ég hljóp þá t. d. einu
sinni í Stokkhólmi á móti Herbert Mc-
Kenney þegar hann setti heimsmetið.
Hann setti reyndar heimsmet bæði í
300 m og 300 yarda hlaupi, því tvær
snúrur voru strengdar við bæði mörkin.
I þessu hlaupi varð ég annar og var í
nokkrum sérflokki milli heimsmethaf-
ans annars vegar og hinna Norðurlanda-
búanna hins vegar. Tímamir voru 33.6
hjá McKenley, en 34,7 hjá mér. Blöðin
hrósuðu mér eftir á og sögðu að ég
hefði verið eini maðurinn, sem virtist
eitthvað reyna að klóra í bakkann móti
negranum.
—; Oft fheyrast þær raddir að framúr-
skarandi geta ísl. frjálsíþróttamanna á
þessum árum hafi að einhverju leyti átt
rót sína að rekja til þess, að íþróttaiðk-
un lá niðri meðal margra þjóða um ára-
bil vegna styrjaldarinnar. Hvert er
sjónarmið ykkar til þessa?
—• Ef við tölum um aðstöðu, segir
örn, þá er hvergi lakari aðstöðu að
finna í veröldinni en hér. Við vorum að
vísu ekki í stríði, en enginn þeirra
manna, sem hæst bar á Norðurlöndum
á þessum árum hafði verið í stríðinu
með beinni þátttöku. Svíar, sem hæst
bar, voru líka allan tímann utan við
allt stríð. Þeir gátu alveg eins þjálfað
eins og við, en árin á undan var minna
um keppni hjá þeim en ella, en að því
leyti höfðu þeir þó ef til vill betri að-
stöðu en við hér uppi á Islandi. Eftir
stríðsárin eru Sviarnir hvað sterkastir
sem þeir hafa nokkru sinni verið. Þá
ryðja þeir heimsmetum, t. d. Gunder
Hágg og 1948 eignast þeir marga OL-
meistara.
—• Ég man eftir einu atviki sérstak-
lega, segir örn. Við Óskar Jónsson, Pét-
ur Einarsson og einhverjir fleiri fórum
til östersund. Þar bjuggum við á sama
hóteli og sænski 800 m hlauparinn Hasse
Liljequist, sem var mjög góður. Þarna
fengum við vasapeninga, sem nægðu til
iífsframfæris. Okkur var sem sagt hald-
ið uppi, greiddar ferðir og uppihald og
við fengum auk þess ódýr verðlaun. En
vinurinn Hasse átti að hlaupa í 1—2
greinum móti Ingvari Bengtson, sem
einnig var toppstjarna. Þeir kepptu um
geysimikinn og fokdýran stofuskáp. —
Skápurinn var það dýr, að þeir gátu
ekki fengið hann alveg fritt — það þótti
of mikið. En þeim er sigraði, var gefinn
kostur á að kaupa skápinn gegn ein-
hverjum hluta af kostnaðarverði hans.
Og Svíarnir gátu á þeim tíma valið sér
svona verðlaun gegn því að borga þau
að hluta til. Keppni þeirra var sem sagt
gerð í ágóðaskyni. Og þetta voru menn-
irnir, sem við vorum að keppa við. Þeir
kepptu ekki upp á annað.
— Og var þetta upphaf atvinnu-
mennskunnar?
—• Ég geri ráð fyrir því, segir örn og
Haukur bætir við: Já, upphafið var í
Svíþjóð, en á sama tíma tíðkaðist Þetta
í stórum stíl í háskólum í Bandaríkjun-
um. Þar voru toppmenn í íþróttum tald-
ir í háskólum árum saman, þó þeir væru
ekkert að stúdera. Þeir voru þar á fullu
uppihaldi og með fé milli handanna,
þannig að þeir lifðu ágætu lífi. Og þeir
voru á undan Svíunum með þetta. Hvað
haldið þið að Jesse Owens hafi verið
annað en atvinnumaður, þegar þeir tóku
hann í háskólann í Ohio? Þ. e. atvinnu-
maður á vissan mælikvarða. Þetta var
11